Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 26
Djassaðir vortónleikar
Kvennakórs Garðabæjar í
Safnaðarheimilinu Kirkju-
hvoli kl. 20.
n 28 listamenn
draga fram hver
sína mynd af
sálmaskáldinu
Hallgrími
Péturssyni í
Hallgríms-
kirkju, Saurbæ.
n Hugleikur
og Leikfélag
Kópavogs
sýna leikritið
Bingó í
Félagsheimili
Kópavogs kl.
20.30.
n Djass-
kvöld á
Classic Rock
í Ármúla.
Hvað er
að gerast?
Mánudagur 7. maí
Spiderman er merkileg fígúra eins
og flestar þær sem koma úr smiðju
Marvel. Kvikmyndirnar um kapp-
ann hafa verið mjög vinsælar, þrátt
fyrir að þær hafi ekkert verið sérlega
góðar. Í þessari mynd er Spiderman
/ Peter Parker orðinn nokkuð settleg-
ur. Amman ekki lengur í fýlu, kærast-
an kát, gengur vel í skólanum og ann-
að. Svo flækjast auðvitað málin og allt
í einu þarf hann að kljást við vin sin
Harvey Osborn sem hefur fetað í fót-
spor föður síns og gerst kolandi geð-
veikur glæpon. Einnig flækist inn í
söguna strokufanginn Flint Marko,
sem verður að Sandman eftir sandur
blandast líkamsbyggingu hans. Ofan á
allt saman blandast svo kappsamur og
hress ljósmyndari í söguna og síðast
en ekki síst geimdrullan Venom. Sam
Raimi sem er leikstjóri og handrits-
höfundur myndarinnar leggur alltaf
gríðarlega áherslu á að mannlegi þátt-
ur Spiderman sé ljós. Fyrri kvikmynd-
ir hafa þannig sýnt mikið frá persónu-
legum vandamálum Peters Parker og
þeirri togstreitu sem skapast í hjarta
hans. Í þessari mynd er gengið langt
yfir strikið og sjaldan hef ég séð jafn-
sósulega væmni. Mann langar hrein-
lega til að gubba á nokkrum stöðum
í myndinni. Einkalíf Peters Parker
er eitthvað það óraunverulegasta og
mest óspennandi dæmi sem hægt er
að ímynda sér. Húsið á sléttunni var
hátíð miðað við þetta rúnk. Og það
versta er að 60% myndarinnar byggj-
ast upp á þessu drasli. Hins vegar eru
spennuatriðin nokkuð flott og gera
myndina þess virði að sjá. Ég vona
innilega að það verði ekki gerð Spider-
man 4 og ég held að Raimi ætti að ráð-
færa sig við Christopher nokkurn Nol-
an sem kann að sýna mannlega, ekki
kerlingalega, þætti á ofurhetjum.
Ævisaga Karls
Marx á tjaldið
Kvikmyndagerðarmaðurinn Raoul
Peck hefur í hyggju að gera kvikmynd
byggða á ævisögu heimspekingsins
Karls Marx. Það er fagtímaritið Holly-
wood Reporter sem greinir frá þessu,
en myndin kemur til með að kosta 20
milljónir dollara. Sagan gerist á árunum
1830–1848 og fjallar að miklu leyti um
tíma Marx í París áður en hann fluttist til
Brussel og gaf út Kommúnistaávarpið.
Myndin mun þá einnig fjalla um vináttu
heimspekingsins við Friedrich Engels
og ástarsamband hans við Jennu Von
Westphalen. Engir leikarar hafa verið
orðaðir við verkefnið, en tökur hefjast
snemma á næsta ári.
Bíódómur
Spiderman 3
Spiderman 3 er alltof væm-
in og hálfógeðsleg fyrir vik-
ið á köflum. Hins vegar eru
hasaratriðin flott og það er
oft það eina sem þarf.
Leikstjóri: Sam Raimi
Aðahlutverk: Tobey Maguire, Kirsten
Dunst, James Franco, Rosemary Harris,
J.K. Simmons, Thomas Haden Church,
Topher Grace og Bryce Dallas Howard.
Niðurstaða: HHHHH
BATMAN,
LEMDU HANN!
Liv Tyler í Hulk
Leikkonan Liv Tyler mun leika ásamt
leikaranum Ed Norton í væntanlegri
mynd um Hulk. Tyler mun leika Betty
Ross, sem er fyrrverandi ástkona Dr.
Bruce Banner, sem breytist svo í græna
risann. Það er leikstjórinn Louis Leterr-
ier sem leikstýrir myndinni en í þeirri
upphaflegu, sem var leikstýrt af Ang
Lee, var það Jennifer Connelly sem lék
Betty Ross. Myndin verður tekin upp á
þessu ári og svo frumsýnd árið 2008.
Á Bar 11 verður haldið hressilegt Hróarskeldupartí þar sem einhver heppinn vinnur miða fyrir tvo:
Hitað upp fyrir Hróarskeldu
Þann 11. maí verður hald-
ið Hróarskeldupartí á Bar 11 til
að hita upp fyrir hátíðina. „Það
verður Tuborg á tilboði og með
hverjum seldum bjór fylgir happ-
drættismiði. Í kringum miðnætti
drögum við svo út aðalvinninginn
sem er miði fyrir tvo á hátíðina
auk annars varnings tengdum
hátíðinni,“ segir Tómas Young,
opinber tengiliður Hróarskeldu
á Íslandi. Tómas sér um að halda
úti heimasíðunni roskilde-festi-
val.is og kynna hátíðina hérlendis
„Ég hef verið tengiliður síðan árið
2000 en þá fór ég fyrst á Hróars-
keldu, nú er ég með átta manns
sem aðstoða mig við að hengja
upp plaköt og dreifa um allt land,“
segir hann og bætir því við að
þetta sé allt sjálfboðaliðastarf
enda hátíðin rekin sem slík. „Það
eru um 23.000 manns sem eru
sjálfboðaliðar kringum hátíðina
og allt að fimm þúsund sem starfa
við þetta allan ársins hring,“ segir
Tómas sem er nokkuð viss um að
fleiri stór nöfn eigi eftir að bætast
við hljómsveitalistann. „Í partíinu
á Ellefunni spilar plötusnúður
sem kallar sig Úlfinn einungis lög
með böndum sem verða á Hró-
arskeldu auk þess sem íslensku
sveitirnar Wulfgang, Jan Mayen
og Atómstöðin flytja eigið efni,“
segir Tómas tengiliður að lokum.
Húsið verður opnað klukkan 21
og er frítt inn.
krista@dv.is
Queens of the Stone Age
Rokkar á hátíðinni í ár.
Fór beint
á toppinn
í U.S.A Sprenghlægileg
mynd Frá
Ben Stiller !
hver þArF Upphæðin Að verA Svo þú Svíkir þjóð þínA...
SAnnSögUleg mynd Um StærStA hneykSliSmál í SögU FBi
/ kringlunni / keflavík/ álfabakka / akureyri
DigiTal-3D
DigiTal
BLADES OF GLORY kl. 8 - 10 B.i.12
BREACH kl. 8 - 10 B.i.12
SPIDERMAN 3 kl. 8 - 10 B.i. 10
BLADES OF GLORY kl. 8 Leyfð
NEXT kl. 6 - 8 - 10 B.i.12
BLADES OF GLORY kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i.12
THE MESSENGERS kl. 8 B.i.16
ROBINSON... M/- ÍSL TAL kl. 6 Leyfð
300. kl. 10 B.i.16
THE GOOD SHEPERD kl.10:10 B.i.12
MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 - 6 Leyfð
ROBINSON F... M/- ÍSL TAL kl. 4 Leyfð
WILD HOGS kl. 8 b.i 7
BECAUSE I SAID SO kl. 6 Leyfð
SPIDER MAN 3 kl. 3:30 - 6 - 9 - 10:30 B.i.10
SPIDER MAN 3 VIP kl. 6 - 9
BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12
SHOOTER kl. 8 B.i.16
BREACH kl. 8:10 - 10:30 B.i.12
Stærsta orrustan er innri baráttan
www.SAMbio.is
Sósuleg væmni „Ertu ekki að djóka?“
hugsuðu margir í bíóinu á köflum.
Spiderman 3 Er nokkuð
töff á köflum þrátt fyrir
leiðinlega framvindu.