Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 30

Innsýn - 01.12.1978, Blaðsíða 30
föt handa því. En það voru engir fallegir gallar eða peysur. Allt og sumt sem hún var með, var ferkantaður klútur og nokkrar tuskuræmur. Okkur er sagt að þegar að hebresk börn fæðast séu þau þvegin með vatni, nudduð með salti og svo vafin reifum. Reifarnar eru tuskuræmiur sem er vafið utan um barnið og svo er því varlega vafið innan í ferkantaðan klút. Þegar að María var búin að búa þannig um litla strákinn sinn lagði hún hann í jötu, sem var notuð þegar dýrin fengu að borða. Hún vissi að honum var hlýtt og leið vel. Fyrsta barnið hennar, sérstaka barnið sem spámenn- irnir höfðu svo oft sagt frá,var komið. Fréttin fyllti himininn af gleði. Allar himnesku verurnar fylgdust af áhuga með því sem var að gerast á jörðinni. Englaskari safnaðist saman fyrir ofan hæðirnar við Betlehem. Þeir voru að bíða eftir merki til þess að geta sagt heiminum þessa gleði- frétt. Allir hefðu átt að vera vakandi og bíða til að bjóða velkominn frelsara heimsins. En Gyðingaleiðtogarnir, sem attu að banna fólkinu, voru of uppteknir við annað. Engill kom til jarðarinn- ar til þess að sjá hverjir væru viðbúnir komu Jesú. En hann heyrði engan söng í tilefni af komu Messíasar. Þegar hann flaug yfir Jerú- salem og kom við í musterinu, vi^tist sem enginn vissi um fæðingu Messíasar. Það var enginn sérstakur undirbún- ingur í gangi og engar áætlanir um slíkt. Myndu allir englarnir sem biðu eftir að fá að syngja út góðu fréttina verða fyrir vonbrigðum? Engillinn var í þann veginn að snúa aftur til himins, þegar hann fann nokkra sem vildu hlusta á glaðan söng englanna.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.