Kjarninn - 03.10.2013, Síða 9
04/10 kjarninn Fimm ár Frá hruni
/£UD6µOH\-µKDQQVGµWWLUù²OXOHLNDULRJYHUNHIQDVWMµUL¯PHQQLQJDUK¼VLQX+Rù
Eins og stríð væri fram
undan
H inn 6. október 2008 gleymist seint. Setningar og orð á borð við Guð blessi Ísland, upplausnarástand, neyðarlög,
áfall, ótti og angist sem fram komu í ræðu
þáverandi forsetisráðherra eru ógleymanleg.
Á gólfinu með soninn
Ég var nýkomin heim úr vinnunni og sat á
gólfinu með eins árs son minn og horfði á
sjónvarpið. Mér leið svolítið eins og mér hefði
verið tilkynnt að það væri hafið stríð. Mér leið
óraunverulega, var óörugg og ringluð. Um-
ræða undanfarinna daga hafði gefið falskar
vonir um að ástandið væri ekki svo slæmt.
Ég bjó í nýrri íbúð sem ég og maðurinn
minn keyptum haustið 2007. Á þessum tíma
var ég búin að vera búsett á Íslandi í um tvö ár
eftir fimm ára dvöl við nám í Bretlandi. Þegar
við fluttum heim til Íslands bjuggum við í 45
fm blokkaríbúð, áttum lítinn bíl og engan flat-
skjá. Ég var ánægð með lífið og fannst algjör
forréttindi að búa í húsi þar sem var enginn
raki og ekki hætta á að fá mýs eða rottur. Ég
var hins vegar ótrúlega fljót að aðlagast sam-
félaginu sem við vorum flutt í. Það þurfti ekki
mörg matarboð og heimsóknir til vina til þess
að samfélagið hefði þau áhrif á mig að mig var
farið að vanta stærri íbúð, betri bíl og flatskjá.
Eignast allt
Þegar ég hlustaði á forsætisráðherrann hinn
6. október 2008 hafði ég „eignast“ þetta allt,
stærri íbúð, betri bíl og flatskjá. Þennan dag
þakkaði ég fyrir að við höfðum tekið hefð-
bundið lán hjá Íbúðarlánasjóði og borgað
út 20% af íbúðinni þrátt fyrir að hafa verið
ráðlagt af fasteignasalanum að taka erlent
lán og aukalán svo við ættum meira lausafé
til þess að innrétta. „Það gera það allir á
ykkar aldri,“ sagði hann.
Í dag velti ég því þó stundum fyrir mér
hvort við værum kannski betur sett fjár-
hagslega ef við hefðum farið þessa áhættu-
sömu leið – að minnsta kosti eru þeir pen-
ingar sem við áttum upphaflega í íbúðinni
horfnir.