Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Side 13
DV Morgunstundin þriðjudagur 17. júlí 2007 13 Morgunstundin Vaknar þú alltaf á sama tíma? „Á virkum dögum vakna ég alltaf klukkan 5.30.“ Er erfitt að vakna? „Ég er með skothelda taktík. Ég skil vekjara- klukkuna eftir 10 metra frá rúminu þannig að þegar ég er búinn að slökkva nenni ég ekki að fara að sofa aftur. Ég var alltaf með klukkuna við rúmið og snúsaði alltaf. Það var erfitt, en eftir að ég lærði nýju taktíkina er þetta miklu auðveld- ara.“ Sefur þú nakinn eða í einhverju? „Ég sef yfirleitt í stuttbuxum. Ég hef nú reyndar stundum stofnað í stuttbuxum og vaknað ber- rassaður. Ég veit ekki hver djöfullinn er í gangi þegar maður er sofandi. Ég kann enga skýringu á þessu.“ Hvað gerir þú fyrst eftir að þú ferð á fætur? „Ég vakna, hleyp að blandaranum og blanda mér einn próteinsjeik og drulla mér svo út. Ég byrja að þjálfa klukkan sex og þetta er nákvæmlega tíminn sem ég þarf til að vakna, borða og koma mér í vinnuna.“ Ferðu í sturtu á morgnana? „Nei. Ég æfi yfirleitt um há- degisbilið og hendi mér í gufuna eða pottinn eftir það.“ Hvaða morgunmat borðar þú? „Ég fleygi próteini í blandara, haframjöli og nokkrum frosnum berjum. Svo tek ég omega 3, 6 og 9. Það er morgunmaturinn.“ Lestu meðan þú borðar? „Les ég!? Það tekur mig nákvæmlega ellefu og hálfa sekúndu að þamba sjeikinn. Ég gæti rétt klárað fyrirsögnina. Ef ég ætlaði að lesa blöð- in þyrfti ég að vakna klukkan fimm, en þá eru blöðin ekki komin. Þetta er ákveðið gæða- vandamál.“ Hlustarðu á útvarp og þá hvaða? „Já, ég stilli stundum á útvarpið í bílnum en það eru engir útvarpsþættir byrjaðir svona snemma. Yfirleitt er bara einhver steratónlist í spilaranum sem vekur mig.“ Langar þig í laugina eða út að hlaupa áður en þú ferð til vinnu? „Nei, veistu, mér finnst ekkert í heiminum leiðinlegra en að synda. Það er algjör djöfuls- ins viðbjóður. Ég fer samt yfirleitt í Salarlaug- ina í Kaupavogi eftir æfingu. Það er langbesta laugin. Ég er samt með eina reglu. Maður fer ekki í sund ópumpaður. Það er skylda að fara á æfingu fyrst og hlaða aðeins í byssurn- ar. Það er bara regla. Maður lætur ekki sjá sig ópumpaðan í sundi.“ Sofna í stuttbuxum en vakna berrassaður! Egill „Gillzenegger“ Einarsson einkaþjálfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.