Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35
27
IX. Lokaorð
Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu snertir alla samstaða um hlutverk og ábyrgð þeirra sem stýra
landsmenn. Allir geta tekið þátt í umræðu um forgangsröðun.
forgangsröðun en ákvarðanir eru á hendi stjórn- Umræðu um forgangsröðun lýkur aldrei þar
málamanna og heilbrigðisstarfsfólks. Miklu sem forsendur breytast vegna nýrrar þekkingar,
skiptir að samvinna þessarra aðila sé góð og trún- nýrra meðferðarmöguleika og tækninýjunga.
aður ríki milli þeirra. Pess vegna þarf að vera Nefndin leggur áherslu á eftirtalin atriði:
1. Siðferðilegar forsendur verði hafðar að leiðarljósi við forgangsröðun í heilbrigðis-
þjónustu.
2. Stjórnvöld setji fram markvissa heilbrigðisáætlun með mælanlegum markmiðum.
3. Gerð verði áætlun um mannaflaþörf heilbrigðisþjónustunnar á næstu árum.
4. Gera þarf áætlanir um húsnæðisþörf í heilbrigðisþjónustu, endurnýjun og notkun
þess húsnæðis sem þegar er til staðar
5. Stjórnvöld geri áætlun um fjárveitingar til heilbrigðisþjónustunnar til þriggja ára í
senn.
6. Heilbrigðisyfirvöld hlutist til um að fram fari fræðsla um eðli forgangsröðunar og
könnun á skoðunum almennings á aðferðum við forgangsröðun.
7. Settur verði á stofn vinnuhópur skipaður fulltrúum heilbrigðisstétta og stjórnvalda
sem móti stefnu að því er varðar forgangsröðun.
8. Hvert stig heilbrigðiskerfisins og tilfærsla sjúklinga innan þess verði skilgreint með
tilliti til hlutverks og skilvirkni.
9. Lokið verði uppbyggingu frumheilsugæslu fyrir alla landsmenn.
10. Læknafélag íslands hafi forgöngu um að læknar sameinist um mat á lækningatækni,
gerð klínískra leiðbeininga og samræmdra biðlista.
11. Athuga þarf kosti fjarlækninga og reglubundinna ferða sérfræðilækna til fámennra
staða.
12. Skilgreina þarf ábyrgðarsvið heilbrigðisstétta.
13. Skipuleggja þarf og auka þjónustu við ferlisjúklinga.
14. Kanna þarf hagkvæmni hinna ýmsu möguleika á sjúkraflutningum og hvort frekari
uppbygging sjúkraflugþjónustu með þyrlum og flugvélum með vaktviðbúnaði allan
sólarhringinn sé hagkvæm.
15. Kanna þarf rekstarhagkvæmni sjúkrahótels í Reykjavík.
16. Áherslu ber að leggja á góða samvinnu milli sjúkrahúsa svo nýta megi á sem hag-
kvæmastan hátt tæki, vaktaviðbúnað og aðra þjónustu. Hið sama gildir um aðrar
heilbrigðisstofnanir.