Læknablaðið : fylgirit - 15.05.1982, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ
11
hún var eins og kunnugt er amma hins merka
skurðlæknis Matthíasar Einarssonar, sem lengi var
yfirlæknir á Landakotsspítala. Sólveig var oftar en
einu sinni sett til að gegna læknisstörfum í Eyjum í
forföllum lækna, eins og meðal annars segir í
„Justitsministeriets Skrivelse" 20. april 1863, um
sérstaka þóknun (Honorar) til Sólveigar fyrir
læknisverk.
Annars má segja, að yfirsetukonur gegndu
lykilhlutverki í meðferð nýfæddra barna á fyrri tíð.
2. kafli
Þáttur Peters Schleisners læknis
Ginklofanum útrýmt
í Vestmannaeyjum
Peter Anton Schleisner var fæddur ló.júní 1818
í Lyngby norðan Kaupmannahafnar og dáinn 26.
febrúar árið 1900 (4). Hann lauk læknisprófi í
Kaupmannahöfn 26. október 1842 við Hafnarhá-
skóla og vann síðan á spítölum í Kaupmannahöfn
1843—1846. Fyrsta ritgerðin, sem vakti athygli á
hæfileikum Schleisners fjallaði um bamsfararsótt,
Kbh., 1846.
Árið 1847 var hann sendur til íslands,
samkvæmt sérstakri konungsskipan dagsettri í
mars 1847, til þess, eins og þar stendur, „að rann-
saka ginklofann í Vestmannaeyjum og finna
varnir gegn honum" (47). Schleisner ritaði tvær
bækur um íslandsferðina, sem komu út í Kaup-
mannahöfn 1849. Önnur var doktorsritgerð „For-
sög til en Nosographie af Island", en doktorsrit
þetta er hið fyrsta í læknisfræði er ritað var á
danska tungu, munnlega vörnin var þó flutt á
latínu. Hin ritgerðin var „Island undersögt fra et
lægevidenskapeligt synspunkt", (doktorsritið með
viðauka) (75, 77).Árið 1851 kom úteftirSchleisner
í London „Vital Statisticsof Iceland", en árið 1849
hafði Schleisner ritað „Om de islanske Epidemier"
í Bibliotek for Læger, femte bind, s. 276—299.
Schleisner hallaðist snemma að snertismitun í
stað illalyktandi útgufunar (miasma) sem aðalor-
sök sjúkdóma. Þessi kenning Schleisners vakti
mikla athygli á alþjóðlegri kóleruráðstefnu í Wien
1874. í æviágripi Schleisners í Salomonsens Lexi-
kon (Kbh., 1926) segir auk þessa frá námsferðum
hans til Frakklands og Englands 1849—51, skipu-
lags- og stjórnunarstörfum heilbrigðismála í
greifadæmunum Schleswig-Holstein 1853—1864
og síðar í Kaupmannahöfn til aldamóta. Schleisn-
er lét reisa „Öresunds"- og „Blegdamshospital“.
í áðurnefndum ritum frá 1849 talar Schleisner
um. að hann muni á öðrum stað ræða ginklofa-
Peter A. Schleisner dr. med. F. i Lyngby á Sjálandi 1818.
D. 1900. Hann var 5. læknirinn, sem sendur var til Vest-
mannaeyja til að berjast við ginklufann. Hann varð siðar
læknir í Schlcswig og Kbh. Etazráð 1877.
málið sérstaklega. en sú umræða kom aldrei fyrir
almenningssjónir undir hans nafni. Schleisner
mun hinsvegar hafa sent heilbrigðisstjórninni
dönsku skýrslu um þetta mál og fleiri, en sú skýrsla
varsíðan gefin útaf öðrurn lækni, Júlíusi Thomsen
dr. med., í Schleswig 1855 á þýskri tungu (85), en
ritgerðin fjallar um sjúkdómsmálefni á íslandi og í
Færeyjum. Auk Schleisners og Thomsens eiga efni
í bókinni Eschricht, Tanum og Manicus. D.F.
Eschricht, sem er danskur dýrafræðingur lýsir hér
réttu samhengi sullaveiki í hundi, sauð og manni.
(Þessi síðastnefnda bók mun ekki hafa verið í
margra höndum eins og segir í inngangi vegna