Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Side 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 19 VI. Nokkrar aðferðir við forgangsröðun 1. Takmarkanir og hömlur Mörg dæmi eru um tafir sem verða á því að einstaklingar fái viðeigandi greiningu og með- ferð. Við bráðaveikindi skiptir miklu að ákveða mikilvægi innlagnar á sjúkrahús. Ef innlagnar er þörf er rétt að leita bestu lausnar. Við innlögn á bráðadeild er mikilvægt að dvölin sé svo stutt sem auðið er og nauðsynlegur flutningur milli deilda eigi sér stað án tafar. Þegar sjúkradeild hefur lokið hlutverki sínu í umönnun er mikilvægt að sjúklingur geti útskrifast sem fyrst með heppilegri eftirmeðferð eða vistun. Óeðlilegar takmarkanir á aðgengi að heilbrigð- isþjónustu, til dæmis ómarkvissar sparnaðarað- gerðir, skapa óréttlæti þar sem hætt er við að hinir sterku taki til sín það sem þeir þurfa en hinir mæti afgangi. Samtímis getur álag aukist annars staðar sem leitt getur til hækkunar á heildarkostnaði. Þannig getur bið eftir vistun á öldrunardeild eða ákveðinni rannsókn leitt af sér lengri legutíma á sjúkrahúsi með tilheyrandi kostnaðaraukningu. Einnig getur lítil ferliverkastarfsemi leitt af sér óþarfa innlagnir á spítaladeildir. Nauðsynlegt er að hömlum og skorti sé ekki beitt sem stýritæki, heldur séu einstakir þættir heilbrigðiskerfisins samstilltir og styðji hver annan, svo hægt sé að ná sem mestri skilvirkni. Skortur á hagkvæmum lausnum má ekki leiða til dýrari úrræða. Tryggja þarf að hver einstaklingur fái þá þjón- ustu sem hann þarf á að halda á hverjum tíma án óeðlilegra tafa. Til að svo megi verða þarf nauð- synleg þjónusta að vera til staðar þegar hennar er þörf. Því er mikilvægt að skilgreina tilfærslu sjúk- linga í heilbrigðiskerfinu og hvert stig heilbrigðis- kerfisins þarf að skilgreina með tilliti til hlutverks og skilvirkni. Viðleitni til að halda aftur af útgjöldum heil- brigðiskerfisins getur leitt til þess að stjórnvöld hindri að nýjungar séu teknar í notkun. I slíkum tilvikum gleymist oft að nýjungar á einu sviði leiða iðulega af sér lægri kostnað og samdrátt verkefna á öðrum sviðum. Þessi vinnubrögð geta dregið úr möguleikum á eðlilegum framförum. 2. Mat á lækningatækni Lækningar byggðar á niðurstöðum vísindalegra rannsókna eru besta gæðatrygging heilbrigðis- þjónustunnar. Sívaxandi flæði upplýsinga um læknisfræðileg efni í læknisfræðitímaritum um all- an heim, gerir læknum hins vegar æ erfiðara að fylgjast með nýjungum og leggja gagnrýnið mat á gildi einstakra rannsókna. Ný lækningatæki og lyf skapa nýja möguleika sem oft fylgir ærinn kostn- aður. Nauðsynlegt er því að nýjar aðferðir séu metnar vandlega áður en þær eru teknar í al- menna notkun (22). Mat á lækningatækni felur í sér allt mat á að- ferðum sem beitt er við heilbrigðisþjónustu og er grundvöllur þess sem nefnt hefur verið „sann- reynd læknisfræði" (evidence based medicine) (23). Orðið lækningatækni er þannig notað um bæði nýjar og áður þekktar aðferðir sem notaðar eru við greiningu og meðferð sjúkdóma hvort sem um er að ræða rannsóknir, skurðaðgerðir, ávfsan- ir lyfja, tækjanotkun eða annað. Markmið mats á lækningatækni er að meta árangur, kostnað og virkni (cost-effectiveness) þeirra aðferða sem beitt er. Einnig eru lagalegir, siðferðilegir og fé- lagslegir þættir tengdir tækninni metnir sem og skipulag við beitingu hennar til dæmis æskilega útbreiðslu innan heilbrigðisþjónustunnar. Mat á lækningatækni felur í sér eftirfarandi þrep; * greiningu á þeirri tækni sem meta skal * forgangsröðun mismunandi þátta við matið * matsferlið * framsetningu niðurstöðu * kynningu niðurstöðu * notkun tækninnar * mat á gagnsemi tækninnar. Ef mat á lækningatækni á að vera markvisst og nýtast innan heilbrigðisþjónustunnar er nauðsyn- legt að fyrir hendi sé ákveðið skipulag bæði við mat og framsetningu niðurstaðna. Slíku matsferli er hægt að stjórna ofan frá, það er af heilbrigðis- stjórn eða neðan frá, af samtökum lækna. Síðari

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.