Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Blaðsíða 12
Menning
þriðjudagur 17. júlí 200712 Menning DV
Tónleikar í
Þingvallakirkju
Einar Jóhannesson klarin-
ettuleikari, Valgerður Andrés-
dóttir harmonium og Ingibjörg
Guðjónsdóttir sópran koma
fram á tónleikum í Þingvalla-
kirkju í kvöld kl. 20. Á efnis-
skránni er tónlist sem tengist
Þingvöllum. Sú nýbreytni er
í starfi Þingvallakirkju þetta
sumarið að þrjú þriðjudags-
kvöld í júlí eru tónleikar í
kirkjunni og eru þessir aðrir
í röðinni. Tónleikarnir eru
haldnir í samstarfi kirkjunnar
og Minningarsjóðs Guðbjargar
Einarsdóttur frá Kárastöðum en
sjóðurinn er ætlaður til efling-
ar tónlistarstarfs við kirkjuna.
Aðgangur er ókeypis en tekið
er við framlögum í minningar-
sjóðinn við kirkjudyr.
Tónleikar í Bláu kirkjunni
Annað kvöld kl. 20.30 heldur söngkvartettinn Vallagerðisbræður
tónleika ásamt píanóleikara í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Kvartettinn
er skipaður ungum mönnum úr Kópavogi sem allir hlutu tónlistarlegt
uppeldi í Skólakór Kársness. Tónleikarnir eru hluti af lista- og menning-
arhátíðinni Á Seyði.
Djass
tónlist
Aðrir sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar fara fram í kvöld:
Sönglandi lög og rokk-grúv
„Við ætlum bæði að leika lög sem hafa ver-
ið gefin út á diskunum mínum og nokkur ný
lög,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari
sem spilar ásamt tríói sínu á Listasafni Sigur-
jóns við Laugarnestanga í kvöld.
Tónleikarnir eru hluti af sumar-
tónleikaröð safnsins sem fer fram
alla þriðjudaga næstu vikurnar. „Við erum eina
djassbandið í sumar. Öll önnur atriði eru klass-
ísk að ég held,“ segir Sunna.
Lögin á efnisskránni eru flest eftir Sunnu. Í
tilkynningu um tónleikana segir að tónlistin felli
saman þokka evrópsks djass og eldmóð hins
bandaríska. Sunna segist alveg geta kvittað fyrir
það. „Ég held að þetta sé bara mjög vel að orði
komist. Það var gagnrýnandi hjá All About Jazz
sem sagði þetta en hann var þá sérstaklega að
tala um diskinn Live in Europe. Evrópski djass-
inn er oft mjög lýrískur en svo erum við líka með
þetta „drive“ sem bandaríski djassinn hefur; það
geta verið svolítil læti í okkur,“ segir Sunna.
Aðspurð hvort tónleikarnir geti höfðað til
þeirra sem hafi ekki endilega hlustað mikið á djass
í gegnum tíðina segist Sunna halda það. „Þetta
eru mjög lýrískar tónsmíðar og við erum að reyna
að vera með svolítið fjölbreytt prógram, bæði lög
sem söngla og þau sem sækja meira í rokk-grúv.“
Tríóið hefur verið starfandi í um ár en auk
Sunnu er það skipað Þorgrími Jónssyni á bassa
og Scott McLemore á trommur en hann er jafn-
framt eiginmaður forsprakkans. Og Sunna ber
hljómsveitarfélögum sínum vel söguna. „Þeir
eru rosalega fínir strákar. Við erum líka öll mátu-
lega hrekkjótt þannig að þetta er skemmtilegt.“
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.30 og er að-
gangseyrir 1.500 krónur.
kristjanh@dv.is
„Við erum að forma dagskrána
þessa dagana,“ segir Pétur Grétars-
son, framkvæmdastjóri Jazzhátíð-
ar Reykjavíkur, sem haldin verður
dagana 29. ágúst til 1. september
næstkomandi. Nokkur nöfn eru þó
komin á lista, íslensk og erlend, en
hátíðin er sú átjánda í röðinni.
Fjölbreytt dagskrá
„Við byrjum á bandaríska pían-
istanum Uri Caine,“ segir Pétur, en
segja má að hann sé stærsta nafn-
ið á hátíðinni. „Caine hefur gefið út
hjá þýsku útgáfunni Winter&Winter
og fyrir utan að vera frábær djass-
píanisti hefur hann búið til sínar
útgáfur af tónlist klassísku meist-
aranna - nú síðast Mozarts. Hann
kemur hingað með tríó sem spil-
ar nokkuð hefðbundinn djass, en
það er aldrei að vita hverju þeir taka
upp á.“ Pétur nefnir einnig tónleika
með Eivöru Pálsdóttur, þar sem hún
syngur ásamt Stórsveit Reykjavík-
ur. Björn Thoroddsen leikur einnig
á hátíðinni ásamt Larry Coryell og
bandaríski saxófónleikarinn Jerry
Bergonzy spilar með hljómsveit
sem Eyþór Gunnarsson píanóleik-
ari setur saman. „Samúel Jón Sam-
úelsson verður líklega gestgjafi á
lokakvöldi hátíðarinnar og Sigurður
Flosason heldur stóra tónleika með
sinni tónlist og margt fleira. Þetta á
þó allt eftir að skýrast á næstunni,“
segir hann.
Þverskurður
íslensks tónlistarlífs
Markmið hátíðarinnar segir Pét-
ur einkum vera það að njóta góðrar
tónlistar og eiga skemmtilega daga.
„Við reynum að sýna þverskurðinn
af íslensku tónlistarlífi á hátíðinni
og ætlum að gæða bæinn lífi þessa
daga sem hátíðin stendur yfir. Við
höfum reynt að skýra markmið há-
tíðarinnar undanfarið, en hún hefur
farið í ýmsar áttir síðustu árin og ver-
ið ýmist stór eða lítil á víxl. Við höf-
um velt því fyrir okkur hvort við ætt-
um að beina hátíðinni í farveg sem
er í líkingu við Airwaves-hátíðina
og sinna þar með útrásarþörfinni,
þótt ég geri mér ekki grein fyrir því
hversu mikil sú þörf er. Þessi bransi
er svolítið ólíkur poppbransanum,
það eru ekki eins miklir „meik-
möguleikar“. Þótt menn geti notið
velgengni er þetta allt miklu smærra
í sniðum. Það er samt vilji til þess að
sinna þeirri hlið, þannig að ef til vill
verður hátíðin meiri stökkpallur fyr-
ir tónlistarmenn til að stækka mark-
aðssvæði sitt í framtíðinni.“
Stór hátíð fyrir litla þjóð
Pétur stýrir nú hátíðinni öðru
sinni, en hann var framkvæmda-
stjóri hennar árið 1991. „Þá var há-
tíðin haldin í samvinnu við Ríkis-
útvarpið, en árið þar á undan voru
haldnir svokallaðir Útvarpsdjass-
dagar, sem mörkuðu eiginlega upp-
hafið að Jazzhátíð Reykjavíkur. Það
var mikil sprengja og mjög eftir-
minnileg hátíð.“ Djassdeild FÍH
stendur fyrir hátíðinni með fulltingi
Reykjavíkurborgar auk þess sem há-
tíðin nýtur velvildar fyrirtækja eins
og Icelandair og fleiri. Pétur segir
stuðninginn nauðsynlegan. „Í okk-
ar fámenni er ekki hægt að halda
svona hátíð án þess að einkaaðilar,
ríki og borg komi að. Við þyrftum í
rauninni að vera 30 milljóna manna
þjóð, en ekki 300 þúsund til að geta
haldið svona hátíðir,“ segir Pétur.
gudmundurp@dv.is
Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin í átjánda sinn í lok ágúst. Pétur Grétarsson,
framkvæmdastjóri hátíðarinnar, stendur í ströngu um þessar mundir við
undirbúning hátíðarinnar, þar sem fram kemur fjöldi innlendra og
erlendra tónlistarmanna.
Sound Orb í
DaLí Gallery
Helgi Kristinsson opnaði
sýningu sína Sound Orb í DaLí
Gallery á Akureyri um nýliðna
helgi. Um er að ræða innsetn-
ingu og hljóðverk í viðkvæm-
um gifskúlum sem áhorfandi/
hlustandi getur handfjatlað og
heyrt hljóð hverrar kúlu fyrir
sig. Listamaðurinn setur fram
spurningar um sýningarrýmið
og tilvist þess og skapar í leið-
inni ákveðið andrúmsloft fyllt
hljóðum. Helgi er fæddur og
uppalinn í Reykjavík en býr og
starfar í Hollandi. Hann lærði
í KABK Royal Academy of Art
þar í landi og er einnig gull-
smiður að mennt.
Sýningar-
stjóri sýnir
Sýningarnefnd Skaftfells
á Seyðisfirði ákvað nýlega að
velja framvegis utanaðkom-
andi aðila til að stýra sumar-
sýningunni og gefa þeim al-
gerlega frjálsar hendur innan
ákveðins tímaramma. Með
þessu er vonast til að fá sýn-
ingu sem kemur með ferska
vinda inn í sýningardagskrána
og fer lengra með sýningar-
mörkin en sýningarnefndina
órar fyrir, samkvæmt því sem
segir á vefsíðu Skaftfells. Í ár
var Tuma Magnússyni boðið
að hafa frjálsar hendur með
sumarsýninguna og eftir mikl-
ar vangaveltur afréð hann að
sýna sjálfur stóra myndbands-
innsetningu sem hann hefur
nýverið unnið.
Tríó Sunnu Gunnlaugs „það geta verið svolítil læti
í okkur.“
DJASSINN gæðir bæinn lífi
Erlendir gestir Bandaríski píanistinn
uri Caine leikur ásamt tríói sínu á
hátíðinni.
Pétur Grétarsson Framkvæmda-
stjóri jazzhátíðar reykjavíkur.