Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir mánudagur 7. maí 2007 9 Mugabe segi af sér Einn af erkibiskupum Simbabve, Pius Ncube, hvatti í gær forseta landsins, Robert Mugabe, til að segja af sér. Biskupinn sem þekktur er fyrir að vera opinskár sagði í við- tali við BBC í gær að stjórn lands- ins væri spillt og íbúar landsins og stjórnarandstaðan mættu ekki láta deigan síga í baráttunni gegn henni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem gagnrýni á forsetann kemur frá kirkjunnar mönnum. Í síðustu viku varaði Mugabe presta og biskupa við því að skipta sér af stjórnmálum í landinu. Dregur framboð sitt til baka Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, dró framboð sitt til for- seta tilbaka í gær vegna ósættis á þingi landsins með framboð hans. Her landsins hafði einnig lýst yfir óánægju með Gul sem talinn er vera of hallur undir öfgafulla múhameðs- trú. Fjölmenn mótmæli voru einn- ig haldin um síðustu helgi vegna framboðsins en þing landsins velur forseta og var Gul sá eini sem var í framboði. Forsætisráðherra landsins hyggst leggja það til að í framtíðinni velji kjósendur, en ekki þingmenn, forseta landsins. Stuðningur frá Bush til Obama Nafntogaðir stuðningsmenn George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, hafa lýst yfir stuðningi við Bar- ack Obama sem vonast til að verða frambjóðandi Demókrataflokks- ins í forsetakosningunum á næsta ári. Samkvæmt frétt breska blaðsins The Times í gær hefur einn af lykil- mönnunum í kosningaliði Bush sagt Obama eina frambjóðandann sem geti sameinað þjóðina. Tom Bern- stein, fyrrverandi skólafélagi Bush og meðeigandi hans í hafnaboltaliðinu Texas Rangers, hefur einnig lýst yfir stuðningi við Obama. Sveitabarir á undanhaldi Írsk kráarstemming er þekkt um víða veröld og í flestum stórborg- um heims er að finna nokkra bari sem segjast bjóða upp á fjör eins og á börunum í Dublin. Reynd- ar hefur því verið haldið fram að stemming á þessum írskum börum sé alls staðar eins nema kannski á Írlandi. Á sama hátt og argentínsk nautasteik smakkast vafalítið betur í Búones Aires en í Ósló. Hvað sem þessum vinsældum írskra bara í út- löndum líður þá fjölgar þeim bar- eigendum á Írlandi sem loka knæp- um sínum vegna of lítilla viðskipta. Samkvæmt fréttavef BBC fækkaði börum í landinu um fjögur hundr- uð og fjörutíu árið 2005 og voru þeir flestir starfræktir í dreifðari byggð- um landsins. Reykingabannið sem verið hef- ur verið við lýði í þrjú ár er sagt ein af ástæðunum fyrir þessari þróun. Einnig hefur það ekki hjálpað að lögregla landsins hefur fengið rýmri heimildir til að stöðva bíla og kanna ástand ökumanna og því færri sem þora að keyra undir áhrifum áfeng- is. Að lokum er breyttum drykkju- siðum kennt um. Er talið að fólk í minni bæjum sæki í þá stærri til að skemmta sér í stað þess að fara á hverfisbarinn. Samkvæmt frétt BBC hafa sumir kráareigendur úti á landi brugðist við þessu breytta lands- lagi með því að bjóða upp á ókeyp- is sætaferðir eftir lokun baranna. Meðal annars vegna þessa er vilji til þess meðal stjórnmálamanna að bæta almenningssamgöngur á kvöldin og um helgar úti á landi. Því fagna kráareigendur. Reykingabann og aukið umferðareftirlit leika írska bari grátt: HERINN TAKMARKAR BLOGG HERMANNA hafa bandarísk hernaðaryfirvöld fylgst með bloggi hermanna og fyrir tveimur árum var það eftirlit aukið til muna. Gripið hefur verið í taumana ef hermenn eru taldir hafa ljóstrað upp um hernaðarleg leyndarmál. Til að mynda var her- manni bannað að fara í eftirlits- ferðir eftir að fjölmiðlar birtu ítar- legar lýsingar hans af bardögum á bloggsíðu sinni. Annar var látinn taka út myndir sem sýndu hversu vel skotheld herklæði hans voru og eiginkona sem birti upplýsing- ar á síðu sinni um störf manns- ins síns í Írak, ásamt myndum af börnum þeirra og heimili var ávítt. Afrísk nektar- nýlenda fyrir hvíta Íbúar smábæjar eru ósáttir við nýjan atvinnurekstur: Viðskiptamaðurinn Beau Brummel sem á og rekur fjölda nekt- arnýlenda hyggst opna eina slíka ná- lægt bænum Orania í Suður-Afríku síðar í mánuðinum. Aðeins hvítu fólki verður hleypt inn. Brummel vís- ar á bug allri gagnrýni um kynþátta- fordóma. Hann segir nógu erfitt að fá fólk af mismunandi kynþáttum til að lifa saman í fullum klæðum og hvað þá þegar það er nakið. Staðsetning nektarnýlendunnar er engin tilviljun enda eru allir íbúa Orania hvítir en bærinn var stofnaður í kjölfar þess að kynþáttaaðskilnaður var bannaður í landinu. Talsmaður íbúa bæjarins segir þó íbúana lausa við kynþáttafordóma. Hugmyndin að baki bænum sé að þar búi fólk sem tali sama tungumál og eigi sér sömu menningu. Hvítt lit- araft sé ekki skilyrði fyrir búsetu. Því harma íbúarnir að þeir séu dregnir inn í umræðuna um nektarnýlend- una þar sem hún gefi ranga mynd af þeim. Orania-búar ætla að berj- ast gegn áformum Brummels með öllum tiltækum ráðum, samkvæmt fréttavef BBC. Hefur ekki sótt um leyfi Stofnandi Orania, Carel Boshoff, segir að enn hafi ekki verið sótt um leyfi hjá bænum fyrir rekstri nektar- nýlendunnar. Hann segist líka efast um að Brummel hafi í raun og veru uppi áform um að hefja þennan rekstur og bendir á að oft verði mjög kalt á þessum slóðum sem henti sennilega illa fyrir gesti nýlendunn- ar. Brummel hefur litlar áhyggjur af leyfum og segir ekkert koma í veg fyrir að hann muni ganga nakinn um Afríku innan skamms. Hvítir rassar nektarnýlenda fyrir hvíta verður opnuð í Suður-afríku innan skamms í óþökk bæjarbúa. Viðskiptavinur írskrar kráar Þeim fækkar sem svala bjórþorsta sínum á írskum krám. Bandaríska varnarmálaráðuneytið Óttast að óvinir landsins komist yfir hernaðarleg leyndarmál á vefsíðum hermanna. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna Hermennirnir telja að efasemdir þeirra um forsetann séu ástæðan fyrir eftirliti með bloggsíðum þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.