Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 22
Menning Tónamínútur Tónamínútur, verk Atla Heimis Sveinssonar, verð- ur flutt í Laugarborg kl.15 á laugardaginn. Flytjendur eru Áshildur Haraldsdóttir flauta, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó og Atli Heimir Sveinsson píanó. Atli Heimir hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlist- arlífi í áratugi og samið fjölda tónverka. Verk fyrir flautu eru áberandi á verkaskrá hans enda gjörþekkir hann hljóðfærið, möguleika þess og takmarkanir. Hvorostovsky í Háskólabíói Einn fremsti barítónsöngvari heims, Dmitri Hvorostovsky frá Síberíu, heldur tónleika í Háskólabíói á sunnudaginn kl. 17. Efnisskrá tónleik- anna er helguð sönglögum eftir helstu meistara rússneska sönglagsins, ssem eru meðal annarra Tchaikovsky, Mussorgsky, Glinka, Rachmaninoff og Borodin. djass sýning Það er mikið um að vera hjá latíndjassaranum Tómasi R. um þessar mundir: Lukkulegur í teknóbransanum Tómas R. Einarsson fór í fyrsta skipti á kaupstefnuna Midem í Cannes í janúar síðastliðnum til að kynna tón- listina sína, en Midem er ein helsta kaupstefna tónlistariðnaðarins. Þar komst hann í samband við full- trúa hljómplötuútgáfunnar Putu- mayo World Music, sem sömdu við hann í kjölfarið um út- gáfu lagsins Rumdrum á safndiski með latín- djasstónlist sem kemur út víðsveg- ar um heiminn í næsta mánuði. „Ég er þarna í góðum félagsskap,“ seg- ir Tómas. „Ég fékk sent prufueintak og mér brá svolítið þegar ég sá fólkið sem ég er með á þessari plötu. Ég er þarna á milli Ponchos Sanchez og Tit- os Puente og það kom mér þægilega á óvart,“ segir hann, en lagið Títóm- as sem kom út á plötunni Kúbanska vísar einmitt í Tómas sjálfan og Tito Puente. „Mig hafði nú ekki dreymt um það að ég myndi lenda með hon- um á bandarískum safndiski,“ segir hann. Frekari útgáfa á tónlist Tómas- ar er fyrirhuguð á næstunni og í sum- ar verður lag frá honum á kólumb- ískri safnplötu. Einnig er von á plötu í haust með endurhljóðblönduðum lögum Tómasar. „Ég fékk fyrsta rím- ixið í gær og það lá við að ég dytti af stólnum, mér brá svo – en er búinn að spila það mikið síðan og er bara ansi lukkulegur með að vera kominn í teknóbransann,“ segir hann. Tóm- as kemur fram á tónleikum á NASA í kvöld en þeir eru hluti af dagskrá tón- listarhátíðarinnar Vorblóts. Þar mun hann ásamt sex manna hljómsveit flytja úrval þeirra tónlistar sem kom- ið hefur út á þremur síðustu latínd- iskum hans. Sama kvöld kemur einn- ig fram malíska söngkonan Oumou Sangare, sem Tómas er spenntur að fá að heyra í. „Ég hleyp allavega ekki út úr húsinu þegar hún byrjar – það er á hreinu,“ segir Tómas. Í gömlu kartöflugeymslunum í Ár- túnsbrekku stendur nú yfir sýning útskriftarnema við Listaháskóla Íslands, en þar getur að líta verk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild skól- ans. Undanfarin ár hefur útskrift- arsýningin verið sett upp í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, en að þessu sinni var farin sú ný- stárlega leið að útbúa jarðhýsin, sem áður geymdu bandarískar sprengjur og síðar kartöflur Reyk- víkinga, sem sýningarrými. Nem- endur við hönnunar- og arkitekt- úrdeild sýna verk sín í bröggunum sem sjást frá Ártúnsbrekkunni og flestir kannast við, en nemend- ur myndlistardeildar í einu stóru neðanjarðarrými sem þeir innrétt- uðu sjálfir. Húsnæðið var nýlega gert upp í því skyni að hýsa lista- og hönnunarmiðstöð. Sýning hönnunar- og arkitekt- úrdeildar skiptist í fjóra hluta; fatahönnun, vöruhönnun, graf- íska hönnun og arkitektúr – en hver hluti hefur yfir einum bragga að ráða, þar sem verkin eru sýnd. Jóhann Einar Jónsson sýningar- stjóri hönnunar- og arkitektúr- deildar segir að verkin séu nokk- uð mismunandi. „Við reyndum að skipuleggja þetta þannig að hver fengi að njóta sín á eigin forsend- um,“ segir hann. „Arkitektarnir eru til dæmis allir að vinna að sama verkefninu, sem er hönnun nýrrar Vesturbæjarlaugar, á meðan nem- endur í vöruhönnun eru eiginlega hver að gera sitt. Til dæmis sýnir einn nemandi klukku og einn gerði stóla – svo það er svolítið eins og að koma inn á lítið heimili. Nem- endur í fatahönnun gera svo hver sína eigin fatalínu og það er eins og að koma inn í flottustu fatabúð- irnar í bænum að skoða sýninguna þeirra. Í grafískri hönnun eru svo aftur sumir að gera plaköt og sum- ir vídeó,“ segir hann og það er ljóst að sýningin er afar fjölbreytt. Nemendur í myndlistardeild hafa komið verkum sínum fyr- ir í stóru neðanjarðarrými. Þar er að finna allt frá vídeóverkum til haganlega útfærðra pípulagna og skúlptúra. Verkin njóta sín vel í rúmgóðum neðanjarðarsal sem stúkaður hefur verið niður eft- ir þörfum. Það er því nokkuð sér- stök upplifun að skoða útskrift- arsýningu nemenda Listaháskóla Íslands í ár og óhætt að mæla með því að fólk líti þar við - til dæm- is á leiðinni heim í úthverfin eftir vinnu eða á leiðinni út úr bænum um helgina. Árleg útskriftarsýning nemenda við Listaháskóla Íslands stendur yfir í jarðhýsunum við Ártúnsbrekku. Þar má skoða lokaverkefni nemenda við hönnunar- og arki- tektúrdeild og myndlistardeild Listaháskólans. Viröld fláa Óperan Viröld fláa (Die Wält der Zwischenfälle) eftir Hafliða Hallgrímsson verður flutt í Háskólabíói annað kvöld. Þegar óperan var frumsýnd í borgarleikhúsinu í Lübeck í febrúar 2004 var henni fagnað af gagnrýnendum sem veiga- miklu listaverki sem: „...gæti orðið á óperusviðinu það sem Beðið eftir Godot er í leikhús- heiminum – sígilt absúrdverk“. Óperan hefur einnig verið sýnd í Vín við góðar undirtektir. Nú fá Íslendingar loks tækifæri til að kynnast verkinu í tónleikaflutn- ingi Sinfóníuhljómsveitarinnar og átta einsöngvara. Kvartettar Jóns Leifs Strengjakvartett Kamm- ersveitar Reykjavíkur flytur strengjakvartetta Jóns Leifs í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20. Jón Leifs er án efa mesti frum- kvöðull í íslenskri tónsköpun. Strengjakvartettar hans lýsa í senn sérstæðum stíl tónskálds- ins og endurspegla hugar- ástand hans þegar hann samdi þá. Þrjú verk verða flutt á tón- leikunum: Mors et vita, Dauði og líf frá1939, Vita et mors, Líf og dauði frá 1951 og El Greco frá 1965. Þetta er í fyrsta sinn sem allir þrír kvartettarnir eru fluttir á einum tónleikum. Sprengjur, kartöflur og listir Sérstakt sýningarrými Það er nokkuð sérstök upplifun að skoða útskriftarsýninguna. Fjölbreytt verk Á sýningu myndlistardeildar má til dæmis sjá risavaxinn kúreka á hesti sínum. Raunhæf lokaverkefni Nemendur í arkitektúr hönnuðu nýja Vesturbæjar- laug í lokaverkefnum sínum. fimmtudagur 17. maí 200722 Helgarblað DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.