Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Blaðsíða 40
fimmtudagur 17. maí 200740 Ættfræði DV
Merkir Íslendingar:
ættfræði
U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n
N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s
Reykjavík fyrr og nú:
Nýtt hlutverk
Austurbakkans
Það er vel við hæfi að rifja upp
eitt og annað frá hafnarsvæði Aust-
urbakkans sem um þessar mund-
ir gengur í endurnýjun lífdaga. Frá
Ingólfsgarði að Tryggvagötu eru nú
öll mannvirki horfin sem þar stóðu
og settu sinn svip á höfnina. Austur-
bakkinn bíður þess hins vegar að þar
rísi glæsilegt tónlistarhús, ráðstefnu-
hús, Reykjatorg, hótel og aðrar ný-
byggingar, ásamt glæsilegum göngu-
stíg frá Lækjartorgi að Reykjatorgi.
Göngustígurinn verður að hluta til úr
gleri en þar undir verða víðfeðm og
upplýst bílastæði svo stígurinn kem-
ur til með að minna á læk sem hef-
ur lagt. Hér er augljóslega verið að
vísa í Lækinn sem rennur frá Tjörn-
inni undir Lækjargötu og niður í sjó.
Og ekki þarf að bíða lengi því fram-
kvæmdir eru hafnar af miklum krafti
eins og sjá má á risastórum grunni
sem nú þegar er búið að taka suð-
vestan við Ingólfsgarð.
Kolakraninn
Það sem fyrst vekur athygli á
mynd Gunnars Rúnars er Kolakran-
inn eða Hegrinn, eins og hann var
nefndur við hátíðleg tækifæri. Kola-
kraninn var meiriháttar mannvirki,
stórfenglegur og stílhreinn, nokkurs
konar Eiffelturn Reykjavíkurhafn-
ar. Hann veitti gjarnan listmálurum
innblástur og var í rúma fjóra ára-
tugi nokkurs konar tákn Reykjavík-
urhafnar.
Þá hafði Kolakraninn sterka
sögulega skírskotun í fleiri en einum
skilningi. Hann skírskotaði til tækni-
væðingar, aukinnar framleiðslugetu
og þess fjölbreytta athafnalífs sem
blómstraði við höfnina í áratugi.
En hann var jafnframt tákn um
liðna og gjörólíka tíma þegar fjöl-
skyldur og fyrirtæki notuðu kol til
þess að hita upp hjá sér og elda mat
og eimskip voru knúin kolum. Hann
var tákn um Reykjavík áður en hita-
veitan kom til sögunnar á stríðsár-
unum, tákn um þá tíma þegar svört
kolaslæða lá yfir bænum og byrgði
stundum fyrir sólu. Við sem ekki
munum þessa tíma eigum erfitt með
að ímynda okkur þau þáttaskil sem
urðu með hitaveitunni sem reyndar
var fyrsta almenna hitaveita í heimi.
Kol og salt hf
Stórfyrirtækið Kol og salt hf, stofn-
að 1914, bar höfuð og herðar yfir
aðra kolainnflytjendur hér á landi.
Fyrirtækið hafði alla tíð aðsetur á
Austurbakkanum þar sem síðar kom
Faxaskálinn. Eins og nærri má geta
var kolainnflutningur umfangsmikill
og setti sinn svip á hafnarstarfsem-
ina. Upphaflega var kolum mokað
úr kolaskipum með skóflum og upp
á hestvagna og kolunum síðan ekið
í stóran bing þar sem nú er bílastæði
Seðlabankans.
Árið 1926 réðst Kol og salt í það
stórvirki að kaupa Kolakranann
en hann var þá einhver fullkomn-
asti uppskipunarkrani sinnar teg-
undar. Uppskipun á kolum fór þar
fram sem kraninn stendur á mynd-
inni, en hann sat á sporteinum sem
glögglega sjást á myndinni, svo hægt
væri að færa hann í norður og suð-
ur eftir því sem þurfa þótti. Fremsti
hluti hans var á „hjörum“ og mátti
því hafa hann uppréttan eins og sést
á myndinni, þegar ekki var verið að
skipa upp. Þá sést stjórnkofi kran-
ans vel á myndinni. Afturhluti kran-
ans sést hins vegar því miður ekki og
þar með ekki einu sinni helmingur af
lengd hans.
Þegar verið var að skipa upp kol-
um færðist stjórnklefinn eftir braut-
um í vestur og austur, að og frá hafn-
arbakkanum. Kraninn var í einhverri
notkun fram yfir 1960 er allri kola-
notkun var nánast hætt. Við sem þá
vorum krakkar og renndum okkur á
sleðum á Arnarhólnum á kyrrlátum
vetrarkvöldum, munum enn eftir
skröltinu sem kraninn gaf frá sér og
neistafluginu sem myndaðist þegar
stjórnhýsið rann þar á járnhjólum
eftir sínum föstu brautum. Kraninn
var svo rifinn árið 1968 og hefur farið
í brotajárn.
Auðvitað orti Tómas Guðmunds-
son um mannlífið við höfnina og þar
á Kolakraninn sinn sess. Látum hann
hafa síðasta orðið um þetta magnaða
mannvirki:
En hátt yfir umferð hafnar og bryggju.
Og hátt yfir báta og skip,
Sfinxi líkur rís kolakraninn
með kaldan musterissvip.
Hann mokar kolum og mokar kolum
frá morgni til sólarlags.
Raust hans flytur um borg og bryggjur
boðskap hins nýja dags.
Milli bakkans og Kalkofnsvegar
Þegar lokið var við umgerð hafn-
arinnar 1917, það er að segja við Ing-
ólfsgarð og Norðurgarð sem mynda
hafnarmynnið og Grandagarðinn,
varð svæðið frá Faxagarði og hafnar-
bökkunum og að Kalkofnsvegi helg-
að hafnarstarfsemi. Svæðinu var
lengi skipt í þrjá hluta af tveimur göt-
um sem þarna lágu, Faxagötu, sem
lá frá Kalkofnsvegi og niður á hafnar-
bakkann á móts við togarabryggjuna,
og Geirsgötu, sem lá frá Kalkofns-
vegi og skáhallt niður að norðaust-
urhorni A-skálans og þaðan niður að
hafnarbakkanum með norðurgafli
A-skálans. Milli Faxagötu og Geirs-
götu var einmitt athafnasvæði Kol og
salt hf. Geirsgatan var lögð af á þess-
um slóðum er Faxaskálinn var reist-
ur og Eimskip stækkaði vöruport sitt
á bak við skálana tvo, en Faxagatan
er nú nýhorfin, eins og reyndar öll
mannvirki á svæðinu. Fyrir norðan
Geirsgötu var meðal annars opin-
bert pissuskýli sem enginn hætti sér
inn í síðustu árin, Togaraafgreiðslan
og samnefnd ævintýraleg kaffibúlla
fyrir togarajaxla þar sem afgreiddi
mikill kvensvarkur. Hún kallaði ekki
allt ömmu sína og vakti aðdáun okk-
ar strákanna með því að gefa körlun-
um ekkert eftir með klámfengnum
athugasemdum.
Nyrsti og austasti hluti þessa
svæðis er á þeim slóðum þar sem
Batteríið stóð forðum, og þar risu
snemma óhrjálegar vöruskemm-
ur sem nú hafa nýverið týnt töl-
unni. Syðsti hluti Austurbakkans
var hins vegar lengi óuppfylltur eða
fram í stríðsbyrjun og náði því sjór-
inn langleiðina að Varðarhúsinu við
Kalkofnsveg og að Verkamannaskýl-
inu þar sem nú eru gatnamót Kalk-
ofnsvegar og Tryggvagötu. Eftir að
þar kom uppfylling varð svæðið at-
hafnasvæði Eimskipafélagsins. Þar
var A-skálinn reistur. Faxaskálinn
sem nú er nýhorfinn var hins vegar
ekki reistur fyrr en 1968-1969. En þá
voru líka framkvæmdir langt komn-
ar í Sundahöfn og farið að styttast í
að öll vöruflutningaskip og vöruupp-
skipun færðust úr Austurhöfninni í
hinni gömlu Reykjavíkurhöfn og inn
í Sundahöfn.
Mannlífið við höfnina
Erfitt er að lýsa fyrir yngri kyn-
slóðum því fjölbreytilega mann-
lífi og athafnalífi sem átti sér stað
við Reykjavíkurhöfn á árum áður.
Við Ingólfsgarð voru varðskip-
in, stolt þjóðarinnar í viðsjárverð-
um þorskastríðum. Þá kom tog-
arabryggjan sem oft var þétt setin
og uppskipun þar á togarafiski. Þá
uppskipun á kolum og sementi þar
fyrir sunnan, síðan athafnasvæði
Eimskipa í krikanum milli Aust-
urbakkans og Miðbakkans, en þar
kom einmitt Gullfoss að bryggju
með siglda merkismenn og kon-
ur, meðal annars Halldór Laxness
1955. Þá kom Ríkisskip með sína
strandflutninga sem nú er verið
að bollaleggja að hefja aftur, síðan
Grófarbryggjan, svæði fyrir Magna
og dráttarbátana, þá bátabryggj-
urnar og loks Ægisgarður sem
skiptir höfninni í Austur- og Vest-
urhöfn. Í Vesturhöfninni var Slipp-
urinn og síðan fiskibátar og togarar.
Auk þess var Eimskip með uppskip-
un úti í Eyju á tímabili.
Þarna ægði því öllu saman, borða-
lögðum skipherrrum Gæslunnar,
hröktum, ungum togarasjómönn-
um sem kepptust við að lifa lífinu
þær klukkustundir sem þeir voru í
landi, áhöfnum á „Fossunum“, far-
þegum af Gullfossi, Eyrarköllum
sem mynduðu kjarnann í verkalýðs-
félaginu Dagsbrún, ungum stúlkum
á vafasömum stefnumótaslóðum,
óreglumönnum í leit að múruðum
togarasjómönnum og strákum að
kaupa veiðarfæri í Ellingsen og veiða
marhnút.
Það væri gaman að gefa þessu
horfna mannlífi meiri gaum. Von-
andi tekst Víkinni, hinu nýja sjó-
minjasafni, að endurvekja þessa
horfnu hafnarstemmingu.
Gunnar Gunnarsson
f. 18. maí 1889, d. 21. nóvember 1975
Gunnar Gunnarsson rithöfundur
fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal, son-
ur hjónanna Gunnars Helga Gunnars-
sonar, bónda og hreppstjóra, og fyrri
konu hans, Katrínar Þórarinsdóttur
húsfreyju. Gunnar var á sjöunda ári
er fjölskyldan flutti að Ljótsstöðum
í Vopnafirði en ári síðar lést móðir
hans úr lungnabólgu. Hafði móður-
missirinn djúpstæð og varanleg áhrif
á hann.
Barnaskólanám Gunnars var stop-
ult, einungis farkennsla í nokkrar vik-
ur og nám í eitt misseri við barnaskóla
á Vopnafirði auk þess sem séra Sig-
urður P. Sívertsen á Hofi sagði honum
til í einn vetur. Hann stundaði síðan
nám við Lýðháskólann í Askov á Jót-
landi 1907-1909.
Segja má að ævi Gunnars lýsi óbil-
andi kjarki og fádæma eljusemi. Strax
að námi loknu ákvað hann að setjast
að í Danmörku og gerast rithöfund-
ur á danska tungu. Í nokkur ár lifði
hann við stopul ritlaun og kröpp kjör
en hafði óbilandi trú á sjálfum sér og
sínum framtíðardraumum.
Í ársbyrjun 1912 gaf Gyldend-
als forlagið út fyrsta bindið af Sögu
Borgarættarinnar. Vakti bókin strax
mikla athygli og varð metsölubók.
Með næstu bindum varð Gunnar
einn vinsælasti rithöfundur í Dan-
mörku. Í kjölfarið var sagan þýdd á
önnur tungumál og var afbragðs vel
tekið víðar í Skandinavíu og í Þýska-
landi. Þar urðu ritverk Gunnars feiki-
lega vinsæl, enda er hann líklega eini
Íslendingurinn sem boðið var á sér-
stakan fund með Hitler. Saga Borgar-
ættarinnar var kvikmynduð hér á
landi 1919 og er fyrsta íslenska sagan
sem kvikmynduð var á Íslandi.
Gunnar bjó og starfaði í Danmörku
til 1938. Hugur hans var þó bund-
inn Íslandi og söguefni hans gjarnan
sótt þangað. Hann var mikill aðdá-
andi Íslendingasagna, þýddi sjálfur
Grettissögu á dönsku og sá um útgáfu
hennar þar. Þá fjallar Fóstbræðrasaga
Gunnars um samskipti þeirra land-
námsmannanna Ingólfs Arnarsonar
og Hjör-Leifs Hróðmarssonar.
Er Gunnar flutti heim 1938 byggði
hann sér glæsilegt hús að Skriðu-
klaustri þar sem nú er Gunnarsstofn-
un. Þar stundaði hann búskap til 1948
er hann flutti til Reykjavíkur.
Gunnar var mjög afkastamikill rit-
höfundur. Verk hans spanna raunsæ-
isstíl, rómantík og taka jafnvel sum
mið af tilvistarspeki. Þekktasta og
viðamesta verk hans er Fjallkirkjan,
sjálfsævisaga höfundar í skáldlegri
útfærslu. Svartfugl er hins vegar sú
skáldsaga hans sem mest hefur verið
rómuð í seinni tíð. Hún byggir á Sjö-
undaármorðunum frá 1802.
Flest verk Gunnars voru þýdd á ís-
lensku af Halldóri Laxness og honum
sjálfum. Gunnar var fjórum sinnum
útnefndur til bókmenntaverðlauna
Nóbels, 1918, 1921 og 1922 en Aka-
demíunni þótti hann ekki hafa tekið
út fullan þroska þá. Hann var einnig
útnefndur 1955 er Halldór Laxness
fékk verðlaunin. Gunnar lést 1975
og var að eigin ósk jarðsettur í graf-
reitnum í Viðey. Tæpu ári síðar lést
eiginkona hans, Franzisca Antonia
Josephine Jörgensen frá Fredericia
á Jótlandi, og var hún lögð til hinstu
hvílu við hlið hans í Viðey.
Ættfræði DV
Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga
sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði
liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur
geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�
dv.is
Austurbakkinn Hér gefur að líta eina af mörgum bráðskemmtilegum ljósmyndum
gunnars rúnars Ólafssonar sem teknar voru í reykjavík um og eftir miðja síðustu öld.
myndin er líklega tekin um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Eina kennimarkið á
myndinni sem enn er við lýði er Eimskipafélagshúsið sem guðjón Samúelsson
teiknaði og reist var 1920-1921. myndin er tekin í suður á austurbakkanum í gömlu
reykjavíkurhöfn, rétt sunnan við togarabryggjuna.