Kjarninn - 03.10.2013, Page 24
02/04 kjarninn StjórnSýSla
T
æplega helmingur skilaskyldra fyrirtækja á
Íslandi hafði skilað inn ársreikningi síðast-
liðinn þriðjudag, hinn 1. október. Þá var liðinn
mánuður frá því að lögbundinn skilafrestur var
liðinn. Einungis 22,1 prósent fyrirtækja skilaði
ársreikningi sínum áður en fresturinn rann út og því skilaði
um helmingur þeirra sem hafa skilað inn reikningi honum of
seint. Af þeim 16.106 ársreikningum sem komnir voru í hús á
þriðjudag voru 464 óundirritaðir.
Skil á ársreikningum hafa batnað töluvert á undanförnum
árum og stökkið sem varð í ár er umtalsvert. Fyrir árið 2008
hafði til að mynda einungis um þriðjungi reikninga verið
skilað inn í byrjun október árið eftir.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir skilin vissu-
lega vera að batna en að þau þurfi að batna enn frekar. „Það
sem við teljum skynsamlegt er að leysa upp félög sem skila
ekki ársreikningi. Við lögðum fram tillögu um það en það var
lítil lukka með hana. Þáverandi viðskiptaráðherra og Samtök
atvinnulífsins töldu farsælla að sekta meira. En sekt ein og
sér hefur í raun engan tilgang. Í umferðarlögunum er þetta
til dæmis þannig að ef þú keyrir of hratt færðu sekt. Ef þú
keyrir oft of hratt ertu sviptur ökuréttindum.“
Ætluðu í stríð gegn slöku viðskiptasiðferði
Kennitöluflakk og leynimakk með fjármál fyrirtækja hefur
þótt nánast sjálfsagt í íslenskum atvinnurekstri. Stór
rekstrar félög með milljarða króna veltu hafa komist upp með
að skila ekki ársreikningum árum saman án þess að yfirvöld
hafi gert mikið í því.
Í fyrra ákvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að skila tillögum
að aðgerðum til að taka á þessum vanda. Í hópnum sátu
fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Viðskiptaráði,
Fjármála eftirlitinu, Ríkisskattstjóra, Hagstofu Íslands og
Sérstökum saksóknara. Í verklýsingu hópsins kom fram að
á meðal meginviðfangsefna hans væri að skila tillögum um
breytingar á heimildum skattayfirvalda til að afskrá og slíta
StjórnSýSla
Þórður Snær Júlíusson
thordur@kjarninn.is