Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 21
DV Sport mánudagur 7. maí 2007 21 Með nýtt lið en sama gamla þjálfar- an. Hið unga lið Utah Jazz lagði Hous- ton Rockets 103-99 á laugardag. Þetta er fyrsti sigur liðsins í einvígi í úrslita- keppni NBA síðan Karl Malone og John Stockton voru og hétu. Carlo Boozer og Deron Williams voru aðalmennirnir í liði Utah á laug- ardag. Boozer skoraði 35 stig og tók 14 fráköst. Williams bætti 20 stigum við og gaf 14 stoðsendingar, tölfræði sem hljómar kunnulega í herbúðum Utah. Liðið varð aðeins sjöunda liðið sem kom til baka eftir að hafa lennt tvö núll undir í einvígi. Jerry Sloan sem er á sínu tuttugasta tímabili sem þjálfari Utah var að von- um sáttur í leikslok, „Þetta er frábær sigur fyrir ungu strákana okkar. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Tracy McGrady er enn og aftur að valda vonbrigðum í úrslitakeppni. Þessi frábæri leikmaður sem hefur verið valinn sjö sinnum í stjörnulið NBA skoraði 29 stig og gaf 13 stoð- sendingar. Hann hefur ekki enn unn- ið einvígi í úrslitakeppni á 10 ára ferli sínum í NBA deildinni. „Þetta er sárt, virkilega sárt. Það já- kvæða við þetta er að við börðumst vel til að komast í sjöunda leikinn. Hins vegar eru þetta ótrúleg vonbrigði að falla úr leik.“ McGrady sagði fyrir einvígið að ef Houston myndi falla úr leik, þá myndi hann taka ábyrgðina. „Ég reyndi, það er það sem ég gerði. Ég reyndi...“ McGrady laut höfði áður en hann sagði eithvað meira, tár komu á kvarma hans og brast hann í grát, stóð upp og labbaði út af blaða- mannafundinum. Carlo Boozer var að vonum sáttur. „Ef við hefðum brennt af fleiri skotum, misst eineitinguna þá hefðu þeir verið hérna að fagna í staðinn fyrir okkur.“ Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og Shane Battier bætti 16 stigum við en það duggði einfald- lega ekki til. Houston hefur ekki unn- ið einvígi í úrslitakeppninni frá 1997 og var kínverski risinn jafn ósáttur og McGrady. „Það er ekki mikið hægt að segja, það er ekki hægt að taka einhverjar styttri leiðir í þessu. Eina sem hægt er að gera er að nýta næsta tækifæri sem við fáum að komast í næstu umferð.“ Utah mætir Golden State sem lagði Dallas í einhverjum óvæntustu úr- slitum NBA deildarinnar frá upphafi í næstu umferð. Einvígi þeirra hefst í kvöld en búast má við hörkuslag. Chicago féll til jarðar Detroit Pistons voru sterkari á öll- um sviðum körfuboltans á móti Chi- cago Bulls á laugardag. Þeir hreinlega rúlluðu yfir Chicago sem sá aldrei til sólar í leiknum. Detroit landaði auðveldum 95-69 sigri og minnti liðið heldur betur á sig. Chauncey Billups skoraði 20 stig líkt og Richard Hamilton fyrir Detroit. „Þessi leikur minnti mig á þegar við urðum meistarar,“ sagði Billups sáttur eftir leikinn. „Varnarlega þá vorum við frábærir og þó það sé liðin smá tími síðan við fögnuðum titlinum þá minnti stemm- ingin í liðinu á þann tíma. Ég vildi setja tóninn snemma í leiknum og þess vegna var ég vel gíraður á leikinn,“ sagði Billups en hann skoraði 12 stig í fyrsta leikhluta. Chicago var aðeins skugginn af sjálfum sér í leiknum. Þeir misstu bolt- an 22. sinnum og litu ekki út fyrir að hafa unnið meistarana í Miami fyrir skemmstu. „Orka þeirra í leiknum kom mér ekki á óvart . Aggresívur leikur þeirra kom okkur á hælana og við náðum okkur einhvern veginn aldrei á strik,“ sagði Ben Wallace leikmaður Chicago og fyrverandi leikmaður Detroit. Ben Gordon skoraði aðeins sjö stig fyrir Chicago, sem er nú ekki mikið á þeim bænum. Hann var með 24 stig að meðaltali í viðureigninni gegn Mi- ami. Hann lennti í villuvandræðum snemma í leiknum og það háði leik Chicago. Wallace skoraði 9 stig og tók 8 frák- öst en barðist vel og hrósaði Scott Skil- es þjálfari Chicago honum fyrir að vera ljósið í myrkrinu. „Ef eithvað var jákvætt við þenn- an leik var það Wallace. Hans framlag bara kafnaði í slökum leik allra hinna leikmannana. Þessi leikur fer í reynsl- ubankann og ég er viss að við munum koma til baka eftir þetta.“ Þrátt fyrir að hafa rúllað leiknum upp þá var Billups með báða fæturna á jörðinni. „Þetta var bara leikur númer eitt. Við vorum á heimavelli og höfum ekki afrekað neitt ennþá. Ég held ég geti sagt með nokkuri vissu að það verða ekki fleiri svona leikir.“ Næsti leikur liðanna fer fram í nótt og verður aftur leikið á heimavelli Detroit. benni@dv.is Utah lagði Houston Houston rockets hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni frá 1997. Stjörnuleikmaður þeirra Tracy mcgrady gat ekki leynt vonbrigðum sínum og brast í grát á blaðamannafundinum eftir leik. Utah mætir Golden State Houston Rockets féll úr keppni eftir æsispenn- andi einvígi við Utah Jazz á laugardag. Tracy McGrady brast í grát á blaðamannafundi eftir leikinn. Ben Wallace gat lítið stoppað fyrrum félaga sína í Detroit sem valtaði yfir Chicago. Róa sig dómarinn biður Flip Saunders að slaka aðeins á. Tveir aðstoðarmenn hans eru ekki alveg að skilja hvað dómarinn er að meina. Gat ekki stoppað gömlu félagana Ben Wallace fyrrum leikmaður detroit gat ekki stoppað gömlu félagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.