Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Síða 10
Ellert B. Schram, alþingismaður og
fulltrúi Íslands í laga- og mannrétt-
indanefnd Evrópuráðsins, segir að
aðildaríki NATO hafi gefið samþykki
sitt fyrir fangaflutningum banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA. Ísland
er þeirra á meðal. Jóhanna K. Eyj-
ólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslands-
deildar Amnesty International, fagnar
því að utanríkisráðherra vilji láta rann-
saka tengsl Íslands við þau mannrétt-
indabrot sem þarna áttu sér stað.
Á fundi Evrópuráðsins í lok júní
kynnti svissneski þingmaðurinn Dick
Marty skýrslu sína þar sem hann
dregur fram hlutverk NATO í fanga-
flugi CIA. Fyrir liggur að flugvélar sem
tengjast fangaflugi lentu hér á landi.
Í skýrslunni kemur fram að fangaflug
var rætt á fundi NATO í október 2001
en bandalagið hefur flokkað skjölin
sem tengjast þeim fundi sem trúnað-
armál.
Ellert B. Schram var einn þriggja
íslenskra þingmanna sem sátu
fund Evrópuráðsins. Hann segir að
í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 11.
september 2001 hafi Bandaríkjamenn
réttlætt ýmsa framgöngu sína í hinu
svokallaða stríði gegn hryðjuverkum
með því að líkt skuli gjalda með líku.
Fangar pyntaðir á vegum NATO
Íslensk stjórnvöld hafa borið af sér
að hafa vitað um fangaflutningana.
„Það þarf hins vegar að krefjast upp-
lýsinga um hvort Ísland hafi verið mis-
notað í þessum aðgerðum,“ segir Ell-
ert. „Fulltrúar okkar í NATO þurfa að
svara því hvort full vitneskja um fram-
haldið hafi verið til staðar þegar menn
gáfu samþykkti sitt.“ Hann bendir á að
þar sem um leynilegar aðgerðir hafi
verið að ræða geti verið að fyrrverandi
utanríkisráðherra hafi ekki áttað sig
á stöðunni. „Ég geri alveg ráð fyrir að
svo sé. Mögulega hafa fulltrúar okkar í
sakleysi sínu haldið að þetta væri allt í
réttum farvegi.“
Ellert segir að þegar Bandaríkja-
menn handtaka fólk í tengslum við
meint hryðjuverk eða samstarf við
hryðjuverkamenn sé það flutt ólög-
lega í leynileg fangelsi sem eru með-
al annars í Rúmeníu og Póllandi. „Þar
er föngunum haldið í einangrun og
þeir pyntaðir. Þetta á sér stað án þess
að réttarhöld fari fram, án þess að mál
þeirra fari fyrir dómstóla og þar með
án þess að sekt sé sönnuð. Þetta er gert
með samþykki NATO og viðkomandi
ríkisstjórna, þar á meðal Íslands.“
Hann segir greinilegt að uppi sé
samkomulag um að þessar flugferð-
ir séu hafnar yfir sérstakt eftirlit. „Þær
njóta þagnargildis og þurfa ekki að
sæta eftirliti með sama hætti og al-
mennt flug. Þetta er upplýst í skýrsl-
unni. Evrópuráðið samþykkti ályktun
sem fordæmdi þessar aðgerðir.“
Eftir að skýrslan kom fram kallaði
Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra
eftir svörum við því hvort þátttaka Ís-
lands hefði verið fólgin í því að leyfa
hér millilendingar flugvéla sem fluttu
fanga. Enn hafa þær upplýsingar ekki
komið fram.
Ellert segir að erfitt sé að segja til
um hver viðbrögðin verði ef í ljós kem-
ur að Íslendingar hafi tekið þátt í þess-
um aðgerðum með fullri vitund ráða-
manna. „Þetta er auðvitað búið og
gert. Ef í ljós kæmi að þátttaka okkar í
mannréttindabrotum hefði verið með
vilja gerð þyrftum við að taka til við að
hreinsa mannorð okkar. Það þyrfti að
taka af öll tvímæli að íslenska þjóðin
vill ekki taka þátt í svona framferði.“
Ólöglegir fangaflutningar
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Íslandsdeildar Am-
nesty International, bendir á að það sé
ólöglegt og í andstöðu við alla mann-
réttindasamninga að fangar séu flutt-
ir leynilega milli landa án dóms og
laga. „Það er fullkomið ábyrgðarleysi
af íslenskum yfirvöld-
um að ýta því
til hliðar þegar
upp komst
að flugvél-
ar sem talið var að
hefðu verið notaðar
til ólöglegra fanga-
flutninga hafi milli-
lent á Íslandi. Við
hjá Amnesty Int-
ernational fögnum
því að utanríkisráð-
herra hafi ákveðið að
rannsókn á þessu fari
fram.“
Að sögn Jóhönnu er
vitað til þess að flugvélar
sem notaðar hafi verið til
fangaflugs hafi lent á her-
stöðinni í Keflavík. „Á ár-
unum 2002 til 2005 flaug vél
af tegundinni Gulfstream IV
að minnsta kosti tíu sinnum á
milli Keflavíkur og herstöðvar-
innar í Kaíró. Við vitum þó ekki
enn hvort þá voru fangar um borð
en full ástæða er til að rannsaka
það.“
Íslandsdeild Amnesty Internation-
al hefur farið fram á það við ríkis-
stjórnina að hún krefji Bandaríkja-
menn um fjölda og staðsetningu
allra leynilegra fangelsa og varð-
haldsstöðva. Jóhanna segir að
vitað sé til þess að fólk hafi
beinlínis horfið eftir handtöku.
„Í þessu svokallaða stríði gegn
hryðjuverkum hafa Banda-
ríkjamenn handtekið fólk og
haldið föngnu án dóms og
laga. Það er brotið á öllum
mannréttindum þessa fólks.
CIA hefur haft þann
háttinn á að í stað þess að
nota herflugvélar til fanga-
flutninga eru leigðar vél-
ar sem síður er hægt að
tengja við leyniþjónust-
una,“ segir Jóhanna. „Það
er afar mikilvægt að ís-
lensk yfirvöld geri það
sem í þeirra valdi stend-
ur til að komast til botns
í þessu og stuðla að því
að endi verði bundinn
á þessi grófu mannrétt-
indabrot.“
Við vinnslu frétta-
rinnar náðist ekki í
Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur utan-
ríkisráðherra.
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 200710 Fréttir DV
„Föngunum er ����i�� ��
ein�ngrun og þeir pynt-
���ir. Þett� á sér st��� án
þess ��� rétt�r�ö�� f�ri
fr�m, án þess ��� má�
þeirr� f�ri fyrir �óm-
stó�� og þ�r me�� án
þess ��� sekt sé sönnu��.
Þett� er gert me�� s�m-
þykki NATO og vi��kom-
�n�i r��kisstjórn�, þ�r á
me���� Ís��n�s.“
Ellert B. Schram segir fanga hafa
verið pyntaða og þeim haldið í ein-
angrun án dóms og laga með fullu
samþykki NATO:
ÍSLAND
AÐILI AÐ
PYNTINGUM
OG FANGAFLUGI
ErlA HlyNSdÓTTir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Fram-
kvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty
International fagnar því að Ingibjörg
Sólrún utanríkisráðherra vilji láta
rannsaka tengsl Íslands við fangaflug
Bandaríkjamanna.
Í gervi fanga Ellert
B. Schram segir að
þegar Bandaríkja-
menn handtaka fólk í
tengslum við meint
hryðjuverk eða
samstarf við
hryðjuverkamenn sé
það flutt í ólöglega í
leynileg fangelsi sem
eru meðal annars í
Rúmeníu og Póllandi.
Þar séu fangarnir
síðan pyntaðir og
haldið í einangrun án
dóms og laga.
Ellert B. Schram Ellert segir
nauðsynlegt að fá upplýsingar
um hvort Ísland hafi verið
misnotað í fangaflutningum
Bandaríkjamanna.