Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Page 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Page 20
20 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIR1T 35 aðferðin hefur þann kost að þeir sem nota munu tæknina taka þátt í matinu og þekkja því forsend- ur matsins að því loknu. Mat á lækningatækni kostar talsverða fyrirhöfn og vinnu en niðurstöð- ur matsins eru grundvöllur leiðbeininga um beit- ingu tækninnar, sem kalla má klínískar leiðbein- ingar. Slíkar leiðbeiningar geta leitt til markviss- ari vinnubragða og lægri kostnaðar og auk þess verið liður í símenntun lækna. 3. Samræmdar leiðbeiningar um læknis- meðferð Við greiningu og meðferð sjúkdóma er mikil- vægt að tryggja að þær leiðir sem valdar eru séu virkar, byggðar á fræðilegum grunni og hag- kvæmar. Ef dregið er úr breytileika og stuðst við niðurstöður vísindarannsókna má gera ráð fyrir betri nýtingu fjármagns sem til ráðstöfunar er í heilbrigðiskerfinu. Með samræmdum klínískum leiðbeiningum er leitað bestu lausna við klíníska vinnu í þeim til- gangi að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar og skapa jafnræði með sjúklingum. Vel gerðar leið- beiningar geta stuðlað að vísindalegum vinnu- brögðum við mat á gildi einstakra meðferðar- forma og skapað grundvöll fyrir rannsóknir. Eft- irfarandi skilyrði þurfa að gilda um samræmdar leiðbeiningar um læknismeðferð. Pær þurfa að: * hafa gildi (validity) * vera áreiðanlegar (reliability) * vera gegnsæjar (transparency) * vera unnar af væntanlegum notendum * hafa klínískt notagildi * vera sveigjanlegar (til að hægt sé að bregðast við undantekningum) * vera skýrar * vera í stöðugri endurskoðun. Leiðbeiningar geta varðað eina ákvörðun eða margar og þær geta fjallað um ábendingar fyrir ákveðinni rannsókn eða aðgerð og snert val á mörgum mismunandi leiðum til greiningar eða meðferðar við ákveðnum sjúkdómi. Nauðsynlegt er að samræmdar leiðbeiningar um læknismeðferð auðveldi lausn vandamála í daglegum störfum, einkum þegar fengist er við algenga sjúkdóma og dýra meðferð. Ef ekki eru til staðar óyggjandi rannsóknarniðurstöður skal reynt að ná fram samstöðu um vinnulag. Gerð leiðbeininga skal vera undir stjórn þeirra lækna sem bera ábyrgð á sjúklingum með þau vandamál sem til úrlausnar eru. Að gerð þeirra skulu koma fulltrúar þeirra aðila sem annast sjúklinga með tiltekin vandamál. 4. Biðlistar Biðlistar eftir læknisþjónustu hafa þekkst lengi og geta átt við hvers konar þjónustu, sem ekki er bráð og hefur verið nefnd valþjónusta. Biðlistar eru ekki bundnir við aðgerðir. heldur geta þeir myndast í sambandi við sértækar rannsóknir hvort sem um er að ræða inniliggjandi sjúklinga eða ferlisjúklinga. Biðlistar hafa verið unnir af einstökum læknum fyrir eigin þjónustu en einnig hafa hópar lækna og sérgreinadeildir haft sam- vinnu um gerð biðlista. Vel gerðir biðlistar geta sýnt fram á heilbrigðisvanda og þörf fyrir heil- brigðisþjónustu, bæði rannsóknir og meðferð. Biðlistar geta þannig stutt ákvarðanir um áherslu- breytingar í heilbrigðisþjónustunni. Þótt biðlistar geti nýst sem eitt af stjórntækjum heilbrigðiskerf- isins má ekki gleyma að slíkir listar þurfa að skoð- ast í víðara samhengi ef meta á starfsemi einstakra eininga heilbrigðiskerfisins. Vel gerðir biðlistar geta leitt til jafnræðis og betri og réttlátari þjónustu við sjúklinga. Þeir þurfa að vera samanburðarhæfir til dæmis varð- andi nauðsyn íhlutunar og afleiðingar óeðlilegs biðtíma fyrir einstaklinginn. Jafnframt þarf að vera hægt að meta og bera saman þjóðfélagslegar afleiðingar vegna vinnutaps og lyfjanotkunar á biðtímanum. Ef nýta á biðlista sem stjórntæki þurfa þeir að vera samræmdir. Biðlisti sem sýnir fram á raunverulega þörf, sem ekki er fullnægt, á að leiða til breytinga svo biðtími verði innan æskilegra viðmiðunarmarka. Hve langur biðtími eftir íhlutun má vera er hins vegar skilgreiningaratriði, sem ekki hefur verið tekist á við og er mismunandi eftir tegund íhlutun- ar. Við forgangsröðun er óhjákvæmilegt að setja fram viðmiðunarreglur um hvað langan biðtíma er hægt að sætta sig við og hvernig skuli brugðist við fari biðtími úr hófi. Vistunarmat aldraðra er dæmi um skilgreindan biðlista (24). 5. Hagkvæmniathuganir Hagfræðilegar athuganir á virkni eða áhrifum ýmissa aðgerða heilbrigðisstarfsfólks leita svara við því hvaða tengsl séu milli nytsemi og kostnað- ar tiltekinnar ílilutunar. Síðari ár hefur mikið verið litið til kostnaðar- nytja greiningar (cost-benefit analysis). Aðrar að- ferðir má nefna, svo sem nálgun á mannlegum höfuðstól (human-capital approach) og nálgun á greiðsluvilja (willingness-to-pay approach) (25). Allar aðferðirnar hafa að markmiði að finna stærð ákveðinna kostnaðarþátta. Hagfræðiathug- anir nýtast við greiningu á mismunandi aðferðum við sama vandamál og hvernig bæta megi heil- brigði sem mest með tilteknum fjármunum. Fyrst

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.