Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Síða 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 5 II. Forgangsröðun meðal annarra þjóða Á undanförnum árum hefur umræða um for- gangsröðun í heilbrigðisþjónustu verið ofarlega á baugi á Vesturlöndum. Nauðsynlegt er að líta til þessarar umræðu og hér á eftir er fjallað um nið- urstöður nokkurra þjóða sem reynt hafa að setja fram stefnu um forgangsröðun sjúklinga. Norð- menn. Svíar, Finnar, Hollendingar, Nýsjálend- ingar og íbúar Oregon fylkis í Bandaríkjunum hafa kynnt leiðbeiningar varðandi forgangsröðun og hafa íbúar í Oregon gengið lengst í forgangs- röðun með tilliti til einstakra sjúkdóma og með- höndlunar þeirra. Bæði í Noregi og í Oregon fylki hafa verið teknar pólitískar ákvarðanir í kjölfar þeirrar tillagna sem fram komu. 1. Oregon Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna er umdeilt. Þar í landi fara um það bil 14% þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála sem er meira en í nokkru öðru OECD landi. Þrátt fyrir þetta eru 35 milljónir Bandaríkjamanna án nokkurra sjúkratrygginga og mikill fjöldi hefur ekki nægjanlegar sjúkra- try^gingar. í Oregon fylki í Bandaríkjunum varð forgangs- röðun mjög brýn á síðasta áratugi þegar dró úr tekjum ríkisins og fjármagn til heilbrigðisþjón- ustu reyndist ekki nægjanlegt. Umræðan í Oregon hefur ekki eingöngu snúist urn hverjir eru tryggðir, heldur hvað er tryggt. Komið var á fót nefnd sem hafði að leiðarljósi tvö atriði. I fyrsta lagi að heilbrigðisþjónustan stuðli að bættri heilsu og í öðru lagi að allir íbúar skuli eiga rétt á sambærilegri heilbrigðisþjónustu. Gerðar voru umfangsmiklar kannanir á mati íbúa á heilbrigði og lífsgæðum. Að því loknu var búinn til listi yfir 1600 sjúkdóma og úrlausnir við þeim. Fyrir hvern sjúkdóm og meðferð við honum var spurt: Aukast lífsgæði? Aukast lífslíkur? Hafa allir jafnan aðgang að þjónustunni? Er þjónustan hagkvæm? Til að bera saman mismunandi sjúkdóma og meðferð við þeim var skilgreint svokallað hlutfall heildarávinnings (Net benefit value ratio). Þetta er hlutfall kostnaðar, aukningar lífsgæða í kjölfar meðferðar, meðferðarárangurs og hversu lengi hann mun nýtast. Gefinn var út listi yfir sjúkdóma og meðferð við þeim, er í fyrstu innihélt 709 sjúk- dóma og meðferðir við þeim. sem áformað var að sjúkratryggingar greiddu fyrir. Efst á listanum voru sjúkdómar þar sem hægt var að beita áhrifa- ríkri meðferð, sem hafði langvinn áhrif, var hag- kvæm og nýttist flestum til aukinna lífsgæða. Neðst á listanum höfnuðu sjúkdómar og meðferð- ir þar sem dánarlíkur voru miklar, ólæknandi sjúkdómar og sjúkdómar sem þóttu svo meinlaus- ir að óþarfi væri að meðhöndla þá. Einnig var kostnaðarsöm meðferð með óvissum áhrifum á lífsgæði og lífslengd neðarlega á listanum. Heild- arfjárveiting til heilbrigðisþjónustunnar hefur síð- an ákvarðað hvar á listanum dregið er úr greiðsl- um eða þær stöðvaðar. Vegna gagnrýni var þessum lista síðar breytt þannig að ákveðnir lífshættulegir sjúkdómar voru færðir framar í forgangsröðinni þótt kostnaðar- virknigreining væri ekki hagstæð og nokkrir al- varlegir sjúkdómar voru færðir ofar á listann þótt árangursrík meðferð væri ekki fyrir hendi (2). 2. Holland Árið 1991 kom út skýrsla um forgangsröðun á vegum hollenskra heilbrigðisyfirvalda (3). Nefndin sem skýrsluna samdi komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væri hægt að komast hjá því að forgangsraða í heilbrigðisþjónustu. Nefndin lagði mikla áherslu á tvö atriði, annars vegar gæði lækninga og hins vegar samband læknis og sjúk- lings. Lögð var áhersla á að draga skyldi úr rétti sjúklinga til læknismeðferðar og sjálfsvaldi heil- brigðisstétta til að ákveða meðferð án tillits til kostnaðar. Nefnd voru nokkur atriði sem talin voru geta gert þetta mögulegt meðal annars tak- mörkun á réttindum sjúklinga, notkun biðlista, mat á nýrri lækningatækni og æskileg notkun heil- brigðisþjónustu. Lagt var til að réttur geðsjúkra og fatlaðra yrði tryggður með lagasetningu. 3. Svíþjóð Árið 1995 kom út skýrsla um forgangsröðun í heilbrigðismálum á vegum sænskrar þingnefndar (4). Sænska nefndin gerði nokkurn greinarmun á forgangsröðun stjórnmálamanna á fjármagni og forgangsröðun sjúklinga. Nefndin var sammála um að forgangsröðun skyldi vera byggð á skýrum siðferðilegum grunni. Nefndin benti á mikilvægi þess að í umræðunni um forgangsröðun þyrfti að byggja á niðurstöðum rannsókna. Umönnun sjúklinga með langvinna sjúkdóma og dauðvona

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.