Kjarninn - 03.10.2013, Page 5

Kjarninn - 03.10.2013, Page 5
V itur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en að missa föður sinn.“ Vegir textans eru órannsakan legir ef bókstafstrú orðanna ræður för. Þá getur texti beinlínis verið hættu legur og haft þveröfug áhrif miðað við það sem að er stefnt. Byrjunin á Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness, sem hér er vitnað til, er dæmi um setningu sem getur vel talist siðlaus og forkastan leg ef skilningur á henni takmarkast við aðferð bókstafstrúarinnar. Því betur er okkur kennt að rýna texta, skilja hann og rannsaka, í gegnum öll stig skólakerfisins. Þannig verður lesskilningurinn að helsta vopni okkar í daglegu amstri, hjálpar til við að greina kjarna málsins, skilja lífsins gang. Biblían er meðal þeirra rita sem gera miklar kröfur um textarýni. Framsetning textans og ýmissa dæmisagna gerir beinlínis kröfu um að bókstafstrúnni sé ekki beitt, heldur þvert á móti sé boðskapurinn meðtekinn á gagnrýninn hátt. Túlkun á texta Biblíunnar er eilífðarþrætuepli, eða ætti í það minnsta að vera það. Erindið á að vera óskýrt og krefjast yfirlegu. Alveg eins og hjá Laxness. Meðal annars af þessari ástæðu er ástæðulaust að taka því mótþróalaust þegar fólk boðar það að Guð sjálfur lækni fólk af sjúkdómum. Prédikarinn Franklin Graham, sem fjallað var ítarlega um í Kjarnanum í síðustu viku, er í hópi þess fólks sem gengur allt of langt í að heimfæra einfalda túlkun á Biblíutextanum yfir á hin ýmsu vandamál mannlífsins. Í við- tali við Kastljós RÚV kom þetta ítrekað fram, þar sem hann beinlínis hélt því fram að Guð læknaði fólk af sjúkdómum, eins og fíknisjúkdómum og geðrænum kvillum. Það sama á við þegar Graham hafnar samkynhneigð og samkynhneigðu fólki á grundvelli bókstafstrúar sinnar á völdum texta brotum úr Biblíunni. Á sama hátt má með völdum textabrotum vel rökstyðja hið gagnstæða, að Guð taki samkynhneigðum opnum örmum. Það sem ætti að vera óumdeilt er síðan það að efnisleg vísindi hafa fyrir löngu komið fram með trú- verðugri skýringar á geðveiki en prédikarinn. Og það sem meira er; samfélagið viðurkennir skýringarnar í gegnum samfélagslega uppbyggingu, til dæmis í gegnum skólakerfið allt, löggjafann og praktík heilbrigðisþjónustunnar. Allt tal um að Guð lækni geðveiki og fíknisjúkdóma er rakalaust og elur á ranghugmyndum um Biblíutextann og erindi hans, út frá grundvallarniðurstöðum vísindanna sem við lifum og þróum líf okkar áfram eftir. Graham er í hópi þúsunda prédikara í Bandaríkjunum sem kjósa að boða bókstafstrú á Biblíutexta. Bara það eitt að bein textabrot í Biblíuna séu kennd sem leiðarljós í daglegu lífi ætti að kveikja rauð ljós í Biskupsstofu. Slíkri einfeldni ætti Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, að sjálfsögðu ekki að taka þátt í. Þess vegna var ánægjulegt að sjá það á erindi hennar á Hátíð vonar um síðastliðna helgi að hún gerði það ekki. Hún hafnaði þröngsýnni bókstafstrú Grahams í ræðu. Töluverð eftirspurn er eftir bókstafstrúarfólki eins og Graham, bæði hér á landi og erlendis. Það er miður, vegna þess að þetta fólk elur á ranghugmyndum um lífið og til- veruna og boðar einfeldningslegar lausnir á flóknum vanda- málum, einkum þegar fólk glímir við ýmsa andlega kvilla og sjúkdóma. Fólk sem hefur menntað sig í þessum vísindum og rannsakað vandamálin blandar Guði aldrei inn í slíkar meðferðir, enda kemur hann hvergi nærri. Langt er síðan vísindin færðu okkur mannfólkinu miklu trúverðugri skýringar á mannlífinu en hugmyndir trúar- bragðanna. Það er ekki þar með sagt að ýmis viðmið og gildi sem lesa má út úr trúarlegum texta, til dæmis í Biblíunni, séu ekki nytsamleg. Þau eru það, alveg eins og margar kenningar heimspekinga, sem settu fram hugmyndir sínar með ögrandi hætti í texta á árum áður. Fólk sem boðar mikilvægi Guðs verður að bera virðingu fyrir því að þegar á reynir byggir boðskapur þess ekki á efnislegum staðreyndum heldur háfleygum og djúpum texta. Það er gott og blessað en um leið eru mörg víti í honum sem þarf að varast, einkum og sér í lagi þegar dregnar eru ályktanir af bókstaflegri fram- setningu orðanna. Því miður er eftirspurn Leiðari Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is 01/01 kjarninn Leiðari M yn d: B is ku ps st of a

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.