Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 11
Handknattleiksmaðurinn Björgvin Hólmgeirsson liggur undir feldi: Handknattleiksmaðurinn Björgvin Hólmgeirsson er á óskalista margra liða hér á landi. Björgvin er tvítugur að aldri og var meðal markahæstu manna í DHL-deildinni í vetur. Þrátt fyrir það náði lið hans, ÍR, ekki að bjarga sér frá falli en Björgvin er uppalinn hjá félaginu. Haukar, Fram og Stjarnan vilja öll fá Björgvin í sínar raðir samkvæmt heimildum DV. Björgvin er einn efnilegasti handboltamaður landsins en hann hefur verið að leika með yngri landsliðum Íslands. Hann spilar miðju og vinstri-skyttu og kemur úr mikilli handboltafjölskyldu en faðir hans er Hólmgeir Einarsson sem nýlega var kosinn í stjórn Handknatt- leikssambands Íslands. Einar Hólmgeirsson, atvinnumaður í Þýskalandi, er bróðir hans og systir hans er Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir sem leikur með Val. Björgvin staðfesti að nokkur lið hafa haft samband við hann þegar DV náði tali af honum í gær en vildi þó ekki fara út í það hvaða lið væri um að ræða. Hann segist vera að skoða sín mál en útilokar ekki að spila áfram í Breiðholtinu næsta vetur enda ber hann sterkar taugar til ÍR. Ásamt ÍR-ingum féllu Fylkismenn niður en helstu leikmenn þessara liða eru allir á óskalista annarra liða og ljóst að líf og fjör mun verða á leikmannamark- aðnum í sumar. elvargeir@dv.is DV Sport mánudagur 7. maí 2007 11 Sport Mánudagur 7. Maí 2007 sport@dv.is manchester united varð í gær enskur meistari eftir að chelsea gerði 1-1 jafntefli við arsenal. þetta er 16. titill manchester united og sá níundi undir stjórn alex ferguson. bls 14. FH varð í gær meistari meistaranna Björgvin eftirsóttur titillinn til manchester Hugsar sér til hreyfings Björgvin Hólmgeirsson er hér í leik gegn Stjörnunni í vetur en garðabæjarliðið er eitt þeirra liða sem vill fá hann í sínar raðir. NBAAllt um leiki næturinnar í NBA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.