Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 26

Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 26
26 einhverjum bardaganum hafði hann særst,því á kinninni var stórt og ljótt ör. Foreldrar hans töluðu við hann og reyndu að hughreysta hann. NÚ var of seint að taka til greina ráðlegg- ingar þeirra eða viðvaranir. Ekki gátu þau gert neitt fyrir hann. Úr því sem komið var beið hann einungis óttalegs dauða síns á krossi. Það er ekki gott að ímynda sér þær hugsanir sem fara um huga manns sem bíður eftir böðlum sínum, en eitt er víst, hann hefur verið mjög hryggur er hann leit yfir farinn veg. Hann hafði leitt aðra með sér í þessa glötun - einmitt tveir fél- agar hans sem voru handtekni: með honum, átti að kross- festa sama dag og hann sjálfan. Ekki gat það verið að hann væri Messías, þvx sá var "frelsishetja" ísra- els, og endaði ekki ævi sína í fangelsi né krossi, heldur í hásæti Davíðs. Morguninn sem dauðarefs- ingunni átti að fullnægja rann upp. Manninum leið illa, og ekki batnaði það er hann heyrði undarleg köll og hróp í æstum múg utandyra. Er leið á daginn heyrði hann fótatak hermanna nálgast klefa sinn. En hvað var þettal Ekki var farið með hann á aftökustaðinn, heldur beint upp í höll landstjór- ans. 1 húsi landstjórans, var fullt af yfirmönnum og almennum borgurum, og einnig var þar annar fangi. Her- mennirnir fóru með manninn og settu hann við hliðina á hinum fanganum sem var þar fyrir. Sá fangi var ber að ofan og hafði augsýni- lega verið hýddur því blóð lak niður bæði andlit hans og bak. Allt í einu stóð dómar- inn upp og sagði: "Á þessari hátíð er ég vanur að gefa ykkur lausan einn fanga, nú spyr ég ykkur hvorn þess- ara mann viljið þið lausan?" Maðurinn rétti úr sér og leit á hinn fangann. MÚg- urinn hlaut að velja hann. Þótt blóð læki úr honum var hann blíðlegur og hógvær að sjá, og síst af öllu grimmd- arlegur. En manninum til undrunar byrjaði fólkið að kalla nafn hans í sífellu: "Barrabas' Barrabas.'" Þá stóð dómarinn upp aug- sýnilega einnig mjög undr- andi yfir vali fólksins, og hann spurði það: Hvað á ég þá að gera við hinn fangann? En fólkið æpti enn hærra: "Burt með hann' Burt með hann.' Við höfum lögmál og eftir því á hann að deyja því hann hefur guðlastað og sagt sig vera Messías." Barrabas hrökk við er hann heyrði þetta - það var alkunna að hann var einnig sekur af þeirri sök....

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.