Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 10
fimmtudagur 17. maí 200710 Fréttir DV Þrjátíu ár eru liðin frá því að markaðssetning á mjólkurdufti fyrir ungabörn í þróunarlöndunum olli hneyksl- un. Neytendur voru hvattir til að sniðganga vörur matvælaframleiðandans Nestlé í kjölfarið. Fyrirtækið verð- ur um helgina fyrir barðinu á mótmælendum sem telja starfsaðferðir þess brjóta gegn reglum. Banvæn markaðssetning Aukin brjóstagjöf er talin geta bjargað lífi um fjögur þúsund ung- barna á dag. Í Bangladess, líkt og fleiri þróun- arlöndum eru fylgikvillar magakveisu banvænir. Óhreint vatn er ástæð- an fyrir því að fjölmargir smitast af slæmum pestum og eru ungabörn sérstaklega viðkvæm. Það skýtur því skökku við að mæður í landinu kjósi að gefa börnum sínum mjólkurduft sem blandað er með vatni í stað þess að hafa þau á brjósti. Markviss mark- aðssetning matvælafyrirtækja í land- inu síðustu áratugi gegn brjóstagjöf er talin hafa haft skaðleg áhrif og stjórna vali mæðra. Í ítarlegri grein breska blaðsins The Guardian í vikunni er fjallað um ástandið á hjúkrunardeildum í Bangl- adess fyrir fólk með magakveisur og niðurgang. Þar kemur fram að unga- börn eru meirihluti sjúklinga og fjöldi þeirra hefur margfaldast síðustu ár meðal annars vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekki tök á að blanda mjólk- urduftið með hreinu vatni. Einnig er mikill skortur á því að pelar og túttur séu sótthreinsuð. Mælt með gervimjólk Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin, WHO hafi árið 1981 takmarkað rétt framleiðenda til að markaðssetja formúlumjólk handa ungabörnum beita þessir aðilar ýms- um ráðum til að koma vörum sínum á framfæri. Samkvæmt samtökun- um, Save the children sem reyna að stemma stigu við notkun mjólkur- dufts komast mæður í þróunarlönd- unum samt ekki hjá því að verða fyr- ir áróðri fyrirtækjanna. Ekki bætir úr skák að heilbrigðisstarfsmenn eru oftar en ekki helstu talsmenn fyrir- tækjanna og eru duglegir við að mæl- ast til þess að konur hætti með börn sín á brjósti ef brjóstagjöfin geng- ur illa í stað þess að aðstoða þær við gjöfina. Læknir sem rætt er við í grein blaðsins segir starfsmenn fyrirtækj- anna heimsækja sjúkrastofnanir fyrir ungabörn reglulega til að mæla með vörum sínum. Gefa þeir læknum og hjúkrunarfólki gjafir til að auka velvild þeirra í garð fyrirtækjanna. Stjórnvöld í Bangladess eru sögð hafa gott eftir- lit með markaðssetningu á formúlu- mjólk. Þrátt fyrir það má finna auglýs- ingaplaköt frá framleiðendunum inni á sjúkrastofnunum með myndum af hvítum, hraustum börnum. Viðmæl- andi blaðsins bendir á að margir íbú- ar landsins telji allt það sem komi frá Vesturlöndum vera það besta og það skýri valið á fyrirsætum. Segjast auglýsa brjóstagjöf Þegar starfsaðferðir mjólkurdufts- framleiðenda í þróunarlöndunum komust í umræðuna fyrir þrjátíu árum síðan beindust spjótin einna helst að matvælarisanum Nest- lé. Fyrirtækið var þá stórtækast á þessum markaði og var sakað um að gera út her kvenna sem þóttust vera hjúkrunarfræðimenntaðar og veittu mæðrum ráð um formúlu- mjólk. Meðal þeirra aðferða sem fyr- irtækið beitir í dag til að koma vör- um sínum á framfæri er að dreifa til lækna afrifum með myndum af vör- um sínum. Þykir þessi aðferð vera á gráu svæði. Talsmaður Nestlé neit- ar því hins vegar að þetta séu aug- lýsingar í viðtali við breska blaðið. Segir hann tilganginn með þessum afrifum einfaldlega vera þann að auðvelda læknum að vísa mæðrum á réttu vörurnar enda er ólæsi al- gengt í landinu og myndir því nauð- synlegar. Með þessu eru minni líkur á að mæður kaupi mjólkurduft sem ætlað er eldri börnum en þeirra. Hann bendir einnig á að fyrirtæki sitt sé öflugur málsvari brjóstagjaf- ar. Blaðamaður The Guardian segir að hvergi séu sjáanlegar upplýsingar um brjóstagjöf á þeim sjúkrastofn- unum sem hann heimsótti í Bang- ladess en afrifurnar eru víða. Fullyrt er á heimasíðu fyrirtækisins að það hafi dreift tugum þúsunda bæklinga með upplýsingum um jákvæð áhrif brjóstagjafar og einnig veitt hjúkr- unarstarfsfólki leiðsögn í því hvernig það geti aðstoðað mæður við að hafa börn sín á brjósti. Samkvæmt tölum frá WHO eru börn sem fá formúlumjólk í löndum þar sem drykkjarvatn er ekki hreint tuttugu og fimm sinnum líklegri til að fá magaveiki og niðurgang en þau sem fá brjóstamjólk. Gæti bjargað þúsundum barna á dag Í dag er talið að 95 prósent mæðra í Bangladess reyni að hafa börn sín á brjósti í upphafi en talið er að aðeins erlendarFréttir ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.