Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 9

Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 9
David starfaði sem prest- ur í London undanfarin 3 ár. Þar var hann með tvo áttatíu manna söfnuði en að jafnaði komu um og yfir hundrað manns í hvora krikju á hvíldardögum og er það tals- vert annað en við eigum að venjast hér. David var vígð- ur í maí í ár á ársfundi Samtaka S.D.A. í Suður- Englandi. Næst snerum við okkur að æskulýðsstarfinu og spurðvim David um hvað hann teldi þar þýðingarmest. "Það er nú af mörgu að taka þar, félagsstarf, út- breiðslustarf, ungmennamót- in, fræðslustarf meðal unglinganna svo eitthvað sé nefnt. En ég vil eins og er ekki leggja áherslu á neitt sérstakt af því að ég hefi ekki kynnt mér að- stæðurnar hér á íslandi í þessum málum og þekki ekki til unga fólksins nógu vel til þess að tala um þetta. Ég held að við verðvim að hafa jafnvægi í öllum þess- um málum og ekki fara út í öfga." "Margir tala vim unglinga- vandamál. Ef til vill ræðum við það ekki núna. En i þvi þjóðfélagi sem við lifum hverjar eru helstu hætturnar sem steðja að unglingum núiia? "Ég held að unga fólkið verði alltaf fyrir áhrifum og þau áhrifin sem áður voru sterkust eru ef til vill veikust núna og áhrif sem ekki þekktust áður fyrr eru nú því miður orðin sterkust. Þar á ég við að heimilið, skólinn,foreldrar og kennar- ar sem voru einu sinni fyrir myndir unga fólksins eru það ekki lengur heldur koma áhrifin frá ókunnugu fólki sem aðeins er að sjá og heyra í fjölmiðlunum. Þetta getur verið hættulegt á margan hátt. Þetta er nátt- úrlega stór spurning sem má ræða um lengi. Hins vegar tel ég persónulega að iðju- leystið sé nokkuð mikið vandamál nú á dögum. Allt er gert fyrir hina ungu og margir kunna ekki að skemmta sér sjálfir né afla sér fræðslu og þekkingar. Hinn illi hefur alltaf lagt mikla áherslu á að heilla unga fólkið og hann er ekki lak- ari í því verki núna en áður fyrr." "Ertu farinn að hugsa til stóra ungmennamótsins í Noregi (Tromöy)?" "Já, þetta verðxrr skemmti legt mót og gott mót," sagði David. Hann hefur þegar haft samband við norska sendiráðið. Við megum sækja um styrk sem samtök til þess að lækka ferðakostnaðinn. Þetta verður að gerast um áramótin. Allir sem hafa

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.