Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 13
DV Helgarblað fimmtudagur 17. maí 2007 13 Hlaða fíkniefnum af netinu að prófa. Ég get vel ímyndað mér það að þetta geti skapað aukna hættu á að ungmennin freist� ist til að prófa raunveruleg efni,“ segir Gísli. „Í grunninn á ég erfitt með að sjá hvernig hægt er að búa til slík áhrif með hjóði. Hins vegar tel ég það slæma þróun að reyna að líkja eftir áhrifum ýmissa fíkniefna og getur slíkt aukið hættuna á auk� inni fíkniefnanotkun í framhaldinu. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þessu.“ Óttast bylgju Ösp Árnadóttir, framkvæmda� stjóri Jafningjafræðslu Hins hússins, hefur heyrt á þessum hljóðskrám. Hún tekur undir áhyggjur þess efnis að unglingar geti leiðst út í að prófa alvöru efni í kjölfarið. „Ég held að stærsti markhópurinn séu aðallega þeir sem eru forvitnir. Ég veit ekki almennilega hversu mikið þetta dyn� ur á ungu fólki í dag. Það er auðvit� að ekki gott ef svona bylgja myndi ríða yfir því það myndi enn frekar ýta undir þá umræðu sem lofar fíkni� efni. Að svo komnu hef ég ekki heyrt af mikilli útbreiðslu,“ segir Ösp. „Ég tel mjög mikilvægt að finna út úr því hvað þetta sé. Þannig þarf að finna útúr því hver áhrifin eru raunveru� lega og hvort þetta valdi skaða. Þó svo að þetta komi þá er hættulegt að hugsa að þetta komi að einhverju leyti í staðinn fyrir alvöru efni. Þeir sem eru að prófa svona eru í grunn� inn spenntir fyrir því og geta í kjölfar� ið viljað prófa önnur efni.“ Tekið af spjallrásum á neTinu: n loloolol , tók 2 french toast eða hvað sem etta heitir og mér líður ekkert sem best í maganum og á tíma hélt ég væri svífandi í rúmminu mínu og bara var fljúgandi og vesen hahah --- n Ég var geðveikt þreyttur og ég prófaði french toast og ég lagðist í stólinn og hélt með höndunum yfir headphonin og lokaði bara augunum og ekkert truflaði mig nema einu sinni og þetta virkaði. Síðan er það að testa eitthvað sterkara í kvöld --- n Ég notaði Ecstasy og fékk bara rússíbanatilfinningu, svo eins og ég var standandi (var liggjandi) og eitthvað var alltaf að toga mig „upp“. --- n Ok ég prufaðu a-BOmB.. byrjaði voða rólega, fannst eins ég víbraði mjúklega svo þegar þetta var rúmlega hálfnað fékk ég alveg feita innilokunarkennd og átti erfitt með að anda og varð að hætta í svona 10 sek og byrjaði þá aftur að hlusta og þá fann ég svona hjarslátt í hausnum á mér. Þá fannst mér ég fjlúga. --- n Sjitt maður...ég hefði átt að prófa eikkað róandi fyrst! þetta svínvirkar! --- n En VÁ .. þetta virkar .. ég setti a- Bomb1 á stað og lá í rúminu með lokuð augu .,,, þetta er rosasniðugt .. fyrst var etta eins og að vera í rússíbana svo eins og andlitið sé að bráðna og munnurinn stækkar ekkert smá !! --- n Þetta sem er Very Strong ættuð þið ekki að nota í akstri eða nokkrum mínútum áður en þið farið að aka. „. haha --- n Vitiði hvort þetta gæti verið skaðlegt á einhvern hátt? --- n Er að virka frábærlega ég finn varla fyrir æfingum ef ég er búinn að nota það þakka þér kærlega fyrir. --- n Wtf! ég downloadaði eikkerju alcahol og ég er fullur af engu!!!! þetta er það skríttnasta sem ég hef gert !! þetta shit er SNiLLLLLLd!!! --- n Hmm.. þetta gæti hljómað asnalega en.. getur maður ekki orðið háður þessu or some?? --- n Shit, þetta er sveiiikenlich.... úff, ég er bara eftir mig --- n Cokaine virkar á mig og félaga minn, ég hlutaði á þetta í 4 hátölum og 1 bad ass bassa boxi og við vorum dofnir í allveg 2 tíma eftir á eins og það væri búið að sjúga alla orku úr okkur. fáránlegt, ég bjóst ekki við að þetta myndi virka. --- n Heilagur hundaskítur. „tók“ marijuana í gærkveldi, varð soldið fucked en ekkert alvöru, var að prófa french roast. Shitt. Þetta er enginn fokking lyfleysa. Shiiiiitt. „Ef sá hópur, og fleiri, geta nú setið fyrir framan tölvuna og hlaðið niður vímu þá líst mér illa á.“ „Ég get vel ímynd- að mér það að þetta geti skapað aukna hættu á að ung- mennin freistist til að prófa raunveruleg efni.“ Lýsa vellíðan Víða á spjallrásum má finna þræði þar sem ungmenni lýsa upplifun sinni. í flestum tilvikum má sjá að þau telja þetta hafa jákvæð áhrif.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.