Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Síða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Síða 59
Í fyrstu ráns- og morðferð nor- rænna víkinga til N.-Ameríku verður ungur strákur eftir og elst upp hjá indjánum eftir það. Þeg- ar víkingarnir snúa aftur til fleiri óþverraverka ver hann hið raun- verulega fólk sitt, indjánana. Þessi mynd hefur marga snertifleti við Íslendinga. Hún er m.a. byggð á samnefndri norskri mynd sem Nils Gaup skrifaði og skartaði hún íslenskum leikurum. Þessi mynd gerir það líka því Vestur-Íslend- ingar, að því er virðist, leika nokkra víkingaóþverra sem birtast ekki ósvipaðir Orkunum úr Hringa- dróttinssögu. Það þarf enginn að efast um að íslenskir víkingar hafi verið viðbjóðir sem komu illa fram. Hér er samt fullmikil „Hrafn Gunnlaugs sagnfræði“ á ferð sem sést á undarlegum búningum, vopnum og öðru. Myndin er unn- in að hluta úr teiknimyndasögu eins og sagnfræðibrenglunin 300 en er ekki jafn grafískt flott og sú. Bardagasenur eru síðan óskýrar og myndin er full af hallærislegum bregðisenum úr smiðju leikstjór- ans sem einnig ber ábyrgð á endur- gerð Keðjusagarmorðanna í Texas. Hollywood-klisjur eru hér áþreif- anlega til staðar í þessum indjána- og víkingahasar sem sparar ekki slowmo-effekta og kastar síðan inn fjarstæðukenndum senum á borð við sleðaeltingaleik á skildi. Þrátt fyrir allt er gaman að horfa á þessi ósköp en af öðrum ástæð- um en sjálfum gæðum myndar- innar. Til dæmis eru bestu atrið- in þegar víkingarnir rymja út heilu senurnar á óskiljanlegu íslensku- hrafli með kanahreim. Þegar síð- an eini víkingurinn sem talar al- vöru íslensku dettur inn með sína línu fær hann öxi í hausinn áður en hann nær að klára setninguna. Það ætti að kenna honum.  ErpurÞ.Eyvindarson Leikur pólska frelsishetju Daniel Craig mun leika í kvik- myndinni Defiance eftir leikstjór- ann Ed Zwick. Myndin gerist í Pól- landi í seinni heimsstyrjöldinni og fjallar um fjóra bræður sem ásamt hópi gyðinga flýja frá Póllandi til Hvíta-Rússlands, þar sem þeir slást í hóp rússneskra uppreisnarmanna. Áður hefur Zwick gert myndir á borð við The Last Samurai, Glory, The Siege og nú síðast Blood Dia- mond. Þegar upptökur á Defiance eru búnar, mun svo Craig snúa sér að næstu Bond-mynd. Pathfinder Undarleg upplifun. Óskiljanlegt íslenskuhrafl með kanahreim „Ég er búin að vera að hanna og sauma hettupeysurnar síðan í byrj- un árs,“ segir Klara Ósk Elíasdóttir söngkona og hettupeysuhönnuður. „Þetta kviknaði eiginlega bara sem hugmynd áður en ég fór að sofa eitt kvöldið,“ segir Klara og bætir við: „Ég elska svona síða, þægilega boli eins og eru svo mikið í tísku í dag. Í kjölfarið fór ég þá að hugsa út í það hversu gott væri að eiga eina kósí, þykkari flík eins og hettupeysu sem væri nógu síð til að vera í við legg- ings.“ Klara hefur alltaf verið dugleg við að sauma og hanna föt en það var ekki fyrr en hún mætti í peysu sem hún sjálf hafði saumað í sum- arbústaðarferð með saumaklúbb- num að vinkonurnar vildu ólmar eignast eina slíka sjálfar. „Ég hef svo gaman af því að gera þetta og var full af hugmyndum svo ég fór bara beint í gang með að sauma fyr- ir stelpurnar. Þegar ég ákvað svo að stofna MySpace-síðu með peysun- um fór ég að fá fyrirspurnir frá fólki sem ég þekkti ekki neitt og hafði varla undan við að sauma.“ Fígúra á Skólavörðustíg Klara hefur hins vegar sett fyrir- spurnir í gegnum netið á pásu því hún hyggst nú selja hettupeysurn- ar í versluninni Fígúru sem opnar á Skólavörðustíg eftir helgi. „Bekkjar- systir mín úr Verzló hafði samband við mig því kærastinn hennar Gaui hafði þá tekið upp á því að leigja æðislegt lítið húsnæði á Skóla- vörðustíg og vildi opna þar verslun og gallerí með hönnun eftir ungt íslenskt fólk. Hugmyndin fannst mér alveg frábær því auk þess að vera fataverslun kemur einn vegg- urinn til með að vera notaður sem listagallerí þar sem listamenn geta fengið að sýna verk sín.“ Klara segir alltaf fleiri og fleiri vera að bætast í hópinn og komi verslunin til með að selja allt milli himins og jarðar. „Gaui er mjög opinn fyrir nýjum og skemmtilegum hugmyndum svo ég hvet þá sem hafa áhuga á að selja eitthvað skemmtilegt að hafa sam- band við hann.“ Klara segir að versl- unin komi líka til með að vera ólík flestum öðrum verslunum á Íslandi í dag. „Ég mun til dæmis koma til með að planta saumavélinni minni á búðarborðið og við sem skipt- um með okkur afgreiðslustörfun- um í sumar ætlum að sauma bara í miðri verslun inni á milli þess sem við afgreiðum. Útlit verslunarinn- ar er líka orðið þrælskemmtilegt og spes.“ Pallíettur og blúndur Aðaláherslan sem Klara leggur í hönnun sína er að peysurnar séu fal- legar og skemmtilegar. „Ég er mik- ið fyrir að krydda þær svolítið með blúndum og pallíettum svo maður geti verið sæmilega fínn þrátt fyr- ir að vera í hettupeysu. Það er ein stelpa líka að sauma og selja legg- ings í öllum litum og úr hrikalega flottu efni í búðinni sem hægt verð- ur að nota við peysurnar.“ Klara seg- ir að það sé aldrei að vita nema hún saumi peysur á stráka í framtíðinni. „Ég á pottþétt eftir að hanna peysur fyrir strákana líka. Margir af stráka- vinum mínum hafa verið að biðja mig um að gera peysur og ég ætla að byrja að fikra mig áfram í að sauma á þá og svo vonandi kem ég til með að selja strákapeysur í Fígúru seinna í sumar.“ Bíódómur pathfinder Stórundarlegvíkingamynd semfærmannþótilað brosaviðogvið. Leikstjóri: Marcus Nispel Leikarar: Karl Urban, Moon Bloodgood, Niðurstaða: HHHHH Russell Means, Clancy Brown, Jay Tavare, Nathaniel Arcand og Ralf Moeller Frá föstudegi til sunnudags Rapparinn Ice Cube er með nýja kvikmynd í startholunum, Sunday. Myndin fjallar um tvo þrjóta sem reyna að stela peningum úr kirkjusjóði. Ásamt Ice Cube leika í myndinni Katt Williams, Tracy Morgan, Malinda Willi- ams, Regina Hall, Chi McBride og Loretta Devine. Upptökur hefjast í næstu viku og verður myndin frum- sýnd snemma á næsta ári. Áður hefur Ice Cube gert Friday-mynd- irnar margfrægu, en það voru þær sem komu honum á kortið sem leikara. SAUMAR OG SELUR PEYSUR Litagleði Skemmtilegheit. Ný verslun sem ber heitið Fígúra kemur til með að opna á Skólavörðustíg eftir helgi. Nokkrir ungir íslensk- ir hönnuðir selja þar föt og listaverk og er söngkonan Klara Ósk Elíasdóttir ein þeirra en hún saumar flottar hettupeysur fyrir stelpur. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Á !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STÆRSTA ORRUSTAN ER INNRI BARÁTTAN B.I. 14 ÁRA B.I. 10 ÁRA B.I. 14 ÁRA B.I. 10 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 7 ÁRA B.I. 10 ÁRA B.I. 16 ÁRA FRACTURE kl. 8 - 10.10 IT´S A BOY GIRL THING kl. 6 SPIDERMAN 3 kl. 6 - 9 FRACTURE kl. 5.30 - 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 1.30 - 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 2 - 5 - 8 - 10.50 SPIDERMAN 3 SÝND Í LÚXUS kl. 2 - 5 - 8 - 10.50 PATHFINDER kl. 8 - 10.15 TMNT kl. 2 - 4 - 6 ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 2 - 3.45 THE PAINTED VEIL kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 3 - 5.50 - 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 3 - 6 - 9 INLAND EMPIRE kl. 5.45 - 9 ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 3 Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu að allir hafa veikan blett. MAGNAÐUR SÁLFRÆÐITRYLLIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.