Kjarninn - 03.10.2013, Síða 11

Kjarninn - 03.10.2013, Síða 11
06/10 kjarninn Fimm ár Frá hruni í röddinni og á mig leituðu hugsanir um að kannski þyrftum við að fara niður á höfn að stunda vöruskipti við erlend kaupskip. Það fór dálítið um mig við tilhugsunina. Eins og við værum að fara að lifa aftur upp á gamla mátann. Viku síðar féll Glitnir og tveim vikum síðar voru sett neyðarlög, þegar Geir bað Guð að blessa Ísland. Slóst í hópinn Þá var ég kominn nokkuð yfir þennan ótta. Útflutningsráð auglýsti svo eftir frum- kvöðlum í verkefnið ÚH, Útflutnings aukning og Hagvöxtur. Ég slóst í hóp með þeim og nokkrum frumkvöðlum og lét framleiða og selja speglana erlendis, meðal annars á Spáni og í Svíþjóð. Í prógramminu var bannað að segja k-orðið (kreppa) og menn héldu ótrauðir áfram þrátt fyrir allt neikvæðnis- hjal. Framleiðslan gekk vel, nokkur eintök komu þó með pínulitlum rispum í og flutti ég þau heim til að selja unnendum góðrar hönnunar á hagstæðu verði. Ánægjulegir uppgangstímar Um vorið fór ég svo að starfa hjá Icelandair og hef fylgst með uppgangi þessa merkilega félags á síðustu árum. Þar upplifði ég ösku- krísuna, gosið í Eyjafjallajökli, sem mér þótti ögn skelfilegra en bankahrunið, en gosið reyndist á endanum mikil blessun og var aðdáunarvert að sjá hvað allir stóðu saman við að láta hlutina ganga upp. Þetta ár varð ég þrítugur og setti fókus- inn á að lifa lífinu meira úti á landi og finna mér alls kyns ný verkefni, að gerast nokkurs konar Yes Man eins og í bíómyndinni með Jim Carrey. Frábær mynd og heimspeki sem ég mæli með að allir horfi á og tileinki sér. Meðal þess sem ég gerði var að fara í gegnum strangt tveggja vetra prógramm Flugbjörgunarsveitarinnar. Eitt af minnis- stæðari atvikunum þar var þegar ég hafði selt konu spegil á Spáni. Þetta var ein af fyrstu erlendu sölunum og gekk ég frá henni í tölvupósti í Nokia-síma, í tjaldi í Tind fjöllum, rennblautur eftir heilan dag í rötunaræfingum með áttavita og kort. Ég man að mér leið gríðarlega vel, enda að upp- skera eftir mikið hark frá hrunvetrinum mikla. Geir á að vera stoltur af ummælum sínum Mér finnst Geir ekki hafa átt að vera feim- inn heldur stoltur af ummælum sínum. Það hefur enginn náð að afsanna tilvist Guðs og tel ég víst að trúin á Jesú hafi verið þjóð- inni til blessunar gegnum árin og verði það áfram. Það eru alltaf opnar dyrnar hjá Guði almáttugum, maður þarf bara að bjóða honum inn, eins og góðum vini, hann ryðst ekki inn á neinn. )LPP£UIU£KUXQLÚ6LJXU²XU$QWRQ•ODIVVRQ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.