Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2007, Page 62
fimmtudagur 17. maí 200762 Síðast en ekki síst DV veðrið ritstjorn@dv.is föstudagurfimmtudagur myndaleit í Cannes Alþjóðleg kvikmyndahátið í Reykja- vík hefur verið leiðandi afl í kvik- myndamenn- ingu landsins. Á þessu ári hefur Fjalakötturinn nýi blómstr- að undir stjórn þeirra sömu og stýra hátíðinni og er það hið besta mál. Há- tíðin verður haldin þann 27. sept- ember næstkomandi og stendur til 7. október. Næstu daga munu svo fulltrúar kvikmyndahátíðar í Reykjavík halda til Cannes til þess að kynna sér úrvalið í kvikmynda- heiminum. Margt er um dýrðir á hátíðinni í ár og er vonandi að það helsta skili sér hingað á klakann. feta í fótspor friðriks Dóra Takefúsa og Dóra Dúna Sighvatsdóttir íhuga nú að feta í fótspor at- hafnamannsins Friðriks Weis- happel og opna vínveitinga- og kaffihús í Kaup- mannahöfn. Norreport hefur verið nefnt til sögunnar sem hverfið þar sem kaffihúsið verður. Friðrik hefur gert það gott í veit- inga- og þvottahúsarekstri í Kaup- mannahöfn á undanförnum árum og ljóst að velgengni hans hefur orðið öðrum Íslendingum hvati til þess að feta sömu braut. Við sömdum það Josh Groban er staddur hér á landi þar sem hann söng meðal annars hið gamalkunna íslenska lag You raise me up í tvígang fyrir troðfullri Laug- ardalshöll. Það vakti sérstaka at- hygli að Magnús Kjartansson for- maður Stef væri kominn í málið, eftir að Jóhann Helgason höfundur lagsins Sökn- uður, hélt því staðfastlega fram lag- ið væri stolið. Vafalaust hafa áhorf- endur í Laugardalshöll skemmt sér vel og sungið gamla íslenska text- ann á meðan Groban söng á ensku. Spurningin er hvort við Íslending- ar séum enþá svona tapsárir yfir Eurovision að við þurfum að fara að eigna okkur annarra manna lög? öflugir Íslendingar True Love, leiksýning útskriftar- hópsins frá Film/Teaterskolen Holber í Kaup- mannahöfn er sýnd á fjölum skólans nú um stundir. Ókeypis er inn á sýning- una sem er hvað merkilegust fyrir þær sakir að af níu manna útskriftarhópi eru fimm íslenskir nemendur. Þeir Íslendingar sem eiga leið um Kaupmannahöfn geta kíkt á lokasýninguna sem fram fer laugardaginn 19. maí klukkan sjö. sá grunaði var á sjó Í DV á þriðjudag birtist sandkorn þar sem sagt var frá því prakkari í Hveragerði hafði tekið sig til og flutt flokksfána á milli kosningaskrif- stofa. Framsóknarmenn í bæn- um töldu það ljóst að prakkarinn væri fyrrum frambjóðandi Vinstri- grænna sem gengið hafði til liðs við Frjálslynda flokkinn. Sá sem fram- sóknarmenn höfðu undir grun sór af sér allar sakir og benti á að hann hefði verið úti á sjó. Enn er því á huldu með hver stóð á bakvið fána- brenglið í Hveragerði. Sandkorn Tengsl ... Ellert B. schram á það sameiginlegt með ... ... Katrínu Jakobsdóttir að vera nýr þingmaður. Katrín Jakobsdóttir á það sameiginlegt með... ... guðna Ágústssyni að vera varafor- maður stjórn- málaflokks. guðni Ágústs- son á það sameiginlegt með... ... samúel Erni Erlingssyni að vilja að framsóknar- flokkurinn verði áfram við völd... ...samúel örn Erlingsson á það sameiginlegt með Herði magnús- syni að vera íþróttafréttamaður. Hörður magnússon á það sameiginlegt með... .... steingrími sævarri Ólafssyni að vera eldheitur stuðningsmaður Liverpool. steingrímur sævarr á það sameig- inlegt með... ...ragnheiði Elínu Árnadóttur að hafa starfað náið með forsætisráð- herra. ragnheiður Elín Árnadóttir á það sameiginlegt með... ...Jóhannesi Jónssyni í Bónus að vera sjálfstæð- ismaður. Jóhann- es í Bónus á það sameiginlegt með... ...Ómari ragnars- syni að vera gagnrýninn á sjálfstæðisflokk- inn. Ómar ragnarsson á það sameiginlegt með... ....Árna Johnsen að vera söngelskur. Árni Johnsen á það sameiginlegt með Ellerti B. schram að vera snúinn aftur á alþingi. ragnar axelsson mun opna ljósmyndasýningu á laugardag í ljósmyndagalleríi sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Galleríið og verslunin Fótógrafí verða staðstett að Skólavörðu- stíg 4a. Þar verða eingöngu til sölu ljósmyndir eftir íslenska ljósmyndara, bæði gamlar og nýjar. Einn fremsti ljósmyndari Íslands Ragnar Axelsson opnar sýningu í ljósmyndagalleríinu Fótógrafí, sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, á laugardag. Ragnar lítur ekki á sig sem listamann, en segir að það sé að miklu leyti vegna þess hvernig aðrir líta á þessa starfstétt. „Ég er að fara að sýna í ljósmynda- galleríi sem hefur ekki verið til stað- ar áður hér á landi. Ari Sigvaldason stendur fyrir þessu galleríi og ég mun opna það með minni sýningu, en aðrir munu sýna síðar. Það má segja að þema sýningar- innar núna sé snjór og kuldi þar sem myndirnar eru frá ferðum mínum til Grænlands og um Ísland. Þemað var í rauninni bara eitthvað út í bláinn og þessi sýning er afraksturinn af því,“ segir Ragnar. sálin í myndunum „Myndirnar eru allar svart-hvítar og þar liggur mitt áhugasvið. Al- mennt reyni ég að láta sál mína end- urspeglast í myndunun sem eru oft á tíðum af fólki í venjulegu umhverfi,“ segir hann. Ragnar er ljósmyndari hjá Morg- unblaðinu að atvinnu og segir margt ólíkt með því að taka myndir fyrir vinnuna og í frístundum. Vanalega leitist hann eftir því að taka mynd- ir fyrir sjálfan sig á sumrin og noti svo veturna til þess að kúldrast inni í myrkraherbergi og vinna myndirnar. „Allt sem maður gerir fyrir sjálf- an sig gerist hægar og auðvitað vildi maður geta gert eins og sumir ljós- myndarar úti í heimi sem hafa aðra til þess að vinna myndirnar fyrir sig. En eins og staðan er á Íslandi er bara ekki grundvöllur fyrir því. Land- ið er lítið og of lítill áhugi, þekking og virðing fyrir ljósmyndun. Ég hef aldrei litið á mig sem listamann sem er að miklu leyti vegna þess að það er innprentað í mann að það sé ekkert merkilegt að vera góður ljósmyndari. Hins vegar njóta góðir ljósmyndarar víða annars staðar mikillar virðing- ar. Til að mynda þekki ég til í Frakk- landi og þar eru ljósmyndir settar á allt annan stall en hér,“ segir Ragnar. Ekki hrifinn af stafrænum myndum „Ég á mér marga ljósmyndara sem ég lít til bæði innanland og er- lendis. Hér á landi eru margir ung- ir og góðir ljósmyndarar sem eru í þessu af ástríðu en eru ekkert að græða á þessu. Þessir ungu eru mikið í digital- tækninni en mín skoðun er sú að filman veiti betri gæði og sjarma. Mín tilfinning er sú að filman muni þykja mun flottari í framtíðinni. Það er eins og það vanti eitthvað í digital-myndir sem erfitt er að útskýra. Dýrustu ljós- myndir í heiminum eru til að mynda flestar svart-hvítar. Gallinn við filmuna er þó sá að maður er mun lengur að framkalla myndirnar og ég þarf að gera það sjálfur. Það eru að vísu líka kostir sem fylgja því að framkalla þetta sjálfur. Þá getur maður náð því andrúmslofti í myndina sem maður vill.“ mynd er ekki bara mynd „Stundum bíður maður heillengi eftir góðri mynd og ég tel það vera lykilatriði að fanga rétta augnablik- ið þegar maður er að mynda fólk. En ég tel mig samt engan listamann. Listheimurinn er svolítið skrítinn heimur og nýju fötin keisarans ná stundum nýjum hæðum. Maður spyr sig stundum af hverju eitthvað þykir merkilegt, en annað ekki. Það er að vísu svolítið okkur ljósmynd- urunum að kenna að ljósmyndun þykir ekki merkilegri því við gerum ekki mikið úr þessu,“ segir Ragnar að lokum. ALDREI LITIÐ Á MIG SEM LISTAMANN 7 45 7 4 75 7 23 7 7 7 4 6 7 7 4 6 3 6 12 4 7 4 4 4 3 7 4 197 7 9 4 5 7 10 9 7 4 Sumar, sumar hvar ertu? „Um þetta leyti í fyrra, þ.e. um miðjan maí voru afar miklar svipting- ar í veðrinu,“ segir Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur. „Óvenjuleg hlýindi og hitamet féllu fram und- ir miðjan mánuð, en síðan kólnaði hastarlega og upp úr 20. gerði nokk- uð óvenjulegt hret. Þá snjóaði mikið sums staðar fyrir norðan og hitinn í Reykjavík hafði ekki mælst jafn lágur þetta seint vorsins í yfir 70 ár.“ „Nú er hins vegar að sjá þó nokkr- ar sviptingar í veðrinu eftir tiltölulega rólega en fremur kalda daga. Atgang- ur lægða verður meiri. Um helgina, einkum þó á laugardag er spáð nokk- uð hvassri N- og NA-átt á mest öllu landinu með slyddu- hragglanda í byggð fyrir norðan og eins á Vestfjörð- um, en sjókomu til fjalla. Eftir helgina er síðan ekki annað að sjá en að áfram verði heldur svalt í veðri miðað við árstímann. Á með- an það frystir á nóttunni fer gróðri alls ekk- ert fram, en jafnvel þó ekki frysti sjást litlar breytingar á gróðurframvindunni á meðan þetta svalt er í veðri.“ En við verðum að sjálfsögðu að vona það besta og að ekki seinna en um hvítasunnuhelgina berist úr suðri alvöru hlýtt loft hingað til okkar. Það verður þá bara að hafa það þótt hann rigni sam- fara slíkri breytingu. Tek þó fram að þetta er ekki spá, frek- ar óskhyggja veður- fræðings um mildari og sumarlegri tíð! ragnar axelsson Er einn fremsti ljósmyndari landsins en telur sig ekki vera listamann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.