Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Síða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 13 lag öldrunarþjónustu og hlutverk framkvæmda- sjóðs aldraðra. Samkvæmt lögunum má engan vista til langdvalar á stofnun fyrir aldraða nema að undangengnu vistunarmati. Aldraðir einstak- lingar á stofnunum taka verulegan þátt í kostnaði við dvöl sína í þjónustu- og hjúkrunarrými svo og á sjúkrahúsum eftir 90 daga dvöl (13). í lyfjalögum nr. 93/1994 eru ýmis ákvæði um stjórnkerfi og skipulag lyfjamála á Islandi. Sá hluti heilbrigðisþjónustunnar sem fæst laga- ákvæði eru um, eru störf sjálfstætt starfandi sér- fræðilækna og einkarekin utanspítalaþjónusta. Ýmis ákvæði í lögunum um heilbrigðisþjónustu hafa ekki komist til framkvæmda (14). íslensk heilbrigðisáætlun var samþykkt á Al- þingi 19. mars 1991, þar segir í inngangi: „Alþingi ályktarað stefna íheilbrigðismálum á íslandifram til ársins 2000 skuli taka mið af heilbrigðisáœtlun þeirri sem hér er settfram í 32 liðum og hefur það að markmiði að bœta heilsufar þjóðarinnar". Einnig segir þar um almenna stefnu í heilbrigð- ismálum: “Tilgangur heilbrigðisþjónustunnar er að skapa jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, að bœta árum við lífið, heilbrigði við lífið og lífi við árin. Til þess að svo megi verða þarfað takafullt tillit til heilbrigðissjónarmiða í þjóðfélaginu. Ákvarðanir stjórnvalda verða ekki síður byggðar á vitneskju um heilsufarslegar afleiðingar ákvarðana en um efnahagsleg og menningarleg áhrif. Gefa þarfsér- stakan gaum að þörfum þeirra sem verst eru settir og þjóðfélagshópa sem ekki njóta fyllsta jafnréttis til að öðlast heilbrigði og njóta heilbrigðisþjón- ustu. íþessu sambandi er rétt að nefna sérstaklega aldraða, þá sem þjást af langvinnum sjúkdómum sem valda verulegri fötlun og þá sem fatlaðir eru frá fæðingu". Síðar í áætluninni segir: „Stefnt skal að því að saman fari í heilbrigðisþjónustunni ábyrgð á fjár- mögnun og rekstri. Heimilt verði að gera samn- inga við einstaklinga, félög og samtök um að ann- ast afmarkaða rekstrarþœtti í heilbrigðisþjónustu eftirþvísem hagkvœmast er talið". I áætluninni er sérstök áhersla lögð á gildi heilsugæslunnar, það er heilsuverndarstarf og allt lækningastarf utan sjúkrahúsa. Um þróun heilbrigðiskerfisins segir í íslenskri heilbrigðisáætlun: „/ þróun heilbrigðisþjónustu skal markvisst dregið úrþeim mismunsem enn erá möguleikum fólks til heilbrigðisþjónustu eftir bú- setu. Fjöldi starfsliðs t heilbrigðisþjónustu skal taka mið af verkefnum sem kunna að aukast vegna aukinnar áherslu á forvarnir og fjölgunar í eldri aldurshópum". í kaflanum um þróun heilbrigðis- kerfisins er einnig talað um að stefnt skuli að því að gera heilbrigðisþjónustuna persónulegri, þjálli og samfelldari. 2. Skipulag heilbrigðisþjónustunnar a. Starfsfólk. Um 30 heilbrigðisstéttir hafa lög- vernduð starfsréttindi. Um hverja stétt gilda sér- stök lög eða reglugerðir sem sett eru samkvæmt lögum nr. 24/1985 (15). Læknalög eru ítarlegustu lög um heilbrigðisstétt á íslandi, einkum kaflinn um skyldur. Auk læknalaga gilda mörg önnur lög og reglugerðir um lækna og störf þeirra. Heildarfjöldi lækna á Islandi er um þessar mundir talinn nægur, þótt enn vanti lækna með sérmenntun á ákveðnum sviðum. Endurnýjun er nauðsynleg og ef ekki verður aukin nýliðun lækna má búast við læknaskorti á Islandi í byrjun nýrrar aldar (16). Skortur hefur verið á hjúkrunarfræð- ingum til starfa á seinni árum og einnig sjúkra- þjálfurum til skamms tíma. Ekki hefur farið fram inat á framboði og þörf á mannafla í öðrum heil- brigðisstéttum en meðal lækna. b. Heilsugæsla. Heilsugæslulæknar og sjálfstætt starfandi heimilislæknar eru alls urn 190. Landinu er skipt í 48 heilsugæslusvæði. Heilsugæslustöðv- ar eru 54, á 18 þeirra starfar einn læknir (H1 stöðvar) og á 36 stöðvum starfa tveir eða fleiri læknar (H2 stöðvar). Á öðrum heilsugæslusvæð- um eru svokallaðar H stöðvar, alls 27. Þar er aðstaða fyrir reglubundna móttöku læknis sem er starfandi á annarri stöð. Reykjavík er skipt í fjög- ur heilsugæsluumdæmi þar sem starfræktar eru níu heilsugæslustöðvar. I Reykjavík eru einnig sjálfstætt starfandi heimilislæknar. c. Sérfræðiþjónusta. Sérfræðiþjónusta, önnur en þjónusta heimilislækna, er veitt á sjúkrahúsum og á læknastofum sérfræðilækna. Fjölbreytt sér- fræðiþjónusta er veitt á höfuðborgarsvæðinu, Ak- ureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhluta landsins. Annars staðar á landinu er sérfræði- þjónusta að hluta til veitt með heimsóknum sér- fræðilækna. Árið 1995 voru um 400 sérfræðilækn- ar með samning við Tryggingastofnun ríkisins, þar af störfuðu um 50 eingöngu á eigin lækna- stofu. Auk þess voru fáeinir læknar starfandi án samnings við Tryggingastofnun ríkisins. d. Sjúkrahúsþjónusta. í Reykjavík eru starf- rækt tvö háskólasjúkrahús sem veita fjölþætta þjónustu, Ríkisspítalar og Sjúkrahús Reykjavík- ur. Deildaskipt sjúkrahús eru einnig á Akranesi og Akureyri. Árið 1995 voru rúm á þessum sjúkrahúsum samtals 1394 og hefur farið fækkandi á undanförnum árum. Fjöldi rúma og skipting þeirra á milli sjúkrahúsanna, kemur fram í töflu I.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.