Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 39
DV Helgarblað fimmtudagur 17. maí 2007 39 hæft fæði og takmarkað úrval er leiði- gjarnt til lengdar og dregur jafnvel úr matarlystinni þannig að styttri tíma er varið við matarborðið. Eftirréttur- inn er enginn og það eru fáir sem geta endalaust borðað kjöt og sósu ef kart- öflurnar eru ekki með. Prótein seður auk þess meira en fita og kolvetni og próteinríkt fæði ýtir því undir að menn fari saddir frá borði þrátt fyrir að minni matur fari í magann. Helstu fylgikvill- ar kolvetnasnauðustu kúranna eru höfuðverkur og hægðatregða. Höfuð- verk, slappleika og minnkaða afkasta- getu má tengja skorti á kolvetnum þar sem heilinn og taugakerfið ganga und- ir eðlilegum kringumstæðum fyrir kol- vetnum og hægðatregðuna má rekja til þess hversu trefjasnautt fæðið er þeg- ar lítið af ávöxtum og grænmeti er í boði og sneitt er hjá grófu brauði og kornmeti. Þegar margar fæðutegund- ir eru útilokaðar verður lítið eftir. Fæð- ið verður einhæft og um leið skerðist næringargildi fæðunnar sem svo hef- ur neikvæð áhrif á heilsuna. Fyrir þá sem safnað hafa á sig yfirvigt eru kúr- ar sem byggja á fjölbreyttri en skertri fæðuinntöku með áherslu á grænmeti og ávexti ásamt hóflegri fiskneyslu að mínu mati heppileg þrep í áttina að breyttum og betri lífsstíl. Mikilvæg er einnig aukin hreyfing í hvaða formi sem er.“ Grænt te og þaratöflur Þegar Örn er spurður hvort hann hafi orðið var við það þegar hann var í Heilsuhúsinu að fólk óskaði eftir megrun á mettíma svarar hann: „Á löngum ferli í veröld hollustu- vara sá ég að fólk vill gjarnan „patent“ lausnir, helst að sleppa við áreynslu og viljafestu, en geta grennst með því að taka inn pillu eða megrunardrykk. Margar af þeim megrunarvörum sem boðið er upp á eru út af fyrir sig hollar og næringarríkar. Sem dæmi má nefna svifþörunginn spirulina, sem er hrein náttúruafurð hlaðin næringu. Grænt te og íslenskar þaratöflur eru meðal jurta sem geta stuðlað milt að hreins- un líkamans, en gera að sjálfsögðu engin kraftaverk. Í sjálfu sér er ekkert nema jákvætt að nota slíkar vörur sem „hjálpardekk“ til að koma sér á spor- ið, en það sem skiptir máli er einbeitt- ur vilji og sjálfsagi í framhaldinu. Ekki gera ráð fyrir að þú getir losað þig við kílóin hraðar en þú hlóðst þeim á þig, leiðrétting á þyngdinni er langtíma- verkefni, í raun ævistarf.“ Duft og töfratöflur Anna Sigríður bendir á að nær óteljandi lausnir hafi boðist í formi drykkja, dufts og taflna... „...að ógleymdum armböndum og innleggjum í skó. Helsti kostur flestra þessara lausna er að í leiðarvísinum segir að efnið geri helst gagn ef mað- ur borðar skynsamlega og hreyfir sig mikið – og einhvern veginn virðist tafl- an geta ýtt undir breytt mataræði og aukið hreyfingu – líklega vegna þess að hún útheimtir útgjöld sem ekki mega fara til spillis – „lyfseðlinum“ er frekar fylgt en almennum ráðum sem fást frítt. Það er mikil þróun á markaði fæðubótarefna, sem sum hver hafa örvandi áhrif á brennslu og auðvelda fólki þar með að grennast. Gæðin geta verið misjöfn bæði á milli tegunda og jafnvel milli framleiðenda svo það er mikilvægt að neytendur séu gagnrýn- ir og velti fyrir sér hvað þeir kaupa. Það er engan veginn hægt að setja allt undir einn hatt. Það er ekki endilega gæðastimpill að vara sé náttúruleg, virkni ýmissa náttúrulyfja getur ver- ið mikil og hættan á eitrunum er ekki síður fyrir hendi af náttúruvörum en verksmiðjuframleiddum vörum. Mik- ilvægt er því að fylgja vel leiðbeining- um um skammtastærðir og innbyrða aldrei meira magn en ráðlagt er á um- búðum og eins ætti alltaf að spyrja ráða hjá lækni ef verið er að taka ein- hver lyf þar sem fæðubótarefnin geta truflað virkni lyfjanna. Eins er ráðlegt að forðast alla notkun fæðubótarefna, annarra en hefðbundinna bætiefna, ef konur eru að huga að barneignum eða eru með barn á brjósti. Slík tímabil í lífi kvenna eru auk þess alls ekki tíminn til að fara í megrun.“ Grannur að utan, feitur að innan Rétt er að hafa í huga við umfjöll- un greinar sem þessarar, að kjörþyngd er almennt metin út frá svokölluðum líkamsþyngdarstuðli eða „body mass indexi“ (BMI). „Á kjörþyngdarbilinu eru lífslík- ur mestar og minnst hætta á ýmsum sjúkdómum sem geta fylgt því að vera vannærður eða ofalinn,“ segir Anna Sigríður. „Margir hafa áhyggjur af því að þyngjast og telja að hvert kíló nið- ur á við hljóti að vera til góðs. Það er ekki skrýtið eins oft og er hamrað á þeim mikla vanda sem offitan er orð- in í þjóðfélaginu. Það er þó ekki síður tilefni til að varast það að léttast um of. Neikvæðu áhrifanna af því að fara niður fyrir kjörþyngdarbilið fer fyrr að gæta en af örfáum kílóum upp fyr- ir kjörþyngd. Það er heilbrigðara að falla í flokkinn ofþyngd en að flokkast í hóp þeirra sem þjást af vannæringu eða offitu. Það er hæglega hægt að vera grannur að utan en feitur að inn- an vegna óheilbrigðs lífernis sem oft tengist því að stöðugt er borðað minna en líkaminn þarf og hreyfing ekki stunduð reglulega. Slíkir einstakling- ar hafa oft aukna sjúkdómshættu eins og um fylgikvilla offitu væri að ræða. Margir hafa kynnst því af eigin raun að þegar byrjað er að stunda líkamsrækt af einhverju tagi minnkar mittismálið og maður grennist án þess þó að nál- in á vigtinni færist. Þess vegna er það lykilatriði að hugsa ekki bara um vigt- ina heldur fyrst og fremst að móta lík- amann með reglulegri hreyfingu og hæfilegu magni af fjölbreyttum, holl- um mat.“ Heilbrigð líkamsþyngd mest heillandi Í tilefni þess að nýlega var haldinn árlegur megrunarlaus dagur, er ágætt að velta fyrir sér hvers vegna megrun- arkúrar eigi enn upp á pallborðið hjá svo mörgum þrátt fyrir takmarkað- an árangur með tilliti til holdafars og heilsu. Anna Sigríður bendir á að mun oftar heyrist fólk kvarta undan þyngd- inni vegna þess að því finnst það ekki líta nógu vel út í þessari eða hinni flík- inni heldur en að það hafi verulegar áhyggjur af heilsunni. „Það er staðreynd að offita er sjúk- dómur ef við hugsum um allan þann fjölda heilsufarskvilla sem fylgja. Hins vegar er markmið þess að ná niður lík- amsþyngd einmitt falið í því að bæta heilsu og lífsgæði fólks en ekki að ná fram breyttu útliti – það fylgir bara með. Hér er auðvitað heilmikillar hug- arfarsbreytingar þörf, en það er samt ólíklegt að við hættum nokkurn tím- ann að tengja holdafarið útlitinu. Fyrir nokkrum árum voru gerðar rannsókn- ir á því hvaða vaxtarlag og holdafar þykir mest aðlaðandi. Þegar karlmenn gáfu myndum af konum (án höfuðs) einkunn kom í ljós að þeir vildu helst konur sem voru í kjörþyngd, en ekki léttari! Mjótt mitti, stór barmur eða langir fótleggir skiptu mun minna máli en heilbrigð líkamsþyngd. Vís- indamennirnir drógu þá ályktun að þetta stafaði einfaldlega af því að kon- ur eru frjósamastar ef þær eru í kjör- þyngd – og innra eðli mannsins segir honum að það sé það sem hann vill. Þegar konur fengu að meta karlmenn í sams konar rannsókn kom hins vegar í ljós að konur velja karlmenn með öðru hugarfari. Þeir þurfa að vera sterkir og vöðvastæltir – til að draga björg í bú. Breiðar herðar og grannt mitti, eða þríhyrningslaga efri hluti, skipti þar mun meira máli en líkamsþyngdar- stuðullinn.“ Spirulina, Metasys og fleira gott Þeir sem reynt hafa að grenn- ast með inntöku lyfja gefa marg- ir hverjir jákvæða sögu. Það nýjasta á markaðnum eru Metasys-hylkin sem konur fullyrða að þær grennist af. Nýjasta æðið er svokallaður LR Hennig kúr, sem felst í því að taka inn Reductil-töflur sem lækka sýrustig líkamans, drekka orkudrykk og mik- ið vatn, auk þess að borða ávexti og grænmeti. Þær konur sem reynt hafa þennan kúr hafa misst hátt í tíu kíló á tveimur vikum, en vert er að vekja athygli á því að hjá Lyfjastofnun er hægt að sækja sér upplýsingar um lyfið Reductil. Þar er það skilgreint sem viðbótarmeðferð í megrunar- áætlun hjá offitusjúklingum sem eru of feitir vegna fæðuneyslu, þyngdar- stuðull er of hár og aðrir offitutengd- ir áhættuþættir eins og insúlínóháð sykursýki eða blóðfituvandamál eru fyrir hendi. Tekið er fram að Reduct- il megi eingöngu ávísa sjúklingum sem hafa ekki náð nægilegum ár- angri í viðeigandi megrunarkúr ein- um saman. Ókunnug kona á spjalli. Örn í Heilsuhúsinu segist ekki muna eftir neinu sérstöku spaugilegu sem tengist megrunarkúrum, en man þó eitt atvik. „Ég var alla tíð frekar skeptískur út í þessa kúra og lagði yfirleitt ekki mikla áherslu á slíkar vörur. Þó kemur upp í huga mér atvik þegar kona ein kom á kontórinn, heilsaði kumpánlega og fór að spjalla. Ég þekkti þessa konu bara alls ekki neitt. Svo kom í ljós að þetta var viðskiptavinur sem ég kann- aðist ágætlega við. Hún hafði notað spirulina-kúr sem við vorum með og grennst svona hressilega að ég þekkti hana ekki aftur. Í dag hef ég tapað sambandi við þessa konu, en meðan ég þekkti hana eftir þetta hélt hún sér í formi. annakristine@dv.is Töfralausnir feitt kjöt, smjör og rjómi atkinskúrinn er ólíkur því sem flestir eiga að venjast sem megrunarfæði, enda brjóta ráðleggingarnar í bága við flest þau ráð sem fræðimenn á sviði heilbrigðisvísinda geta með góðri samvisku gefið eftir að hafa vegið og metið niðurstöður rannsókna. Hvernig í ósköpunum getur verið æskilegt að borða feitt kjöt, smjör og rjóma á meðan ekki má borða korn og kartöflur og úrvalið af ávöxtum og grænmeti er skorið við nögl? Ef fólk kýs kolvetnasnauða kúra, þá ætti að gæta þess að leggja áherslu á að fitan sé mjúk, svo sem olía úr jurtum ásamt lýsi. með því að velja fisk og baunir auk fituminna kjöts og magurra, sykursnauðra mjólkurvara er auðvelt að fá nóg af próteini án þess að mikil mettuð fita fylgi. með því að velja til viðbótar réttu kolvetnagjafana, svo sem gróft kornmeti, grænmeti og ávexti, má auðveldlega auka næringargildið og fjölbreytnina og samt verða saddur af hæfilega miklum mat. Svo má ekki gleyma að hafa hreyfinguna með, því með hæfilegri hreyfingu í minnst 30 mínútur á dag má auka brennsluna og ekki síst almenna vellíðan á heilbrigðan máta. Áfengiskúrar Það gefur auðvitað augaleið að kúrar á borð við hvítvíns- og kampavínskúrinn geta tæpast falið í sér breyttan lífsstíl og með heilbrigðissjónarmið í huga eru þeir með öllu óskiljan- legir. Kannski helst að ógleði og lystarleysi í kjölfar of mikils vínanda hafi átt að létta fólk? reykt til grenningar Hver kannast til dæmis ekki við mýtuna um að reykingar haldi fólki grönnu og þess vegna sé erfitt eða borgi sig jafnvel ekki að hætta? Staðreyndin er hins vegar að þeir sem reykja eru almennt ekki grennri en þeir reyklausu. Hins vegar getur þurft meiri aðstoð til að koma í veg fyrir þyngdaraukn- ingu í kjölfar þess að hætt er að reykja, meðal annars vegna þess að margir sækja þá í mat í staðinn. Mikið græn- og grófmeti Kúrar á borð við fit-for-life sem var vinsæll áður fyrr og danski kúrinn núna eru öllu heilbrigðari nálgun þótt þeir séu ef til vill svolítið ýktir og rök fyrir virkni þess fyrrnefnda séu ekki í samræmi við vísindalega þekkingu. Þessir og fleiri kúrar eru hins vegar gæddir þeim kosti að lögð er mikil áhersla á að borða hvers kyns grófmeti, svo sem heilkorna vörur, grænmeti, ávexti og belgjurtir og er það vel, enda er það sá matur sem helst er af skornum skammti í daglegu fæði margra. trefjarnar úr þessum fæðutegundum hafa þann ótvíræða kost að veita fyllingu og seddu til langs tíma sem gerir mönnum auðveldara að hafa stjórn á mataræðinu fyrir utan öll hollefnin sem fylgja. Detox Það má kannski segja að nú séu kúrarnir nefndir öðrum nöfnum, eins og til dæmis detox sem hefur verið svolítið í tísku síðustu ár. detox orðið er notað yfir nokkrar mismun- andi leiðir sem eiga að hreinsa eða „afeitra“ líkamann. detox getur falið í sér algera föstu, sérfæði, náttúrulyf, notkun hægðalosandi efna – eða blöndu af þessu. detox-kúrar eru í raun óþarfir þótt þeir séu almennt ekki skaðlegir. Hins vegar er það einu sinni svo að ef við trúum því að eitthvað geri okkur gott þá líður okkur oft vel af því. Helsti kosturinn við detox-fæði er hversu mikil áhersla er lögð á að borða mikið af ávöxtum og grænmeti en draga úr, eða sleppa, neyslu á koffíni, nikótíni, áfengi, viðbættum sykri og feitum mat. Það er líklegt að vellíðanin sem skapast í kjölfar svona kúrs stafi einmitt af því að fólk leggur sig fram við að velja meira af hollum mat og sleppir ruslfæðinu. Það er hins vegar ekki nóg að borða bara ávexti og grænmeti eða lifa á eintómum söfum. fjölbreytni í fæðuvali er í raun lykillinn að hollustu og engin ein fæðutegund er svo holl að hægt sé að lifa á henni einni saman. meltingarfærunum er heldur ekki ætlað að hvílast dögum saman. Það gerir þau aðeins veikari og það verður erfiðara að koma starfseminni aftur í gang þegar farið er að borða venjulega aftur. Betra er að velja trefjaríkan mat til að halda meltingunni gangandi. Sem betur fer erum við ekki að eitra fyrir líkamanum þegar við nærumst á hefðbund- inn hátt. Það er okkur náttúrulegt og lífsnauðsynlegt að nærast – og það mjög reglulega. Við getum ekki verið án matar í marga daga, frekar en án svefns. Það er heldur ekkert vísindalegt sem styður hugmyndina um að líkaminn þurfi á „afeitrun“ að halda, þvert á móti. Það skiptir hins vegar heilm- iklu máli fyrir heilsu og vellíðan að huga að mataræðinu. Skynsamlegast væri auðvitað að borða alltaf vel af ávöxtum og grænmeti en minnka í staðinn sykurinn og fituna. En það ætti að vera markmiðið hvern einasta dag – ekki bara þegar tímabundin „hreinsun“ stendur yfir. um flesta megrunarkúra gildir: Kostir Það þarf að hugsa um hvað er borðað Erfiðara er að nálgast mat Útilokun ákveðinna matvæla dregur úr matarmagni Gallar Óeðlileg samsetning Næringarsnauðir og einhæfir Ekki áhersla á breytta hegðun tengda matarvenjum Engin framtíðarlausn Oft áhrif á lund og líðan Einblínt á matinn á meðan hreyfingin vill gleymast Töfralausnin er: fyrir þá sem safnað hafa á sig yfirvigt er best að byggja á góðum grunni með fjölbreyttri fæðuneyslu með áherslu á grænmeti og ávexti og gæta þess að hafa rétta samsetningu á fæðu. aukin hreyfing er alltaf mikilvæg. og töff útlit Atkinskúrinn sá lífseigasti Bækur um atkins megrunarkúrinn hafa selst í yfir 45 milljónum eintaka. annar læknir fetaði í fótspor atkins og bjó til South Beach kúrinn... Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.