Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Side 42
fimmtudagur 17. maí 200742 Helgarblað DV
HÖRPUSLÁTTUR OGhuldumál
V eðurguðirnir vissu ekki alveg hvernig þeir ættu að haga sér þegar Helgi Tómasson, stjórnandi San
Francisco-ballettsins heimsótti æsku-
stöðvar sínar í Vestmannaeyjum á
þriðjudaginn. Dagana áður hafði
verið glampandi sólskin og Eyjabú-
ar sögðu himininn hafa verið baðað-
an appelsínugulum, fjólubláum og
silfruðum litum.
Grár himinn og hífandi rok gátu
hins vegar ekki skyggt á gleði Helga
og fjölskyldu hans þennan dag. Helgi
Tómasson hafði ekki komið til Vest-
mannaeyja í rúm fimmtíu ár þegar
hann hélt þangað í för með forseta
Íslands, herra Ólafi Ragnari Gríms-
syni, Þórunni Sigurðardóttur, fram-
kvæmdastjóra Listahátíðar, og fleira
góðu fólki eins og Árna Gunnarssyni,
forstjóra Flugfélags Íslands. Með í för
var auðvitað hin fallega og hlýja eig-
inkona hans Marlene og synirnir Eric
ljósmyndari og Kristinn bifreiða-
hönnuður.
Gengið mót vindi
Veðrið var eins lífið þennan dag,
það skiptust á skin og skúrir, logn
og rok. Arnar Sigmundsson var leið-
sögumaður í rútunni sem bar gestina
víða um Eyjuna. Í Pompei norðurs-
ins var uppgröftur skoðaður, á móti
vindi gengu gestir upp að Stórhöfða
til að heilsa upp á Óskar Sigurðsson,
síðasta veðurathugunarmann lands-
ins, og í Landakirkju sagði séra Kristj-
án Björnsson sögu kirkjunnar.
Í Landakirkju hafði Helgi sótt
messur með móður sinni þegar hann
var barn að aldri og áhugi hans og
fjölskyldu hans á frásögn af bæna-
stundinni í kirkjunni nóttina sem
gos hófst í Eyjum var einlægur. Þar
voru saman á bæn presturinn séra
Þorsteinn Lúther Jónsson, bæjarbú-
ar og hjálparsveitarfólk og Arnar Sig-
mundsson sagði okkur frá hættunni
sem stafaði af gaskyndingu kirkj-
unnar. Þá nótt fóru fjörutíu hús und-
ir hraun – en spyrja má hversu mörg
hefðu orðið gosinu að bráð hefði ekki
verið beðið á sömu stundu?
Æskuheimilin
Þessi fyrsta ferð Helga á æsku-
slóðirnar í rúma hálfa öld var bæj-
aryfirvöldum í Vestmannaeyjum til
mikils sóma frá upphafi til enda. Á
flugvellinum tók bæjarstjórinn í Eyj-
um Elliði Vignisson á móti hópnum
ásamt formanni bæjarráðs Páleyju
Borgþórsdóttur og stúlka færði Helga
Tómassyni, fjölskyldu hans og for-
seta Íslands blóm. Á ökuferð um bæ-
inn stansaði bíllinn við æskuheimili
Helga og þar varð Arnari Sigmunds-
syni á orði að það hljóti að hafa verið
mikil viðbrigði fyrir barn úr tæplega
fjögurþúsund manna bæjarfélagi að
setjast að í stórborgum Bandaríkj-
anna. Steinunn Jóhannesdóttir rit-
höfundur var með í för og við stytt-
una af Guðríði Símonardóttur sagði
hún sögu hennar á sinn skilmerki-
lega hátt.
Miðaldatónlist í Stafkirkjunni
Í Stafkirkjunni fluttu Spilmenn
Ríkínis sönglög úr íslenskum hand-
ritaarfi frá dögum Tyrkjaránsins og
það var greinilegt að Helgi Tómasson
og fjölskylda hans voru mjög heill-
uð. Þau dvöldu dágóða stund með
hópnum eftir að aðrir höfðu lagt leið
sína í Byggðasafnið að þiggja kaffi og
kleinur. Deginum lauk í Vélasalnum
þar sem opnuð var sýningin Tyrkja-
ránið – sjóræningar og kristnir þræl-
ar, stórmerkileg sýning sem vert er
að vekja athygli annarra Íslendinga
á. Þar heiðraði Elliði bæjarstjóri
Helga Tómasson og færði honum
að gjöf ljósmynd af Heimakletti og
geisladiskasafn með lögum Oddgeirs
Kristjánssonar. Það er ekki ótrúlegt
að Helgi og fjölskylda hans hafi upp-
lifað þennan þriðjudag eins og kem-
ur fram í texta Ása í Bæ við lag Odd-
geirs Kristjánssonar - hörpuslátt og
huldumál. Synir Helga, Eric og Krist-
inn, voru heillaðir af Vestmannaeyj-
um sem þeir höfðu heyrt frásagnir af
frá unga aldri og ekki minna heilluð
var eiginkonan Marlene, sem sagði:
„Þetta er arfleifð sona okkar.“
annakristine@dv.is
Miðaldatónlist í stafkirkjunni Helgi og fjölskylda hans voru heilluð af flutningi Spilmanna ríkínís og gáfu sér góða
stund til að skoða hljóðfærin. tónlistarhópurinn nefnir sig eftir ríkíní, fyrsta tónlistarkennara hins forna Hólaskóla.
Í Pompei norðursins Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, séra Kristján
Björnsson, marlene tómasson, herra Ólafur ragnar og Helgi tómasson.
Fjölskyldan Synirnir Eric ljósmyndari og Kristinn bifreiðahönnuður nutu dagsins í Vestmannaeyjum. marlene kona Helga
var ekki síður heilluð af því að kynnast æskuslóðum eiginmannsins. Eric er ljósmyndarinn sem tekur allar glæsilegu
myndirnar af San francisco-ballettflokknum. Kristín Jóhannesdóttir menningarfulltrúi sýndi þeim kort af staðnum.
Það er ekki ótrúlegt
að Helgi og fjölskylda
hans hafi upplifað
þennan þriðjudag eins
og kemur fram í texta
Ása í Bæ við lag Odd-
geirs Kristjánssonar
- hörpuslátt og huldu-
mál.