Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Síða 6
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 20076 Fréttir DV Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Einholt/Þverholt-reitnum og í vestur- enda Brautarholtsins þar sem vinnu- vélar keppast við að rífa niður bygg- ingar. Mörg þúsund tonn af steypu og járnabindingum eru á víð og dreif á reitnum í Þverholti þar sem Hampiðj- an stóð meðal annars, en húsið hefur löngum verið kennt við hana. Hamp- iðjan er nú með starfsemi í Flatahrauni í Hafnarfirði. Í vestari endanum á Brautarholtinu stendur hálfniðurrif- ið hús þar sem steypuklumpar dreifa sér um viðamikið svæði. Töluverðr- ar óánægju hefur gætt vegna fram- kvæmdanna á báðum stöðunum og þá sérstaklega í Þverholtinu þar sem íbúabyggð er í næsta nágrenni við framkvæmdasvæðið. Mikið átakamál Jóhannes Kjarval, arkitekt hjá Reykjavíkurborg, segir að fram- kvæmdirnar í Þverholti hafi valdið miklum og háværum deilum og þarna sé mikið átakamál á ferðinni. „Það eru fimm ár síðan þetta mál fór af stað en nú er málið komið á fulla ferð. Það er búið að samþykkja að byggja þarna íbúðir sem að stærstu eða öllu leyti munu verða til leigu fyrir náms- menn. Þetta eru miklar framkvæmd- ir og það stendur til að reisa tiltölu- lega háar byggingar, líklega fjórar til sex hæðir og í sumum tilfellum hærri. Íbúar hafa verið mjög ósáttir við þessa framkvæmd, því þessu fylgja spreng- ingar og annað áreiti sem fólk kærir sig ekki um. Þetta er því búið að vera mjög streitusamt verkefni fyrir okk- ur að klára. Það verður engin kaka til nema með því að brjóta egg.“ Það er Byggingarfélag náms- manna sem sér um að reisa íbúðirnar á þessu umdeilda svæði. Það fékk út- hlutað um sjötíu prósentum af reitn- um og munu byggingarnar ná út að Háteigsveginum. Niðurrif á reitnum í Einholti og Þverholti hófst í lok síð- asta árs en auk Hampiðjunnar höfðu Klink og Bank og Fréttablaðið starf- semi sína þar um tíma. Þegar farið var að rífa húsið kom ýmislegt í leitirnar. Börn í nágrenninu flykktust á svæðið til að verða sér úti um fótboltaspilið Spark en alls voru fimm hundruð spil sem lágu á víð og dreif um húsið auk ógrynnis af öðru dóti. Núna stendur til að blokk rísi á svæðinu sem mun fara í almenna sölu. Langt ferli Íbúar í kringum byggingarreit- inn eru margir hverjir óánægðir með framkvæmdirnar sem þarna standa yfir. Fyrir utan að valda mikilli sjón- mengun fylgir niðurrifinu mikill há- vaði. Þegar þurrt er í veðri eins og búið er að vera undanfarnar vikur verður verkið enn erfiðara viðfangs því rykið sem fylgir niðurrifinu er umtalsvert. Niðurrifið á reitnum í Einholti og Þverholti á upphaf sitt að rekja aftur til ársins 2001. Þá vöru lögð fram drög að forsögn að deiliskipulagi lóðanna að Einholti 1 og Þverholti 17 til 19. Lítið gerðist í málinu næstu þrjú árin eða þar til lagðar voru fram fjórar mis- munandi tillögur að skipulagi reitsins árið 2004. Síðan þá hefur málið ver- ið í löngu og ströngu ferli hjá skipu- lagsráði Reykjavíkurborgar. Þeir Gísli Gíslason og Friðrik O. Friðriksson frá Arkís kynntu svo drög að nýrri tillögu á síðasta ári og var samþykkt að auglýsa þá tillögu. Málinu var þó ekki lokið því íbúar áttu þess kost að senda inn skrif- lega umsögn um tillöguna og óskuðu þeir eftir því að fá frestinn framlengd- an og rann sá frestur út í mars. Jóhannes segir að þessi skipulags- tillaga hafi verið samþykkt fyrr á þessu ári en málið eigi eftir að fara síðasta spölinn í svokallaðri B-deild Stjórnar- tíðinda sem staðfestir þessa uppbygg- ingu. Jóhannes segir líklegt að reitur- inn í Einholti og Þverholti verði næstu þrjú til fjögur árin í uppbyggingu. 500 stúdentaíbúðir „Við gerum ráð fyrir að þetta verði hátt í fimm hundruð stúdentaíbúðir,“ segir Þórhalli Einarsson, aðalverk- taki á reitnum í Þverholti. Þórhalli segir að málið sé enn að fara í gegn- um deiliskipulag og niðurstaðan úr því muni ráða hvenær framkvæmdir hefjist. Því sé erfitt að setja nákvæma dagsetningu á hvenær farið verði í að byggja íbúðirnar. „Við vonum að íbúðirnar verði fullkláraðar árið 2011. Mikil þörf hefur verið á íbúðum fyrir háskólanema og munu þessar íbúðir anna stórum hluta þeirrar miklu eft- irspurnar sem verið hefur. „Að öllum líkindum verða þetta að mestu leyti herbergi en að einhverju leyti íbúðir. Það liggur samt ekki alveg fyrir vegna þess að þetta er enn í deiliskipulagi. Aðspurður um steypuna og spýtnabrakið sem kemur frá niður- rifinu segir Þórhalli að hann búist við því að það fari í fyllingu þar sem vantar. „Þetta er allt saman flokkað og fer á fyrirfram ákveðna staði. Við Einar Þór SigurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is „Þetta er því búið að vera mjög streitusamt verkefni fyrir okkur að klára. Það verður engin kaka til nema með því að brjóta egg.“ MÖRG ÞÚSUND TONN AF STEYPU Miklar framkvæmdir standa yfir á gamla Hampiðju- reitnum í Þverholti og í vesturenda Brautarholtsins þar sem verið er að rífa gömul hús. Í Þverholtinu á að byggja hátt í fimm hundruð íbúða stúdentagarða. Jóhannes Kjarval, arkitekt hjá Reykjavíkurborg, segir að á Hampiðjureitnum sé um mikið átakamál að ræða. Þórhallur Einarsson aðalverktaki segist vona að íbúðirnar verði tilbúnar árið 2011. Eyjan í niðurrifinu Þetta hús stendur eins og eyland þar sem áður var húsaþyrping.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.