Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 21
DV Helgarblað fimmtudagur 17. maí 2007 27 fullt í vitleysunni. Mér er sagt að þetta hafi verið margsýnt og lögð áhersla á að þetta hafi verið köld kveðja. Í fyrsta lagi er Geir ekki þannig maður að hann sýni fólki óvirðingu og í öðru lagi voru ekki nema tvær mínútur frá því við heilsuðumst eins og gamlir vinir. Síðan var kveikt á myndavélinni og búin til leiðindi. Þótt maður eigi að geta þolað allt, sem reyndur blaða- og stjórnmálamaður, þá verður að viðurkennast að þetta er hluti af ákveðnu einelti. Á Íslandi hefur alltaf tíðkast að taka mismunandi á málefnum fólks, eftir því hvort það á peninga eða ekki og sterka að eða ekki.“ Ég spyr Árna hvernig honum lít- ist á íslenskt samfélag í dag, þegar fólk skiptist í auðmenn og almennt verkafólk. „Mér finnst grundvallarat- riði að taka á þessum málum. Ís- lenskt þjóðfélag er mjög grósku- mikið og staðan er sterk. Að sumu leyti búum við í fordekruðu þjóð- félagi. Þá koma yfirkröfur, grimmd og tillitsleysi sem oft á tíðum felst í því að fólk fer að gera óraunhæfar kröfur. Það getur skapað hættulegt ástand, þessi mismunun sem okkar frjálsa samfélag hefur leyst úr læð- ingi er að mörgu leyti af hinu góða en við þurfum að takast á við það að sníða af því vankantana. Þeir sem sýna yfirgang og státa sig af ofurlaunum og öðru slíku eru bara að sýna fólki lítilsvirðingu og koma þeim skilaboðum til launþega landsins að þeir eigi að skamm- ast sín fyrir launin sín. Þar liggur vandinn. Fólk þarf að átta sig á að oft standa mistraust verðmæti á bak við mennina sem eru að stúss- ast með alla þessa peninga og það ruglar fólk í ríminu. Á sínum tíma þegar verðbólgan var mikil gátu menn ekki fylgst með kaffiverð- inu frá degi til dags. Nú geta menn ekki einu sinni fylgst með því hvað grúppa A keypti í gær og grúppa B græðir á morgun. Allt verðskyn skekkist til dæmis þegar gert er stórátak í málefnum aldraðra, en í þann málaflokk fara 32 milljarðar á næstu fjórum árum. Fólki finnst þetta ekki miklir peningar þegar það hefur í huga að þetta er svip- uð upphæð og grúppa K græddi frá föstudegi til sunnudags. Ég held líka að það sé mjög mikilvægt að hlúa að öllu sem lýtur að þeim sem standa veikast, ekki bara þeim sem starfa við umönnun á sjúkra- húsum og í fiskvinnslunni heldur víðar í þessari grasrót. Við eigum að vera menn til þess að skammast okkar og hætta að setja fólk í bása. Við eigum líka að hjálpa og styðja þá sem hafa minnsta menntun í landinu. Margir hafa hætt í skóla af ýmsum ástæðum. 25 til 40 pró- sent ungs fólks hætta í framhalds- skóla og það er auðvitað hrikalegt. Það var alltaf sagt í minni sveit að það sé ekki nóg að geta að bablað á bók, reynslan sé ólygnust og erfið- ust. Skólakerfið þarf að gera meira af því að meta reynsluna. Það á að meta störf, hvort sem þau eru við blaðamennsku eða fiskvinnslu, til menntunar.“ Vill splæsa í náttúrugripasafn og góðar samgöngur Íslenskir auðmenn hafa verið í fréttum vegna glæsilegra afmæl- isveisla, árshátíða og fleira í þeim dúr. Svo eru þessu gerð góð skil í fjölmiðlunum. Ég spyr Árna hvern- ig hann myndi halda upp á afmæl- ið sitt ef hann ætti einhverja millj- arða í handraðanum. Það stendur ekki á svari. „Ég myndi opna almennilegt Náttúrugripasafn Íslands. Ég hef enga þörf fyrir að flytja inn rándýra poppara, ég tek með mér gítarinn sjálfur og gefa kollegunum frí. Það þarf að byggja svona 700 fermetra hús undir náttúrugripasafnið og ég gæti trúað því að það mætti byggja slíkt hús fyrir einn og hálfan milljarð. Auðvitað gæti það kostað mun meira en mitt verð miðar við að safnið verði hlýtt, bjart og rúm- gott. Við erum manna montnust af náttúru okkar, tungunni og hand- ritunum en eigum ekki einu sinni almennilegt náttúrugripasafn. Það gengur ekki og mér finnst þetta verðugt verkefni.“ Fleiri verkefni liggja Árna á hjarta og hann segir grunnþáttinn vera þann að beita stjórn landsins þannig að það skili sem mestum árangri. „Öll lög landsins eru háð fjár- lögum og því skiptir öllu máli að hafa góða stjórn á þeim. Ég hef mestan áhuga á samgöngumálun- um. Það er svo margt sem byggist á þeim, svo sem jafnræði í fjárfest- ingum, sköpun atvinnutækifæra og menningarmál. Þetta er dýr málaflokkur en það er líka dýrt að fara inn í nútímasamfélag án þess að sinna honum. Gatnakerfið í Reykjavík er til dæmis sprungið og því hefur ekki verið sinnt í um það bil áratug. Slæmt gatnakerfi skapar ákveðna truflun í höfuð- borginni og ákveðinn pirring sem kemur fram í svo mörgu. Það gefur enginn öðrum færi í umferðinni, grimmdin er ráðandi og hún skil- ar sér áfram.“ Hluti af náttúrunni Maður eins og Árni sem hef- ur mörg járn í eldinum verður að kunna að slaka á. Árni segist slaka best á úti í náttúrunni. „Ég á gott með að slaka á hvar sem er, hvort sem ég er innan um fólk eða úti í náttúrunni. Aðallúx- usinn er sá að dóla á báti, fara í úteyjarnar og hverfa inn í bjargið. Þá lærir maður stundum að mað- ur hættir að vera maður og verð- ur hluti af náttúrunni. Þetta kem- ur sér líka vel þegar maður lendir í brimsköflum mannlífsins. Þá getur það komi manni til bjargar að geta hætt að vera maður til þess að geta staðist álagið. Svo verður maður að vinna úr málunum til þess að komast aftur í mannheima.“ Árni hefur ferðast vítt og breitt um heiminn en segist samt ekki vera mikil flökkukind. „Það er hluti af því að kunna að láta sér líða vel að vera tilbú- inn til þess að fara í ferðalög með stuttum fyrirvara, og þá skiptir ekki máli hvort ég þarf að fara til Hafnarfjarðar eða Hong Kong. Ég gæti samt ekki hugsað mér að búa í stórborg. Ég hef heimsótt þær margar og það má segja að það sé mikill kraftur í fólginn í mann- mergðinni. En mér finnst oft sem fólkið í slíkum borgum sé í fjötrum eða einhvers konar álögum. Ég vil geta farið út og gengið berfættur í grasinu.“ thorunn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.