Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 34
fimmtudagur 17. maí 200734 Sport DV
U
m miðjan október-
mánuð í fyrra gekk
varnarmaðurinn
Ragnar Sigurðsson
til liðs við IFK Gauta-
borg og skrifaði hann
undir þriggja ára samning. Ragnar er
á 21. aldursári og var ekki lengi að
vinna sér sæti í byrjunarliði Gauta-
borgar. Hann hefur verið í byrjunar-
liðinu í öllum sex leikjum liðsins til
þessa í sænsku deildinni.
„Þetta hefur verið alveg frábært,
þetta er algjör snilld. Ég er vel stað-
settur, bý fimm mínútur frá æfinga-
svæðinu og einnig er stutt í bæinn.
Ég er með bíl svo það er ekki hægt
að biðja um þetta betra,“ segir Ragn-
ar sem er mjög ánægður með lífið í
Svíþjóð og ber borginn Gautaborg
vel söguna.
„Þetta er mjög falleg borg og veðr-
ið er búið að vera gott. Svo er alltaf
fullt að gerast hérna. Það eru allt-
af einhverjir tónleikar og allskonar
uppákomur sem maður getur sótt í.
Ég er bara ástfanginn af Gautaborg.”
Ragnar er því ekki kominn með
neina heimþrá. „Ég sakna kannski
helst Serranos enda býr hún Silvía
sem þar vinnur til ótrúlega góðan
mat,” segir Ragnar og hlær.
Þægilegt stökk
Margir Íslendingar eru búsett-
ir í Gautaborg og þá fer íslenskum
fótboltamönnum í sænsku deild-
inni fjölgandi. Hjálmar Jónsson leik-
ur með Ragnari hjá IFK Gautaborg
og þá er liðið GAIS einnig staðsett í
borginni en með því liði leika Jóhann
B. Guðmundsson og Eyjólfur Héð-
insson. Sá síðastnefndi lék einmitt
með Ragnari hjá Fylki síðasta sumar.
„Ég hef ekki hitt Jóa mjög mikið
en ég hitti Hjalla og Eyjó mjög oft.
Svo hef ég X-Box hérna og er að spila
á netinu við vini mína heima, ég
spila mikið við Albert Brynjar Inga-
son og fleiri. Svo gerir MSN-ið það að
verkum að það er ekki mikið mál að
halda sambandi við alla heima,“ seg-
ir Ragnar.
Í Landsbankadeildinni síðasta
sumar var Ragnar meðal bestu leik-
manna Fylkis. Hann lék alla átj-
án leiki Árbæjarliðsins í deildinni
og skoraði eitt mark. Hann segir að
stökkið til Gautaborgar sé þónokk-
uð en þó hæfilega mikið. „Það er
mikið litið til sænsku deildarinnar af
stærri liðum í Evrópu. Svo er fótbolt-
inn náttúrulega betri en ekkert allt-
of mikið. Stökkið hvað það varðar er
eiginlega bara þægilegt ef svo má að
orði komast. Spilið er vissulega betra
og maður sér oftar menn gera flotta
hluti með boltann hér,“ sagði Ragn-
ar.
Gautaborg á toppnum
Ragnar segir að undirbúnings-
tímabilið hafi verið býsna stremb-
ið en allt er komið í fastari skorður
í dag. „Undirbúningstímabilið var
mjög erfitt. Það voru tvær æfingar á
dag og mikið púl. Núna er aðeins ein
æfing á dag nema einu sinni í viku
eru tvær. Svo fer maður bara heim að
hanga, horfa á 24 eða spila tölvuleiki
eða niður í bæ að finna sér eitthvað
að gera,“ segir Ragnar.
Sænska deildin hefur farið mjög
vel af stað og nú þegar sex umferð-
ir eru búnar er Gautaborg á toppi
deildarinnar með ellefu stig eins og
Hammarby og Malmö. „Byrjunin á
deildinni er eiginlega bara ótrúleg.
Það eru örfá stig milli efstu og neðstu
liða og allir virðast geta unnið alla,“
segir Ragnar en hann er sannfærður
um að hans lið hafi það sem þarf til
að berjast um sænska meistaratitil-
inn allt til loka.
„Alveg klárlega. Við vorum
óheppnir að tapa fyrir AIK á heima-
velli. Við vorum að spila mjög vel í
leiknum en heppnin var ekki með
okkur. Við gerðum sjálfsmark og þetta
féll bara eins og það átti að gera. Svo
höfum við unnið leiki þar sem við
höfum verið slakari. Það vantar smá
stöðugleika í okkur en annars höfum
við þrusugott lið,“ segir Ragnar.
Gautaborg er skemmtilegt félag
og ríkir þar mikil samheldni. „Það
má segja að þetta sé fjölskyldu-
klúbbur. Það er alltaf mikið af krökk-
um við æfingasvæðið og svo er skrif-
stofufólkið í húsi þar við hliðina. Það
borða allir saman og stemningin er
bara róleg og góð,“ segir Ragnar.
Eins og áður sagði hefur Ragn-
ar vakið athygli í Svíþjóð fyrir góða
spilamennsku og hefur hann feng-
ið góða dóma í sænsku blöðunum.
Hann er á sínu fyrsta tímabili með
liðinu en virðist smellpassa inn í
það.
„Það hefur gengið rosalega vel
hjá mér, betur en ég þorði að vona.
Ég spila í miðri vörninni og hafsent-
inn sem er við hlið mér heitir Matti-
Fylgist núna betur með boltanum heima
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur vakið athygli fyrir
framgöngu sína með sænska liðinu IFK Gautaborg. Hann kom til
félagsins fyrir tímabilið frá Fylki í Árbænum og hefur strax fund-
ið sig vel í Svíþjóð.
Traustur
ragnar Sigurðsson hefur verið feykilega
traustur í vörn gautaborgar.
Fjölskyldufélag
Samheldnin er mikil hjá ifK
gautaborg að sögn ragnars.