Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 6
fimmtudagur 17. maí 20076 Fréttir DV
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
Efnahagur Kína hefur tekið undraverðum breytingum á tiltölulega skömmum tíma.
Orkuþörf þjóðarinnar hefur aukist samfara mikilli uppbyggingu. Margir efast um hei-
lindi Kína gagnvart Afríku, þrátt fyrir aukinn áhuga kínverskra ráðamanna á álfunni:
AUKINN ÁHUGI Á AFRÍKU
Aukinn áhugi kínverskra ráðamanna
á Afríku hefur vakið upp spurning-
ar. Kínverjar hafa meðal annars verið
sakaðir um hræsni; að áhugi þeirra sé
eingöngu til kominn vegna gífurlegra
auðlinda sem Afríka hefur yfir að ráða.
Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao,
hafnar þessum áburði og ítrekaði á
fundi hjá Afríska þróunarbankanum,
sem fram fór í Sjanghæ að markmið
Kína væri að hjálpa Afríku til að þró-
ast þjóðfélags- og efnahagslega. Hann
höfðaði til auðugra þjóða að auka að-
stoð sína við álfuna með auknum við-
skiptum og niðurfellingu skulda.
Aukin viðskipti
Á síðasta ári ferðaðist Wen Jiabao
í fleirgang til Afríku ásamt Hu Jintao,
forseta landsins, og heimsóttu þeir
ótal ríki. Þessar heimsóknir fengu
mikla umfjöllun, ekki síst vegna þess
að viðskipti Kínverja við Afríku jukust
úr tíu milljörðum dollara, árið 2000 í
fjörutíu milljarða árið 2006. Stjórn-
málaskýrendur segja þá staðreynd að
árlegur aðalfundur Afríska þróunar-
bankans var haldinn í Asíu staðfesta
aukið mikilvægi Afríku gagnvart Kína.
„Við erum einlægir í þeim ásetningi
að aðstoða Afríku við að hraða efna-
hags- og samfélagslegum endurbót-
um, “ sagði Wen Jiabao. En hann telur
að Afríka þarfnist aðstoðar alþjóða-
samfélagsins svo hún geti á sjálfstæð-
an hátt viðhaldið þróuninni.
Kínversk fyrirtæki í Afríku
Einn þriðji af innfluttri olíu til
Kína kemur frá ríkjum Afríku, auk
annars hráefnis og hefur þessi inn-
flutningur átt sinn þátt í þeirri öru
uppbyggingu sem einkennt hefur
kínverskt efnahagslíf. Um það bil
sjöhundruð kínversk fyrirtæki eru
starfandi víðsvegar í Afríku og við-
skiptin hafa fjórfaldast á síðastliðn-
um sex árum.
Sumir vilja meina að tilgangur
Kína sé að tryggja sér öryggi í orku-
málum, sem séu forsenda þeirr-
ar miklu uppbyggingar sem á sér
stað í Kína. Kína hefur lagt áherslu
á viðskipti við Nígeríu og Angóla
og í seinni tíð Súdan. En stór hluti
útflutnings þessara ríkja er einmitt
olía. Kína sætti nýlega ásökunum
um að brjóta gegn samþykkt Sam-
einuðu þjóðanna, með vopnasölu
til Darfur í Súdan.
Frá fátækt til farsældar
Kína var lengi vel land fátæktar.
Hin síðari ár hefur kínverskur efna-
hagur breyst ört og því ekki undar-
legt að afrísk ríki séu reiðubúin til
viðskipta við Kína. Það gæti einmitt
verið leið Afríkuríkja frá fátækt til
farsældar, því útlit er fyrir að kín-
verskra áhrifa muni í auknum mæli
gæta í þar.
Mörg ríki Afríku telja að hægt sé
að læra á samvinnu við Kína hvern-
ig Kína þróaðist svo hratt og í stað
olíu og annarra hráefna flytja Afr-
íkuríkin inn ódýra kínverska fram-
leiðslu.
Kolbeinn þorsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
olíuvinnslustöð í nígeríu Kína
flytur inn mikið af olíu frá Nígeríu.
Wen Jiabao forsætisráð-
herra Kína Heimsótti afríku
í fleirgang á síðasta ári.
Pólverjar sækja
til Danmerkur
Einn af hverjum fjórum inn-
flytjendum til Danmerkur fyrstu
þrjá mánuði ársins kemur frá
Póllandi.
Mikill skortur á vinnuafli í
Danmörku hefur laðað Pólverja
til landsins og í janúar, febrúar
og mars komu 1.176 Pólverjar til
landsins. Pólverjar í Danmörku
eru nú 15.885 og eru þeir fimmti
stærsti innflytjendahópurinn
þar. Aðeins Þjóðverjar, Frakkar,
Úkraínumenn og Filippseyingar
eru fjölmennari. Samtals eru í
Danmörku 483.390 innflytjend-
ur og afkomendur þeirra, eða
sem samsvarar 8,9 prósentum
dönsku þjóðarinnar.
Mótmæli á
Uppstigningardag
Í dag fara fram mótmæli í
þorpi í frönsku Pyrenafjöllun-
um. Tilefnið er brottrekstur
þorpsprestsins. Hann var sviptur
hempu af rómversk - kaþólsku
kirkjunni vegna sambands hans
við ekkju í bænum.
Presturinn hafði ögrað regl-
um kirkjunnar og verið í opin-
beru sambandi við hollenska
hjúkrunarkonu sem hann
kynntist fyrir tuttugu og tveimur
árum síðan. Presturinn, Léon
Laclau, nýtur mikillar virðingar í
þorpinu og höfðu þorpsbúar lagt
blessun sína yfir sambandið.
Þrátt fyrir ávítur og „bróðurleg
ráð“ af hálfu yfirboðara sinna,
var Laclau ekki reiðubúinn að
binda endi á samband sitt og
hjúkrunarkonunnar.