Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 10
Þótt bókin sé sögð á flótta undan netbloggi (kannski á þetta fremur við um innihaldið en bókina sjálfa), langar einkum bjána að fá bók um sig. Sem tekst með vissum skilyrðum og söluhæfni. Í þessu er álíka mikill munur á bjána og blábjána og Jóni og séra Jóni. Vegna örlaga innihaldsins veit fólk hvaða bók er við þess hæfi. Loks er með frjálshyggjunni far- ið að fyrrverandi kröfu kommúnista um bókmennt- ir: Efni á að vera fyrir fólkið. Að minnsta kosti asnast fólk til að kaupa eða fær bjánabók að gjöf. Stundum er skylt að eiga bók til að vera í flokki eða liði. Henni er flett. Svo gleymist hún eins og metsölubækur um frægt fólk auglýstar fyrir jólin. Við þekkjum þetta úr menningu okkar. Næstum hver blók frá biskupi til konu sem var misnotuð í æsku hefur fengið um sig metsölubók og upp á síðkastið loforð um kvikmynd í ofanálag. Bjánum finnst ekki nóg að vera í fréttum og þáttum, þeir blogga líka og vilja kom- ast á alvöruprent. Bókin virðist vera alvaran í þeirra augum. Kannski ekki til lestrar heldur til að horfa á eins og flettanlegan skjá, setja upp í hillu, taka hana úr hillu, skoða sig og sýna öðrum. Einnig fer bókin í bókasöfn. Blækur halda að með samleik geymslu og útláns verði þær ódauðlegar. Óttinn við að gufa upp eins og skuggi á skjá tröllríður liðinu. Það veit að ef það hverfur úr sjónvarpinu fer minningin um það til fjandans. Skjáliðið reynir þess vegna að blogga sig út úr þeirri bölvun sem það skapaði sér með framanum. Í gríð og erg bloggar það svipað belju sem sækir tuggu í eigin belg til að jórtra betur á henni. Í nútímaskiln- ingi er beljan þá að blogga. Hér er stuttur listi um frægt erlent fólk sem hefur nýlega skrifað bók um sig: David Beckham og Wayne Rooney, ólæsir fót- boltamenn, hvor með um 5 milljónir punda í höf- undarlaun. Sarkozy skrifaði í skyndi Saman og seldi 200.000 eintök á fáum dögum. Segolene mótfram- bjóðandi hans fékk líka bók um sig Hver er frú Royal? og komst á topp 10. Jon Stewart á Daily Show skrif- aði Berar myndir af frægu fólki og seldi milljón. En góðu mæðurnar, Madonna og Gery Halliwell, skrifa hjartnæmt fyrir börn, kannski með þýðingu Silju Að- alsteinsdóttur í huga en verðlaunavæna forsetann á bak við eyrað. mánudagur 7. maí 200710 Umræða DV Jón Gerald Sullenberger Blækur og bækur Kjallari ÚtGáfufélaG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StJórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStJóri: Hjálmar Blöndal ritStJóri oG áByrGðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStJóra: Janus Sigurjónsson Allir, allavega flestir, sem starfa eða hafa starfað á fjölmiðlum hafa þurft að ræða við fólk sem fer mikinn og sakar nafngreint fólk um allt og ekkert. Það er hlutverk þeirra sem starfa á fjölmiðlum að gæta þess að fólk sem þannig talar komist ekki upp með ásak- anir sem ómögulegt er að vita hvort eru réttar eða rangar. Nokkrir fjölmiðlar hafa af einhverjum ástæðum kosið að leggja þessa reglu til hliðar. Jón Gerald Sullenberger hefur fengið rúm í nokkrum fjöl- miðlum til að bera alvarlegar sakir á nokkra nafngreinda menn, menn sem harðneita áburðinum og ekkert hefur komið fram annað en að Jón Gerald sé að bulla og þvæla. Og ekki í fyrsta sinn. Staðhæfingar Jóns Geralds um að sér hafi verið bornar svimandi háar mútur eru ótrúlegar. Siðferðisvitund hans var ekki sterk á þeim tíma sem hann segir að sér hafi verið boðnar múturnar. Hann hef- ur sjálfur játað að hafa gefið út tilhæfulausan reikning. Hann hef- ur játað á sig lögbrot. Eins hefur komið fram að fjárhagur hans var veikur. Ekkert hefur komið fram sem hrekur það að hann hafi þeg- ið sjö milljónir í mútur eða sem fyrirgreiðslufé fyrir að halda kær- um á Baugsmenn áfram. Hann þáði peninga, enda í vanda. Svo miklum vanda að Morgunblaðið tók að sér að annast þýðingar fyrir hann. Ástæðan var sögð vera bág fjárhagsstaða. Er þá unnt að trúa að maður sem segist sjálfur hafa brotið lög, að maður sem þáði sjö milljónir króna til að ganga erinda annarra manna hefði afþakkað mútur upp á tugi ef ekki hundruð milljóna. Alls ekki. Það skiptir samt ekki mestu í dag hvað Jón Gerald segir eða gerir. Það er merki- legast að fjölmiðlar leyfa honum að vaða uppi með galnar ásakanir á menn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. Fyrirtæki þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson starfar er meðal eig- enda DV. Það breytir engu um DV og afstöðu til þvælunnar í Jóni Gerald. Það breytir því ekki heldur að þeir fjölmiðlar sem hafa kos- ið að gera mikið með kjaftaganginn í Jóni Gerald hafa margsinn- is afþakkað fullyrðingar manna um annað fólk og ekki viljað birta hindrunarlaust alvarlegar ásakanir á nafngreinda menn. Þess vegna vantar skýringar á hvers vegna Jón Gerald fær að vaða uppi núna. Er það vegna þess að það hentar einhverra hluta vegna? Mega fjöl- miðlar segja skilið við prinsipp, sanngirni og vönduð vinnubrögð ef þeir sem verða fyrir áburðinum eru ekki stjórnendum fjölmiðlanna þóknanlegir? Svo virðist vera. Sigurjón M. Egilsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStJóri: Brynjólfur Þór Guðmundsson aðStoðarritJóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auGlýSinGaStJóri: auður Húnfjörð uss... Ekki múkk... Hann má ekki finna okkur... Þetta er okkar tækifæri til að strjúka... Sjálfstæðismaður vinnur Samfylkinguna Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði héldu nýstárlegt kvöld til þess að veiða atkvæði á fimmtudagskvöld- ið. Þá héldu þeir svokallað pöbbkvis en slíkt mun einnig vera á hverjum föstudegi á Grand Rokk. Á meðal gesta var Margrét Gauja Magnús- dóttir en annars var fátt um fram- bjóðendur. Spyr- illinn var enginn annar en fyrrver- andi ritstjóri Bleiks og blás, Ragnar Pétursson, og voru verðlaunin glæsileg. Flestir voru sammála því að spurningarnar hefðu verið skemmtilegar og lunknar. Ung- ur maður sigraði keppnina ásamt kærustu sinni en það kvisaðist út eftir keppnina að hann hefði verið sjálf- stæðismaður. Skúbb Íslands í dag Umræðuþátturinn Ísland í dag átti ágætt viðtal við tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, Luciu Celeste Molina Sierra, en ríkisborgararéttur hennar hefur vakið ansi mikla athygli. Eins og flestir vita þá er Jónína umhverf- isráðherra og flokksbundinn Fram- sóknarflokkn- um. Hitt er þó að Steingrímur Sævarr Ólafs- son, sem tók viðtalið ásamt Ingu Lind Karlsdóttur, er sjálfur fram- sóknarmað- ur. Hann vann sem aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar í forsæt- isráðherratíð hans en Steingrím- ur hætti um svipað leyti og Halldór sjálfur. Þess vegna eru margir hálf- hissa á að hann hafi tekið viðtalið. Samfylking íhugar rannsókn Samfylkingarmenn ræða nú um það sín á milli að kanna þurfi nánar veitingu ríkisborgararétt- ar til Luciu. Þetta verður gert með því að fá aðgang að gögnum sem fylgdu umsókn hennar. Gögnin eru trúnaðar- mál. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu. Fyrrnefndur Steingrímur Sævarr hélt því fram fyrir helgi að meðmælabréf með umsókn Sierra bentu ekki til neinna tengsla við umhverfisráðherrann. Eitt meðmælabréfanna er þó ritað af móður Jónínu Bjart- marz, eins og nánar er fjallað um í blaðinu í dag. SandKorn rithöfundur skrifar GuðberGur berGSSon David Beckham og Wayne Rooney, báðir ólæsir fótboltamenn, hvor með um 5 milljónir punda í höfundarlaun.Mega fjölmiðlar segja skilið við prinsipp, sann- girni og vönduð vinnu- brögð ef þeir sem verða fyrir áburðinum eru ekki stjórnendum fjölmiðl- anna þóknanlegir? Svo virðist vera. FÖSTUDAGUR 18. MAI FRÁ 20:00 Salsa Celtica(UK) Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar (IS) Á NASA VIÐ AUSTURVÖLL 17. - 19. mai vorblot.is MIÐASALAN ER HAFIN! Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er ekki síður mikilvæg en fyrsta flokks aðbúnaður og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra staðsetningu í hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði og fyrirtaks veisluþjónustu. Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn! Fundur í miðborginni Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.