Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 12
fimmtudagur 17. maí 200712 Helgarblað DV
Hlaða fíkniefnum af netinu
Á netinu eru til boða hljóðskrár
sem sagðar eru valda vímuefnaein-
kennum. Hægt er að hlaða niður
skrám sem líkja eftir mismunandi
vímum eftir fíkniefnategundum.
Sífellt vinsælla er meðal ung-
menna hér á landi að hlaða niður
hljóðskrám af netinu sem líkja
eftir ýmis konar vímuefnaáhrif-
um. Þannig er hægt að hlaða
niður skrám sem eiga að veita
vímueinkenni, til dæmis eftir
kannabisefni, kókaín, e-pillur og
heróín. Áhrifunum er náð með
því að hljóðskráin hefur áhrif á
skilningarvit þeirra sem á hlusta.
Á spjallsvæðum á netinu má sjá
að íslensk ungmenni eru töluvert
að prófa þetta og deila reynslu
sinni af mismunandi áhrifum.
Á síðustu Hróarskelduhátíð var
sérstakt tjald á svæðinu þar sem
hægt var að hlusta á slíkar hljóð-
skrár sem valda vímuefnaein-
kennum.
Ef marka má reynslu unglinga
á spjallrásum lýsa þeir ýmsum of-
skynjunareinkennum og vellíðan
eftir að hafa hlustað á hljóðskrárn-
ar. Þannig lýsa þeir upplifun sinni
ýmist sem rússíbanareið, vellíðan
eða róandi áhrifum. Margir þeirra
töluðu um að losna undan þreytu
og töldu sig ekki þurfa á neinum
svefni að halda. Í sumum tilvik-
um mátti sjá að ungmennin próf-
uðu vægari útgáfur í upphafi en
voru sum hver staðráðin í að prófa
„sterkari“ efni næst.
Er í umferð
Teitur Björgvinsson, aðstoðar-
forstöðumaður félagsmiðstöðvar-
innar Bólið í Mosfellsbæ, kannast
við vaxandi vinsældir þess að ung-
menni sæki sér slíkar hljóðskrár
á netinu. Hann segir unglinga í
félagsmiðstöðinni tala um þessa
nýjung. „Við þekkjum þetta og
heyrum um þetta í umferð meðal
unglinganna. Einhverjir sýndu
mér þetta um daginn og hlógu að
þessu. Krakkarnir vita klárlega af
þessu því þau eru ótrúlega fljót að
finna hluti á netinu. Ég hef ekki
heyrt af krökkum sem eru að prófa
þetta daglega. Ég er afar hissa á
því að þetta er til og líst mjög illa
á þá staðreynd. Það er aldrei gott
að vera að rugla í skynfærunum,“
segir Teitur.
„Maður þekkir ekki hvort þetta
geti haft einhver áhrif til langtíma,“
segir Teitur. „Auðvitað er þetta
ömurlegt því enginn vímugjafi er
sniðugur. Mitt persónulega mat er
að sjálfsagt sé betra að þau prófi
þetta frekar en venjuleg efni. Það er
hins vegar spurning í framhaldinu
hvort þau vilji prófa alvöru efni. Af
því hef ég mestar áhyggjur.“
Alveg mögulegt
Þór Eysteinsson, dósent í líf-
eðlisfræði við Háskóla Íslands,
segir mögulegt að hafa áhrif á
heilastarfsemi með hljóðbylgj-
um. Hann ítrekar að hann hafi
ekki kynnt sér þetta mál sérstak-
lega. „Í þessu máli kem ég alveg af
fjöllum því ég hef ekki kynnt mér
þetta. Annars er hægt að hafa áhrif
á heilastarfsemi með hljóðbylgj-
um á ákveðnum tíðnum. Þannig
er hægt að hafa áhrif á heilabylgj-
ur eða virkni í heilaberkinum með
sljóvgandi eða örvandi áhrifum,“
segir Þór. „Þetta er alveg mögulegt.
Með því að hafa áhrif á heilabylgj-
ur er hægt að komast á mismun-
andi vitundarstig. Hið sama er
hægt að gera með ákveðinni ljós-
tíðni, sérstökum alpha-bylgjum.
Það er því mjög líklegt að þetta
geti haft þessi áhrif. Það er hægt
að virkja þetta þannig að það verði
of mikið og þannig getur orðið
varanleg breyting taugafrumanna
sem kallar á endurtekningu örv-
unar. Ég legg áherslu á að ég hef
ekki kynnt mér þetta sérstaklega
en að mínu mati getur þetta ekki
verið uppbyggilegt.“
Nauðsynlegt að rannsaka
Díana Ósk Óskarsdóttir, áfeng-
is- og vímuefnaráðgjafi hjá Vímu-
lausri æsku - foreldrahúsi, tel-
ur brýnt að rannsaka áhrifin hið
fyrsta. „Mér finnst þetta ógnvæn-
legt. Að mínu mati tel ég mikilvægt
að láta rannsaka þetta og finna út
hvernig áhrif þetta hefur. Í fljótu
bragði sé ég ekki hvernig þetta
virkar en auðvitað ætti að geta ver-
ið hægt að líkja eftir ýmsum áhrif-
um. Ef þetta er eitthvað sem virk-
ar þá er það skelfileg þróun,“ segir
Díana Ósk.
„Nú þegar höfum við mikl-
ar áhyggjur af vaxandi hóp ung-
menna sem hafa engin önnur
áhugamál en tölvuna. Ef sá hópur,
og fleiri, geta nú setið fyrir fram-
an tölvuna og hlaðið niður vímu
þá líst mér illa á,“ segir Díana Ósk.
Þar að auki getur þetta vakið frek-
ari forvitni hjá unglingunum. Þeir
þora líklega frekar að prófa þetta
fyrst og síðan alvöru efni. Þannig
getur þetta opnað dyrnar fyrir
vímuefnanotkun“.
Guðrún Bjarnadóttir, barnasál-
fræðingur hjá Miðstöð heilsuvernd-
ar barna, tekur undir mikilvægi þess
að rannsóknir þurfi að gera á þessu
til að vita nánar um áhrifin. Hún
kannast við umræðu um þetta. „Ég
þekki almennt slíka hluti sem geta
haft áhrif á boðefni heilans, sérstak-
lega hef ég heyrt af slíku sem notað
hefur verið til að hafa áhrif við æf-
ingar. Þarna getur verið á ferðinni
einhver tenging. Ég þekki ekki rann-
sóknir á þessu en sé alveg mögu-
leika á samskiptum umhverfis og
boðefna
til stað-
ar. Hvaða
afleiðing-
ar það hefur á líf
barna hefur hins
vegar ekki verið
rannsakað,“ seg-
ir Guðrún.
Slæm þróun
Gísli Stefánsson, vímuefnaráð-
gjafi og dagskrárstjóri SÁÁ, hefur
áhyggjur af því að þessi þróun geti
leitt til aukinnar fíkniefnanotkun-
ar hjá ungu fólki. Hann segir ekki
á það bætandi því fíkniefnavandi
ungmenna hefur verið vaxandi á
undanförnum árum.
„Mér líst engan veginn á þessa
þróun. Vímuefnavandi meðal ung-
menna hefur farið vaxandi og því
ekki á það bætandi að þessi viðbót
komi til. Að upplagi er unga fólkið
forvitið og ég trúi vel að þetta geti
verið spennandi í huga margra til
TrAuSTi hAfSTEiNSSoN
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Við þekkjum þetta og heyrum um þetta í
umferð meðal unglinganna. Einhverjir sýndu
mér þetta um daginn og hlógu að þessu.
Krakkarnir vita klárlega af þessu því þau eru
ótrúlega fljót að finna hluti á netinu.“