Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 7

Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 7
7 Þegar ég vaknaði mundi ég hlutina eins og þeir hefðu raunverulega gerst - um- hverfið, fólkið, allt var þetta eins og í veruleikan- vun. Og hugsanirnar komu hver af annarri, ávísun, banki, kærleikur, engin innistæða - hvað þýddi þetta eiginlega,gat ég eitt- hvað lært af þessu? Var það ekki næsta undarlegt að stofnun, sem leysir vanda í milljónum og aftur milljón- xm í krónutali gat ekki staðið skil á einni lítilli ávísun, sem hljóðaði upp á KÆRLEIKA. Var hugsanlegt að þetta sýndi mér hve vonlaust er að leita á náðir heimsins í leit að því sem virkilega gefur lífinu gildi? Vill- umst við e.t.v. stundum í leit okkar að kærleikanum. Fram undan er hátíð, hátíð ljóssins og kærleikans. Til barnsins í jötunni megirni við koma og þiggja ókeypis allt það besta, sem mannleg- ur hugur skynjar, ást -frið - kærleika.Enginn þarf þaðan að komá tómhentur, þar þrýt- ur innistæðan aldrei. Barnið í jötunni endurspeglaði í lífi sínu hér á jörðu þau undursamlegu sannindi, sem aldrei mega gleymast, að GUÐ ER KÆRLEIKUR. A.M.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.