Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 14
mánudagur 7. maí 200714 Sport DV Manchester United er orðið Eng- landsmeistari fyrst Chelsea náði ekki sigri gegn Arsenal í gær. Nú þegar tvær umferðir eru eftir hefur Unit- ed sjö stiga forystu í deildinni. Lið- ið hefur unnið ensku úrvalsdeildina níu sinnum og er það met. „Þetta er frábær dagur fyrir félagið og stuðn- ingsmenn þess. Lykillinn að þessum árangri var góð byrjun okkar á mót- inu. Okkur gekk vel í upphafi og héld- um okkar skriði allan tímann,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. „Ég tek hattinn ofan fyrir leik- mönnum. Við lentum í miklum meiðslavandræðum en leikmenn þjöppuðu sér saman og lögðu allt í þetta. Við höfum ekki jafn stóran hóp og Chelsea en það skipti ekki máli,“ sagði Sir Alex. Hann er orðinn 66 ára gamall en segist alls ekki vera að spá í því að hætta. „Af hverju ætti ég að hætta? Mér líður mjög vel í þessu starfi og vill vera í því meðan ég nýt þess.“ Stuðningsmenn Manchester Un- ited hópuðust saman fyrir utan Old Trafford í gær og fögnuðu titlinum. Jafntefli ekki nóg fyrir Chelsea Chelsea hefði þurft á sigri að halda gegn Arsenal á Emirates vellinum í gær til að vera enn með í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Stuttu fyrir leikhlé urðu gestirnir fyrir áfalli þegar Khalid Boularouz var brot- legur innan teigs og dæmd var víta- spyrna. Einnig var mannætan, eins og Boularouz er kallaður, rekinn af velli með rautt spjald og lék Chelsea því manni færri til loka. Gilberto Silva fór á punktinn, sendi Petr Cech í rangt horn og skoraði örugglega. Þrátt fyrir að vera manni færri þá náði Chelsea að jafna þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka en þá skor- aði Michael Essien laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá Shaun-Wright Phill- ips. Á lokamínútunum varði Jens Lehmann gríðarlega vel og þá átti Emmanuel Eboue skot í þverslána á marki Chelsea. „Við stefndum á sigur og áttum að ná honum í þessum leik með ell- efu leikmenn gegn tíu. Chelsea á hrós skilið fyrir að berjast til síðustu mín- útu,“ sagði Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, eftir leikinn. Jose Mourinho var stoltur af sínu liði þrátt fyrir að Englandsmeistara- bikarinn sé kominn úr augsýn. „Þetta var leikur sem verður í minnum hafð- ur. Ég er mjög stoltur af leikmönn- um og sýnir þessi leikur hve stórt fé- lag Chelsea er. Liðið var einfaldlega frábært,“ sagði Mourinho sem ákvað einnig að óska Manchester United til hamingju með titilinn. „Svona er þetta. Það lið sem fær flest stig verð- ur meistari. Ég verð að óska þeim til hamingju og öllum þeim sem eru í kringum liðið.“ Seiglusigur United Manchester United vann 1-0 úti- sigur á Manchester City á laugardag. Leikur þessara grannaliða var varla hafinn þegar Michael Ball varð sér til háborinnar skammar. Eftir klafs við Cristiano Ronaldo stappaði hann harkalega á bringu Portúgalans með þeim afleiðingum að Ronaldo lá óvíg- ur eftir. Dómarinn Rob Styles sá ekki atvikið en líklega á Ball eftir að fá langt bann fyrir athæfið. Ronaldo átti þó eftir að eiga síð- asta orðið, á 34. mínútu lék hann á Ball sem sá sér þann kost vænstan að brjóta á honum. Ronaldo skoraði af öryggi úr spyrnunni. Michael Ball átti þó eftir að láta að sér kveða þegar hann krækti í víta- spyrnu tíu mínútum fyrir leikslok. Vítaspyrnan var umdeild en ekki þýð- ir að deila við dómarann þó gestirnir hafi reynt. Darius Vassell fór á vítapunktinn en Hollendingurinn Edwin Van der Sar varði slaka spyrnu hans. Sir Alex Ferguson, stjóri United, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var langur dag- ur, City reyndi í raun aldrei að vinna leikinn. Þeir voru sáttir við að vera 1-0 undir held ég. Ég veit ekki hvort þetta var víti eða ekki, en við sluppum með skrekkinn þar. Þetta var ekki frábær frammistaða en nágrannaslagir eru svona, við sýndum mikið hugrekki sem mér fannst frábært. Þetta var ekki Manchester United eins og við þekkj- um það, það var þreyta í mannskapn- um og við vorum ekki nógu beittir.“ „Ronaldo fékk slæma atlögu að sér í byrjun, Rob Styles virðist leyfa tölu- vert núna og það getur verið erfitt að dæma ef þú leyfir leiknum að fara út í vitleysu. Sem betur fer átti hann ágæt- an dag,“ sagði hinn geðþekki Skoti. Kollegi hans hjá City, Stuart Pear- ce, var ekki jafn glaður. „Við höfðum tækifæri til að ná jöfnunarmarkinu og kannski eitthvað meira en klúðr- uðum því. Stundum falla hlutirn- ir einfaldlega ekki með þér, í síðustu viku klúðrum við víti gegn Aston Villa eins og í þessum leik. Við hefðum svo sannarlega fengið eitthvað út úr leiknum ef vítið hefði nýst og jafnvel unnið, hver veit.“ elvargeir@dv.is Manchester United hefur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn og því eru vonir þeirra sem vildu fá úrslitaleik við Chelsea í vikunni úr sögunni. Ljóst var að bikarinn færi á Old Trafford þegar Chelsea mistókst að leggja Arsenal í gær. Manchester United englandsMeistarar Skoraði eina markið ronaldo hefur verið frábær á leiktíðinni með manchester united og skoraði hann eina markið gegn City á laugardag. Gerðu sitt besta Jose mourinho huggar hér Lampard og Terry. Cole reynir skot Joe Cole reynir að finna leiðina að marki arsenal. Gaman gaman Sir alex Ferguson og lærisveinar hans gátu leyft sér að brosa eftir leikinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.