Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Side 10
fimmtudagur 17. maí 200710 Fréttir DV Þrjátíu ár eru liðin frá því að markaðssetning á mjólkurdufti fyrir ungabörn í þróunarlöndunum olli hneyksl- un. Neytendur voru hvattir til að sniðganga vörur matvælaframleiðandans Nestlé í kjölfarið. Fyrirtækið verð- ur um helgina fyrir barðinu á mótmælendum sem telja starfsaðferðir þess brjóta gegn reglum. Banvæn markaðssetning Aukin brjóstagjöf er talin geta bjargað lífi um fjögur þúsund ung- barna á dag. Í Bangladess, líkt og fleiri þróun- arlöndum eru fylgikvillar magakveisu banvænir. Óhreint vatn er ástæð- an fyrir því að fjölmargir smitast af slæmum pestum og eru ungabörn sérstaklega viðkvæm. Það skýtur því skökku við að mæður í landinu kjósi að gefa börnum sínum mjólkurduft sem blandað er með vatni í stað þess að hafa þau á brjósti. Markviss mark- aðssetning matvælafyrirtækja í land- inu síðustu áratugi gegn brjóstagjöf er talin hafa haft skaðleg áhrif og stjórna vali mæðra. Í ítarlegri grein breska blaðsins The Guardian í vikunni er fjallað um ástandið á hjúkrunardeildum í Bangl- adess fyrir fólk með magakveisur og niðurgang. Þar kemur fram að unga- börn eru meirihluti sjúklinga og fjöldi þeirra hefur margfaldast síðustu ár meðal annars vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekki tök á að blanda mjólk- urduftið með hreinu vatni. Einnig er mikill skortur á því að pelar og túttur séu sótthreinsuð. Mælt með gervimjólk Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin, WHO hafi árið 1981 takmarkað rétt framleiðenda til að markaðssetja formúlumjólk handa ungabörnum beita þessir aðilar ýms- um ráðum til að koma vörum sínum á framfæri. Samkvæmt samtökun- um, Save the children sem reyna að stemma stigu við notkun mjólkur- dufts komast mæður í þróunarlönd- unum samt ekki hjá því að verða fyr- ir áróðri fyrirtækjanna. Ekki bætir úr skák að heilbrigðisstarfsmenn eru oftar en ekki helstu talsmenn fyrir- tækjanna og eru duglegir við að mæl- ast til þess að konur hætti með börn sín á brjósti ef brjóstagjöfin geng- ur illa í stað þess að aðstoða þær við gjöfina. Læknir sem rætt er við í grein blaðsins segir starfsmenn fyrirtækj- anna heimsækja sjúkrastofnanir fyrir ungabörn reglulega til að mæla með vörum sínum. Gefa þeir læknum og hjúkrunarfólki gjafir til að auka velvild þeirra í garð fyrirtækjanna. Stjórnvöld í Bangladess eru sögð hafa gott eftir- lit með markaðssetningu á formúlu- mjólk. Þrátt fyrir það má finna auglýs- ingaplaköt frá framleiðendunum inni á sjúkrastofnunum með myndum af hvítum, hraustum börnum. Viðmæl- andi blaðsins bendir á að margir íbú- ar landsins telji allt það sem komi frá Vesturlöndum vera það besta og það skýri valið á fyrirsætum. Segjast auglýsa brjóstagjöf Þegar starfsaðferðir mjólkurdufts- framleiðenda í þróunarlöndunum komust í umræðuna fyrir þrjátíu árum síðan beindust spjótin einna helst að matvælarisanum Nest- lé. Fyrirtækið var þá stórtækast á þessum markaði og var sakað um að gera út her kvenna sem þóttust vera hjúkrunarfræðimenntaðar og veittu mæðrum ráð um formúlu- mjólk. Meðal þeirra aðferða sem fyr- irtækið beitir í dag til að koma vör- um sínum á framfæri er að dreifa til lækna afrifum með myndum af vör- um sínum. Þykir þessi aðferð vera á gráu svæði. Talsmaður Nestlé neit- ar því hins vegar að þetta séu aug- lýsingar í viðtali við breska blaðið. Segir hann tilganginn með þessum afrifum einfaldlega vera þann að auðvelda læknum að vísa mæðrum á réttu vörurnar enda er ólæsi al- gengt í landinu og myndir því nauð- synlegar. Með þessu eru minni líkur á að mæður kaupi mjólkurduft sem ætlað er eldri börnum en þeirra. Hann bendir einnig á að fyrirtæki sitt sé öflugur málsvari brjóstagjaf- ar. Blaðamaður The Guardian segir að hvergi séu sjáanlegar upplýsingar um brjóstagjöf á þeim sjúkrastofn- unum sem hann heimsótti í Bang- ladess en afrifurnar eru víða. Fullyrt er á heimasíðu fyrirtækisins að það hafi dreift tugum þúsunda bæklinga með upplýsingum um jákvæð áhrif brjóstagjafar og einnig veitt hjúkr- unarstarfsfólki leiðsögn í því hvernig það geti aðstoðað mæður við að hafa börn sín á brjósti. Samkvæmt tölum frá WHO eru börn sem fá formúlumjólk í löndum þar sem drykkjarvatn er ekki hreint tuttugu og fimm sinnum líklegri til að fá magaveiki og niðurgang en þau sem fá brjóstamjólk. Gæti bjargað þúsundum barna á dag Í dag er talið að 95 prósent mæðra í Bangladess reyni að hafa börn sín á brjósti í upphafi en talið er að aðeins erlendarFréttir ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.