Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 4
„Bæjarfélagið er að kaupa fyrirtæki í bænum og leggja það svo niður, þetta er bara út í hött,“ segir Snorri Finnlaugsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks í Árborg. Bæjarstjórn keypti rekstur skemmtistaðarins Pakkhússins og Pizza 67 ásamt húsnæði. Kaupverð hefur ekki ver- ið gefið upp. Þá er ekki ljóst hvort húsið verður rifið en í fundargerð- um segir að húsið hafi verið keypt vegna deiliskipulags sem á eftir að samþykkja. Kaupverðið trúnaðarmál Bæjarfélagið keypti skemmti- staðinn Pakkhúsið og matsölu- staðinn Pizza 69 í síðustu viku. Í frétt um málið sem birtist á heima- síðunni sunnlenska.is sagði Elvar Gunnarsson, annar eigandi húss- ins, kaupverðið vera trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum mun það þó vera yfir sextíu milljónir króna. Sjálft húsið er metið á 57 milljónir samkvæmt Fasteignamati ríkisins en þá er ekki talið með verðgildi rekstrarins í húsinu. Skemmtistaðurinn Pakkhúsið verður opinn fram í júlí en þá verð- ur hann lagður niður. Þar með leggja bæjaryfirvöld niður eina skemmtistaðinn á Selfossi. Viðskiptalíf hrakið á brott „Þessi gjörningur er bara al- gjörlega út í hött,“ segir Snorri Finnlaugsson, bæjarfulltrúi sjálf- stæðismanna. Hann hefur ítrek- að reynt að fá skýr svör innan bæjarstjórnar um örlög hússins og ástæður þess að það sé keypt. Hann segist ekki hafa fengið svör við þeim aðkallandi spurningum sem hann hefur borið upp. Þá spyr hann hvort húsið verði rifið. Snorri segir það hluta af merkilegri versl- unarsögu Árborgar og því sé ekki réttlætanlegt að rífa það. Þá setur hann spurningarmerki við það að bæjarfélagið kaupi atvinnurekst- ur með það eitt að markmiði að leggja hann niður. Framtíðardeiliskipulag Í fundargerð Árborgar má sjá svar Ragnheiðar Hergeirsdóttur við fyrirspurn Snorra en þar stend- ur að gert hafi verið ráð fyrir að Pakkhúsið myndi víkja. Þar kemur einnig fram að ástæðan fyrir því að farið sé í kaup á húsinu nú sé sú að framtíðardeiliskipulagstillögur að miðbæjarsvæðinu séu nú á loka- stigi. Ekki er búið að leggja þær fyr- ir svo hægt sé að kjósa um tillög- urnar enn sem komið er. Þá kemur fram í svar hennar að það sé heppi- legt fyrir skipulag og uppbyggingu þessa svæðis að fækka eignarað- ilum á svæðinu. Ekkert á hreinu „Það á enn eftir að vinna úr samkeppni um deili- skipulagið og samþykkja það,“ segir Snorri en hon- um þykja vinnubrögð bæj- arstjórnarinnar stórfurðu- leg. Hann segir að það sé varla hægt að fara út í slíkar fjárfestingar þegar ekki ligg- ur fyrir hvernig svæðið eigi að vera. Þá sé ekki einu sinni búið að samþykkja skipulag- ið og því undarlegt að menn skuli vera svo vissir að allt muni ganga eftir í ferlinu. „Það má spyrja sig hvort bæjarstjórn sé að þjónkast við einhverja einkaaðila í þessu máli,“ segir Snorri að lokum. Þá er ekki ljóst hvort reksturinn verð- ur leigður þar til hann verður lagð- ur niður eða hvort bærinn sjálfur mun halda rekstrinum úti. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Ragnheiði Hergeirs- dóttur bæjarstjóra en hún kom þeim skilaboðum til blaðamanns að hægt væri að ná í hana í símatíma á þriðju- dögum og fimmtu- dögum. fimmtudagur 17. maí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Stýrivextir háir áfram Bankastjórar Seðlabankans lýstu því yfir í gær að stýrivextir bankans tækju engum breyting- um núna. Stýrivextirnir verða því áfram 14,25 prósent sem er það hæsta sem þeir hafa nokkru sinni verið. Stýrivextirnir hafa verið í 14,25 prósentum frá því undir lok síð- asta árs. Þá höfðu þeir hækkað jafnt og þétt frá í maí 2004 þegar þeir höfðu verið 5,30 prósent. Lægri hafa þeir ekki verið. Greiningardeildir bankanna gera ekki ráð fyrir að stýrivextir lækki fyrr en langt er liðið á þetta ár. Farandsölumenn handteknir Þrír Pólverjar voru í haldi lögreglunnar á Ísafirði í gær fyrir að stunda farandsölu. Svo virðist sem þeir hafi flakkað á milli bæj- arfélaga og reynt að selja mynd- listaverk og annað handverk. Það er ekki löglegt , til þess þarf sér- stakt söluleyfi. Lögreglan telur að mönnun- um verði sleppt að yfirheyrslum loknum en ekki er ljóst hver af- drif mannanna verða. Þeir verða hugsanlega kærðir fyrir brot sín. Sveitarfélagið Árborg hefur keypt rekstur skemmtistaðarins Pakkhússins á Selfossi. Þá hefur það einnig keypt veitingastaðinn Pizza 67 og húsnæðið sjálft. Kaupverð mun vera yfir 60 milljónum króna en það hefur ekki verið gert opinbert. Snorri Finnlaugs- son bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun bæjaryfirvalda út í hött. SVEITARSTJÓRN KAUPIR BALLSTAÐ Valur grEttiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Þessi gjörningur er bara algjörlega út í hött.“ Átök á Selfossi Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að kaupa veitingahúsa- rekstur og húsnæði vegna framtíðarskipulags sem ekki er búið að samþykkja. Vinnuvélar skemmdar í götustríði: Milljónatjón hjá Magna „Þessum aðgerðum er ekki beint að réttum aðilum,“ segir Hörður Gauti Gunnarsson, framkvæmda- stjóri hjá Magna ehf. Sjö vinnuvél- ar voru skemmdar aðfaranótt mið- vikudags. Ástæðan er talin illvíg deila Varmársamtakanna og Mosfellsbæjar um lagningu skolplagnar fyrir Helga- fellshverfi í áður fyrirhuguð vegstæði Helgafellsbrautar. Samtökin fordæma verknaðinn og hvetja spellvirkjana til að gefa sig fram við lögreglu. Brotnar voru rúður í vinnuvélun- um en að sögn Harðar Gauta eru fjórar vinnuvélar ónothæfar eftir skemmd- arverkin. Einnig var búið að spreyja með svartri málningu, X-D, á eina rúð- una í vinnuvél. Þá er ljóst að vinnutap- ið verður nokkurt og því um talsvert tjón að ræða. „Það eina sem við vitum núna er að tjónið hleypur á milljónum,“ seg- ir Hörður Gauti. Honum þykir reiði skemmdarvarganna ómakleg þar sem fyrirtækið og starfsmenn þess eru aðeins verktakar á vegum bæjar- yfirvalda í þessu verki. Hörður Gauti segir að þeir séu búnir að kæra verknaðinn til lög- reglunnar. Þeir hafa einnig heitið tvö hundruð þúsund krónum til þeirra sem geta gefið lögreglu upplýsing- ar sem muni leiða til þess að málið verði upplýst. Að sögn Harðar Gauta er málið í sínum farvegi og vonast hann til þess að það verði upplýst með hraði. „Við fordæmum skemmdarverkin og skorum á viðkomandi að gefa sig fram,“ segir Gunnlaugur Ólafsson, varaformaður Varmársamtakanna. Varmársamtökin komu þar hvergi nærri að hans sögn. Gunnlaugur segist telja að bæði samtökin og bæjaryfirvöld þurfi að ræða sig saman inn í nýtt ferli vegna deilunnar sem harðnaði síðastliðinn mánudag. Sjálfur vill hann skapa sem mesta sátt um málið. Hann bendir á að hugsanleg leið til þess sé að kjósa um mismunandi valkosti inn í nýja hverfið. valur@dv.is Barátta í Mosfellsbæ Spellvirki sem unnin voru á vinnuvélum magna ehf. hlaupa á milljónum. 2.500 strikuðu yfir nafn Björns Ríflega 18 prósent kjós- enda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suð- ur strikuðu yfir nafn Björns Bjarnasonar á framboðslista flokksins í kosningunum um síðustu helgi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 13.841 atkvæði og af þeim strikuðu 2.514 kjósendur yfir nafn Björns. Yfirkjörstjórn kjördæmisins hefur staðfest þær tölur. Björn var í öðru sæti listans en færist að öllum líkindum niður í þriðja sæti vegna útstrikananna. Fyrir vikið á hann sætaskipti við Ill- uga Gunnarsson, þriðja mann á listanum. Lýsa einkennileg- um hugarheimi „Meira en 80 prósent kjós- enda flokksins höfðu áskorun Jóhannesar að engu,“ segir Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra. Björn er ósáttur við dag- blaðaauglýsingar Jóhannesar Jónssonar verslunarmanns sem hvatti kjósendur Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður til að strika yfir nafn Björns á framboðs- lista flokksins. Björn telur auglýsingarnar lýsa einkenni- legum hugarheimi auglýsand- ans og lýsir áhyggjum sínum yfir því að í krafti auðs geti einstaklingar ógnað réttar- kerfinu. Snorri Finnlaugsson Segir kaup bæjarfélagsins á eina skemmtistað Selfoss stórfurðulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.