Kjarninn - 03.10.2013, Side 18

Kjarninn - 03.10.2013, Side 18
02/04 kjarninn Bandaríkin S tarfsemi bandarískra ríkisstofnana og ýmissa smærri opinberra vinnustaða stöðvaðist í gær eftir að fjárheimildir bandaríska ríkisins runnu út. Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi aðfara- nótt þriðjudags frumvarp fulltrúadeildar þingsins um bráðabirgðafjárlög. Meginfyrirvarinn sem deilt er hversu lengi eigi að fresta gildistöku nýrra laga um sjúkra- tryggingar en Barack Obama forseti Bandaríkjanna, og stjórn hans, hafa ekki viljað fallast á þau skilyrði sem Repúblikanar hafa sett. Miklar afleiðingar Um 800 þúsund opinberir starfsmenn mættu ekki til vinnu á þriðjudaginn, þar af var tæplega helmingur í höfuðborginni Washington DC og nágrenni. Þar eru margar opinberar stofnanir og mið punkturinn í stjórnsýslunni, með sjálft Hvíta húsið sem helsta djásn. „Vegna vandamála við fjármögnun ríkisins liggur þessi vefsíða niðri.“ Þessi skilaboð voru á vefsíðu Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þegar blaðamaður hugðist leita þar upplýs- inga um hvort starfsemi NASA yrði óskert þrátt fyrir deilurnar í þinginu. Svo var sem sagt ekki. Starf semin stöðvaðist strax og öllu var lokað. Það sama var uppi á teningnum í dýragörðum, söfnum og þjóðgörðum. Öllu var lokað strax, enginn peningur til. Raunar gætti áhrifanna líka langt út fyrir Bandaríkin vegna þess að starfsemi sendiráða Bandaríkjanna raskaðist strax. Hér á landi sendi sendiherra Bandaríkjanna, Luis Arreaga, forsvars- mönnum kvikmyndahátíðarinnar RIFF bréf og felldi niður hádegisverð sem hann ætlaði að halda í tengslum við hátíðina í gær, vegna þess að frumvarpið fór ekki í gegnum þingið. Hvað gerist næst? „Því lengur sem þessi staða verður uppi, þeim mun alvar- legri verða afleiðingarnar. [...] Þetta þurfti ekki að gerast, Repúblikanar sköpuðu stöðuna með hugmyndafræðilegri Bandaríkin Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is Undir álagi Barack Obama hefur verið undir miklu álagi að undan- förnu en hann hvikar hvergi frá því markmiði sínu að heilbrigðistryggingar verði í boði fyrir alla frá og með ára mótum. Sá sem leiðir and- stöðu Repúblikana í málinu er John Boehner. Hann virðist vera tilbúinn að fórna pólitísku lífi sínu fyrir það eitt að koma í veg fyrir nýtt heilbrigðistryggingakerfi, oft nefnt Obamacare.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.