Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 15
West Ham komst í fyrsta sinn í
langan tíma úr fallsæti með því að
leggja Bolton 3-1 á heimavelli. Car-
los Tevez átti stórbrotinn leik, skor-
aði tvö og lagði upp þriðja mark-
ið sem Mark Noble skoraði, allt á
fyrsta hálftíma leiksins. Gary Speed
minnkaði muninn þegar um tuttugu
mínútur voru eftir. West Ham þarf
nú eitt stig gegn Manchester United
í lokaleik tímabilsins á Old Trafford
til að tryggja að spiluð verði úrvals-
deildar knattspyrna á Upton Park
á næsta tímabili. „Sigurinn gefur
okkur gott tækifæri á að halda okk-
ur uppi. Að komast svona langt og
ekki nýta okkur það væri hræðilegt,“
sagði Alan Curbishley eftir leikinn.
„Við getum ekki beðið um erf-
iðari stað að spila lokaleikinn (Old
Trafford) en þessa stundina erum
við að spila vel og erum fullir sjálfs-
trausts. Ein úrslit féllu okkur í hag
og ein ekki. Við verðum bara að sjá
til þess að við týnum upp stig þar
sem þau eru í boði,“ sagði Curbis-
hley og bætti við að hann vissi ekki
hvort nýkosinn leikmaður ársins
Carlos Tevez yrði áfram í búningi
West Ham á næsta ári.
„Við vitum það bara ekki. Það á
svo margt eftir að gerast áður en við
fáum að vita það, hvort við verðum
áfram í þessari deild meðal annars.
Við munum njóta þessarar viku eins
mikið og við getum en við hlökkum
til verkefnisins sem er framundan.“
Nýráðinn stjóri Bolton Sammy
Lee var ánægður með síðari hálf-
leik hjá sínu liði. „Við vorum ekki
að hjálpa okkur sjálfum. Við sögð-
um fyrir leikinn að um leið og flaut-
að verður til leiks þá mun West Ham
sækja fast að okkur til að kveikja
í áhorfendum. Við héldum okkur
ekki við upprunalega leikjaplanið
og við fengum að kenna á því. En við
urðum betri í síðari hálfleik. Ég verð
að hrósa leikmönnum mínum fyrir
síðari hálfleik.
Eftir hálftíma söknuðu allir Stóra
Sam, en við verðum að halda áfram.
Hann tók sína ákvörðun, félagið
tók sína ákvörðun, ég tók ákvörðun
og er stoltur að vera stjóri þessa fé-
lags.“
Wigan, sem hefur einbeitt sér
meira að því að kvarta undan sekt-
inni sem West Ham fékk á dögunum
fyrir félagaskipti Javier Mascherano
og Carlos Tevez en að sér sjálfum, er
komið í veruleg vandræði eftir tap
gegn Middlesbrough 0-1 á heima-
velli. Ástralinn Mark Viduka skoraði
sigurmarkið sem var ansi klaufalegt.
Stuart Downing tók aukaspyrnu, rann
til og tók slaka spyrnu sem reyndist
síðan verða frábær stoðsending. Wig-
an verður að vinna Sheffield United í
lokaumferðinni til að forða sér frá falli
og treysta á markamun.
„Downing fór tvisvar í boltann,“
sagði svekktur Paul Jewell eftir leik-
inn. „Hann ætlaði að skjóta á markið,
rann og boltinn fór af vinstri fæti hans
í þann hægri. Þaðan upp í loft og þar
misstum við einbeitinguna og það
leiddi til þess að Viduka skoraði.
Annað hvort átti að taka auka-
spyrnuna aftur eða dæma okkur
aukaspyrnu því þetta má ekki.“ Hann
neitaði að viðurkenna að Wigan væri
á leið niður um deild. „Við erum enn
andandi en við verðum að þjappa
okkur vel saman og berjast allir sem
einn. Á meðan það eru stig í boði þá
er von.“
Sheffield tapaði 3-0 á útivelli gegn
Aston Villa. Gabriel Agbonlahor, As-
hley Young og Patrik Berger sáu um
markaskorun Villa manna og verður
því mikil spenna í viðureign Sheffield
og Wigan á lokadegi enska leiktíma-
bilsins. Neil Warnock stjóri Sheffield
var ósáttur við tapið en sáttur að vera
efstur botnliðanna. „Það á margt eftir
að gerast. Við vitum að við vorum sla-
kir, en á heildina litið höfum við ver-
ið góðir á þessu tímabili. Nú er þetta í
okkar höndum og það er akkúrat eins
og ég vil að það sé.“
Hann var ekki par hrifinn af kollega
sínum hjá Liverpool sem tapaði fyrir
öðru botnbaráttu liði Fulham en Rafa
Benitez hvíldi margan lykilmanninn.
„Maður fær ekki margan greiðan þeg-
ar maður er í þessari stöðu. Ég hafði
á tilfinningunni að Liverpool myndi
gera þetta. Þess vegna hélt ég eigin-
lega með Chelsea í Meistaradeildinni.
Ef ég segi það sem ég vil segja þá fæ
ég væntanlega sekt þannig ég held að
ég þegi bara. Ég vona bara að Sir Alex
tefli fram sterku liði gegn West Ham
í næsta leik. Það verður mikil tauga-
spenna í lokaumferðinni. West Ham
fer á Old Trafford, það verður spenna
hjá okkur og ekki gleyma að Charlton
fer til Liverpool þannig að allt getur
gerst.“
Níu breytingar á Liverpool
Rafa Benitez stjóri Liverpool
gerði níu breytingar á liði sínu frá
því í Meistaradeildinni á þriðjudag.
Liverpool mætti Fulham á Craven
Cottage og mátti sætta sig við tap 1-
0. Heiðar Helguson byrjaði á bekkn-
um hjá Fulham en það var annar
varamaður, Bandaríkjamaðurinn
Clint Dempsey, sem skoraði sigur-
markið. Þetta var fyrsti sigur Ful-
ham undir stjórn Lawrie Sanchez en
hann tók við af Chris Coleman. Með
sigrinum tryggði Fulham tilverurétt
sinn í deildinni.
Benitez bað um eftir leikinn að
samskipti dómara yrðu skoðuð en
Michael Brown skallaði Xabi Alonso
þegar dómarinn sá ekki til. „Þetta
var augljóst þegar við horfðum á
þetta á bekknum í endursýningu.
Fjórði dómarinn var við hliðina á
okkur með kallkerfið en kannski
virkaði það ekki. Við verðum að
bæta samskipti dómaranna með því
að eyða pening, eða spara pening
með því að sleppa fjórða dómaran-
um því þeir virðast ekki segja neitt
þegar þeir sjá atvik í sjónvarpinu.“
Lawrie Sanchez, bráðabirgða-
stjóri Fulham, var þó í betra skapi
en Benitez. „Sigurinn var gríðarlega
mikilvægur. Ég sagði við leikmenn
fyrir leikinn að þetta væri í okk-
ar höndum en eftir helgina verður
það kannski ekki raunin. Við vorum
betri en þeir, vörðumst vel og nýtt-
um okkar tækifæri og verðskulduð-
um sigurinn.“
Charlton, lið Hermanns Hreið-
arssonar, er því í erfiðri stöðu en
þeir leika í kvöld gegn Tottenham.
Charlton verður að vinna viður-
eignina og síðan Liverpool á Anfield
í lokaumferðinni til að halda sæti
sínu í úrvalsdeildinni. benni@dv.is
DV Sport mánudagur 7. maí 2007 15
kom West Ham
af botninum
tevez
Eggert Magnússon
afhenti Carloz Te-
ves viðurkenningu
fyrir að vera besti
leikmaður tímabils-
ins hjá West Ham
fyrir leik liðsins
gegn Bolton á laug-
ardag. Tevez svar-
aði með stórkost-
legri frammistöðu.
Eigendurnir sáttir
Björgólfur guðmundsson
og Eggert magnússon gátu
brosað að leik loknum.
Skallaður Xabi Xabi alonso var skallaður af michael Brown.
mancHester united
englandsmeistarar