Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2007, Page 18
þriðjudagur 17. júlí 200718 Sport DV
Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. KA og Þór mættust í nágrannaslag á Akureyri:
Mikilvægur sigur KA-manna á erkifjendunum
Stórleikur elleftu umferðar í 1.
deild karla í knattspyrnu fór fram á
Akureyri í gær þegar nágrannalið-
in KA og Þór mættust á Akureyrar-
velli. Sú var tíðin að Akureyrarliðin
voru bæði í efstu deild en nú er öldin
önnur. KA var fyrir leikinn í gær með
sex stig í neðsta sæti deildarinnar
og hafði aðeins unnið einn leik í tíu
fyrstu leikjum liðsins í sumar. Þór var
fyrir leikinn í gær í sjöunda sæti með
tólf stig.
KA fékk gullið tækifæri á 14. mín-
útu til að ná forystu í leiknum þegar
liðið fékk vítaspyrnu. Árni Kristinn
Skaftason, markvörður Þórs, gerði
sér hins vegar lítið fyrir og varði víta-
spyrnuna.
Á 38. mínútu skoraði svo Elmar
Dan Sigþórsson eina mark leiksins
með skalla og þar við sat. Þór sótti
án afláts í síðari hálfleik en KA náði
að halda marki sínu hreinu og inn-
byrða mikilvægan sigur. Annar sigur
KA á leiktíðinni í hús og liðið náði að
koma sér upp úr neðsta sætinu.
Pétur Ólafsson, þjálfari KA, var
ánægður með þá baráttu sem læri-
sveinar hans sýndu í leiknum í gær.
„Við erum mjög ánægðir með þetta.
Þetta var gríðarlega mikilvægur sig-
ur hjá okkur. Við teljum að hann hafi
verið sanngjarn því við klikkuðum
á víti. Þó það hafi legið á okkur þá
skapaðist engin stórhætta af því.
Við erum stoltir af strákunum að
hafa náð að rífa sig upp. Það er ekki
auðvelt að rífa sig upp fyrir svona
leik,“ sagði sáttur þjálfari KA-manna.
Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari
Þórs, sagði að það væri erfitt að skora
gegn liði sem spilar jafn neikvæð-
an bolta og KA, eins og hann orðaði
það. „Við sóttum á þá allan seinni
hálfleikinn. Þrátt fyrir að þeir hafi
klúðrað víti voru þeir ekki að gera
neitt fyrir utan vítið og markið. En
það er ekki alltaf betra liðið á vellin-
um sem vinnur.
Þetta virkaði hjá þeim. Þeir lágu til
baka og uppskáru 1-0 sigur. Við verð-
um að læra að klára leikina. Það að fá
mark á sig gegn liðum eins og KA er
bara mjög erfitt. Við erum að reyna
að spila skemmtilegan sóknarbolta.
En þegar maður fær á sig mark á móti
svona liði sem spilar mjög neikvæð-
an bolta, þá ertu bara í vandræðum,“
sagði Lárus Orri eftir leikinn.
Þróttur tók á móti Reyni Sand-
gerði á Valbjarnarvelli í gær. Gunnar
Oddsson, þjálfari Þróttara, þjálfaði lið
Reynis á síðustu leiktíð og var því að
mæta sínum fyrrverandi lærisvein-
um.
Skemmst er frá því að segja
að Reynir sótti ekki gull í greipar
Þróttara því heimamenn komust
í 4-0 fyrir leikhlé með mörkum frá
Rafni Andra Haraldssyni, Arnljóti
Ástvaldssyni, Hirti Hjartarsyni úr
vítaspyrnu og Magnúsi Má Lúð-
víkssyni.
Reynismenn klóruðu aðeins í
bakkann í síðari hálfleik. Hafsteinn
Friðriksson náði að minnka mun-
inn í 4-1 með marki úr vítaspyrnu
og Jóhann Magni Jóhannsson skor-
aði annað mark Reynismanna áður
en flautað var til leiksloka. 4-2 sigur
Þróttar staðreynd og liðið í harðri
baráttu um að komast upp um
deild, á meðan Reynir berst fyrir lífi
sínu. dagur@dv.is
Skoraði eitt mark Magnús Már
lúðvíksson skoraði fjórða mark þróttara í
gær þegar liðið vann reyni frá Sandgerði
4-2.
Breiðablik lék á alls oddi er liðið heimsótti Fylki í Árbæinn. Blikar skoruðu þrjú mörk á innan við hálftíma og
gerðu hreinlega út af við afar dapra Fylkismenn.
Fylkir tekinn í bakaríið
0 3
FYLKIR BREIÐABLIK
Mörk: Gunnar Örn Jónsson (15.), Kristinn Steindórsson
(22.), Kristinn Steindórsson (23.).
6
6
4
4
4
3
4
4
5
5
5
4
2
2
1
3
1
0
Fjalar Þorgeirsson
Kristján Valdimarsson
David Hannah
Andrés M. Jóhannesson
Víðir Leifsson (75.)
Guðni R. Helgason
Hermann Aðalgeirsson(45.)
Valur F. Gíslason
Halldór Hilmisson (45.)
Haukur I. Guðnason
Christian Christiansen
Casper Jacobsen
Srdjan Gasic
Guðmann Þórisson
Arnór S. Aðalsteinsson
Árni K. Gunnarsson
Gunnar Ö. Jónsson
Arnar Grétarsson
Prince Mathilda
Kristinn Steindórsson
Nenad Zivanovic
Nenad Petrovic
TÖLFRÆÐI
SKOT AÐ MARKI
SKOT Á MARKIÐ
SKOT VARIN
HORNSPYRNUR
RANGSTAÐA
GUL SPJÖLD
RAUÐ SPJÖLD
13
7
3
4
1
1
0
7
7
7
6
7
8
7
8
8
7
7
VARAMENN: Albert
Brynjarsson (45.) - 6, Peter
Gravesen (45.) - 5, Mads
Bierholm (75.).
VARAMENN: Steinþór Freyr
Þorsteinsson (68.) - 7, Olgeir
Sigurðsson (86.).
Dómari: Erlendur Eiríksson - 8 Áhorfendur: 964
Maður leiksins:
Gunnar Örn Jónsson
Jacobsen
Fjalar
Árni Guðmann Gasic Arnór
Gunnar
Arnar Petrovic Zivanovic
KristinnPrince
Guðni Hannah
Valur F.
Kristján Víðir
HermannAndrés
Halldór
Christiansen
Haukur
Það var 20 stiga hiti og glampandi sól-
skin í Árbænum þegar Fylkismenn
tóku á móti Breiðabliki í gær. Leik-
urinn var afar jafn fyrstu mínúturnar
þó svo að Breiðabliksmenn hafi verið
skeinuhættari í sóknarleik sínum. Var
þar Gunnar Örn Jónsson greinilega
búinn að taka vítamínið sitt vegna
þess að hann virkaði afar öflugur í
rispum sínum á miðjunni og hægri
kantinum.
Það var síðan á 15. mínútu sem
umræddur Gunnar vann boltann eft-
ir lítinn darraðardans á miðjunni hjá
Fylkismönnum, tók á rás upp miðjan
völlinn og skoraði laglega með föstu
skoti niðri í vinstra hornið, fullkom-
lega óverjandi fyrir Fjalar Þorgeirs-
son.
Það var síðan á 22. mínútu sem
Kristinn Steindórsson jók muninn fyr-
ir Breiðablik eftir að misheppnað skot
frá Srdjan Gasic féll afar þægilega fyr-
ir fætur hans án þess að Fylkisvörnin
væri að stressa sig of mikið yfir því og
einungis mínútu síðar skoraði hann
þriðja mark Breiðabliks í jafmörgum
skotum eftir fallega stungusendingu
frá vinstri kantinum.
Ótrúleg staða eftir aðeins tæplega
hálftímaleik og nokkuð ljóst að and-
lausir Fylkismenn þyrftu heldur bet-
ur að spýta í lófana ef þeir ætluðu ein-
faldlega ekki að láta niðurlægja sig
enn frekar. Fylkismenn reyndu ólmir
að svara fyrir sig og Christian Christi-
ansen náði furðulega föstu skoti úr
kyrrstöðu sem fór beint upp í mark-
vinkilinn en Casper Jacobsen var vel
staðsettur og blés ekki úr nös við að
verja skotið. Það var síðan á 42. mín-
útu sem Arnar Grétarsson átti fallega
rispu upp miðjan völlinn og sendi
leglega stungusendingu á Prince
sem rúllaði föstum bolta á dauðafrí-
an Kristin Steindórsson sem þrum-
aði boltanum langt yfir af um það bil
1 meters færi.
Fylkismenn eins og múmíur
Leifur Garðarsson var augljós-
lega ekki sátur við frammistöðu sinna
manna í fyrri hálfleik og gerði tvær
breytingar í hálfleik. Útaf fóru Her-
mann Aðalgeirsson og Halldór Arn-
ar Hilmisson og í staðinn komu Peter
Gravesen og Albert Brynjar Ingason.
Þetta virtist blása örlitlítilli baráttu
í sóknarleik Fylkis og náði Albert
strax að setja mark sitt á leikinn með
góðu skoti en Casper Jacobsen var
vel á verði og boltinn lenti í öruggum
hrömmum hans.
Þrátt fyrir að Fylkismenn hafi ver-
ið ögn líflegri í byrjun seinni hálf-
leiks virtust Breiðabliksmenn enn
vera til alls líklegir og ógnuðu sókn-
armenn þeirra í hvert skipti sem
þeir sáu boltann. Gaman var að sjá
að þrátt fyrir örugga forystu bökk-
uðu Blikar ekki um hænufet og spil-
uðu bullandi sóknarbolta þar sem
aldrei voru fleiri en 6 leikmenn fyrir
aftan boltann í upphafi sóknar. Hægt
og rólega lak allt loft úr Fylkismönn-
um og í lokin leit þetta meira út fyrir
að vera létt æfing fyrir Blika en leik-
ur í efstu deild. Áttu Blikar fjölda-
margar marktilraunir og Fjalar Þor-
geirs sýndi hvers megnugur hann er
ásamt því að Blikar hreinlega nýttu
færin sín ekki alveg nógu vel.
„Það vakti engill yfir okkur“
Eftir leikinn voru þeir Gunnar Örn
og Kristinn glaðir í bragði enda var
þetta fyrsti leikur þeirra beggja í byrj-
unarliði í sumar. Kristinn sem er að-
eins sautján ára gamall sagði að nú
væri nú varla við öðru að búast en að
hann og Gunnar fengju örlítið fleiri
tækifæri enda hafa þeir báðir skorað í
tveimur leikjum í röð. „Maður verður
náttúrulega bara að vona það besta.
Við skoruðum báðir í síðasta leik og
það á vel við okkur að spila svona ein-
faldan sóknarleik. Núna verðum við
bara að halda áfram á þessari braut.“
Gunnar Örn tók í í sama streng og tal-
aði um að það hefði verið mikið um
skotæfingar upp á síðkastið og það
hefði gert þeim gott í leik eins og þess-
um. Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis
var hins vegar alls ekki sáttur við sína
menn í þessum leik. „Við bara skit-
um í brækurnar í fyrri hálfleik, það
var jafnræði með liðunum og síðan
kom þetta mark. Þá bara hrundi allt
hjá okkur og við vorum gjörsamlega
á hælunum allan fyrri hálfleik. Það
var náttúrulega lítið um ljósa punkta
í okkar leik, en kannski var Fjalar fínn
í seinni hálfleik og síðan var náttúr-
lega einhver verndarengill með okkur
í seinni hálfleik. Við hefðum klárlega
átt að tapa þessum leik mun stærra
en 3–0.“
Með þessum sigri hirðir Breiðablik
fimmta sætið af Fylkismönnum og er
núna með 13 stig, einu stigi meira en
Fylkir.
Einstefna Breiðablik
valtaði yfir Fylki í gær.
Komst lítt áleiðis Fylkismenn sáu ekki
til sólar í gær.