Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Síða 45
Karafla gerir gæfumuninn Vínkaröflur eru mikilvægar í heimabörum allra vínáhugamanna. Það skiptir ekki hvað vínið er gamalt, af hvaða tegund það er eða hvernig það er á litinn; þú nýtur þess betur ef víninu er hellt úr fallegri karöflu. Meistarinn Karen Bjarnhéðinsdóttir Matgæðingurinn DV Helgarblað Fimmtudagur 17. maí 2007 45 É g hef gaman af því að bjóða fólki í mat og prófa þá gjarnan eitthvað nýtt,“ segir Karen Bjarnhéð- insdóttir sjúkraþjálfari og matgæðingur vikunnar að þessu sinni. „Ég les uppskriftabækur og blöð mér til skemmtunar og fæ þar hugmyndir til að þróa nýja rétti.“ Karen segist eiga alveg einstaklega matvönd börn svo eldamennsk- an mótist oft af því. „Oft eru jafnvel tveir réttir á borðum á mínu heim- ili.“ Karen segist elda mikið úr kjúkl- ingi, fiski, grænmeti og pasta. „Ég nota kjöt meira spari, þá er lamba- og svínakjöt í uppáhaldi.“ Á sumrin er mikið grillað á heimili Karenar og gefur hún okkur uppskrift að léttum og sumarlegum grillrétti með með- læti. „Uppskriftin er að grilluðum risarækjum á spjóti og kúskús með grilluðu grænmeti og miðast þessi uppskrift við fjóra.“ grillaðar risarækjur á spjóti. 600 g ósoðnar risarækjur – um það bil átta stykki á mann kryddlögur: 3 hvítlauksrif 4 sm engiferrót ½ rauður chili-pipar 1 búnt ferskt kóriander 1 tsk. hlynsíróp eða hrásykur 2 msk. sítrónusafi 3 msk. ólífuolía salt og svartur pipar Saxið hvítlauk, engifer, chili-pip- ar og kóriander smátt og blandið saman við olíu og sítrónusafa. Legg- ið rækjurnar í kryddlöginn í 2 til 24 tíma. Þræðið þrjár til fjórar rækjur á grillspjót. Grillið í eina til tvær mín- útur á hvorri hlið eða þar til rækjurn- ar eru orðnar fallega bleikar. Gott er að strá smá kóriander yfir rækjurnar áður en þær eru bornar fram. Rækjurnar er gott að bera fram með kúskús og tatziki (jógúrtsósu). kúskús með grilluðu grænmeti 250 g kúskús, soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum 2 rauðar paprikur ½ súkíni eða eggaldin 1 púrrulaukur – hvíti hlutinn 3 msk. grófsaxað kóriander 3 msk. grófsöxuð steinselja 2 msk. ólífuolía 3 msk. sítrónusafi salt og svartur pipar Setjið paprikurnar á bökunarplötu og grillið í ofni á mesta hita, þar til húðin á paprikunum er orðin brennd. Látið kólna, afhýðið papr- ikurnar og skerið í grófa bita. Steik- ið eða grillið súkíni og púrrulauk og skerið í grófa bita. Blandið græn- metinu og kryddjurtunum sam- an við kúskúsið. Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, salti og pip- ar, hellið yfir kúskúsið og blandið vel saman. Í þessa uppskrift er um að gera að prófa aðrar tegundir af grænmeti og kryddjurtum. tatziki (jógúrtsósa) 1-2 dósir hreint jógúrt eða 10% sýrður rjómi 1 hvítlauksrif 10 sm gúrkubiti ½ tsk. aromat nokkrir dropar af hlynsírópi salt og pipar Merjið hvítlaukinn í hvítlauks- pressu. Skerið gúrkuna í mjög smáa bita. Blandið hvítlauk, gúrku og kryddi saman við jógúrtið. Best er að láta sósuna standa í ísskáp í klukkustund eða meira áður en hún er borin fram. Léttur og sumarlegur grillréttur 4 vafningar 16 romaine-salatblöð, rifin 50 g rauðlaukur, saxaður 2 msk. galbani-parmesanostur, rifinn 2 plómutómatar, niðursneiddir 4 harðsoðin egg, niðursneidd 60 g Caesar-dressing, til dæmis frá newman‘s Own 4 tortillur (6“ eða 8“) Blandið saman salatblöðunum, lauknum, ostinum og sósunni. setjið sal- atblöndu í miðju hverrar tortillu. setjið egg og tómata ofan á. Brjótið enda tortillunnar um það bil 3 sm yfir fyllinguna. Brjótið síðan hægri hliðina yfir endann, og svo vinstri hliðina yfir þá hægri. Festið með tannstöngli ef þörf er á. Berið fram strax. Allt tekið saman í matvinnsluvél, sigtað og kryddað til með salti og pipar. lime-dressing 1 dós sýrður rjómi 1 hvítlauksgeiri 1/2 lime 15 g ólífuolía aðFerð Hrærið sýrða rjómann, fínt skorinn hvítlaukinn og nýkreista lime-ið saman, bætið ólífuolíunni út í og kryddið til með salti og pipar. meðlæti grænn aspas tómatar Filo de brick Frisse-salat red char grillað dádýr 2 dádýralundir aðFerð Lundirnar eru hreinsaðar og kryddaðar til með salti og pipar. Hitið grillið vel upp og eldið þær í um 3 mínútur á hvorri hlið. Látið þær svo hvíla í 5 mínútur áður en þið berið þær fram. meðlæti Fyrir dádýr Hvítur aspas trompetsveppir kantarellusveppir kóngasveppir kjörsveppir ½ stk skarlottulaukur 1 g graslaukur 3 búnt hvítur aspas Hnetukartöflur aðFerð Aspasinn er skrældur, skorinn til og soðinn í saltvatni. Sveppirnir eru hreinsaðir, skornir til og stökksteiktir í smjöri ásamt lauknum og hvítlauknum. Kryddað til með salti, pipar og graslauk. Kartaflan er skorin til og elduð á pönnu í smjöri, timjan, hvítlauk og beikoni við lágan hita. sVeppasósa 200 g kjúklingasoð 100 g rjómi sveppaafskurður aspasafskurður 1 skarlottulaukur 1 grein timjan 1 hvítlaukur 50 ml brandí 50 g kalt smjör aðFerð Laukurinn er léttsteiktur með hvítlauk, sveppum, aspas og timjan. Brandíi bætt út í og soðið niður. Soði hellt saman við og soðið niður ásamt rjóma og köldu smjöri. Sigtað og kryddað til með graslauk og salti. Þeytt með töfrasprota svo freyði. „Ég skora á vinkonu mína Kristínu Skúladóttur hjúkrun- arfræðing á Landspítalanum. Hún hefur mikinn áhuga á mat- argerð og er snilldarkokkur. Við erum saman í matarklúbb og það er alltaf tilhlökkun að koma í mat til hennar.“ Caesar-salat vafningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.