Kjarninn - 03.10.2013, Síða 24

Kjarninn - 03.10.2013, Síða 24
02/04 kjarninn StjórnSýSla T æplega helmingur skilaskyldra fyrirtækja á Íslandi hafði skilað inn ársreikningi síðast- liðinn þriðjudag, hinn 1. október. Þá var liðinn mánuður frá því að lögbundinn skilafrestur var liðinn. Einungis 22,1 prósent fyrirtækja skilaði ársreikningi sínum áður en fresturinn rann út og því skilaði um helmingur þeirra sem hafa skilað inn reikningi honum of seint. Af þeim 16.106 ársreikningum sem komnir voru í hús á þriðjudag voru 464 óundirritaðir. Skil á ársreikningum hafa batnað töluvert á undanförnum árum og stökkið sem varð í ár er umtalsvert. Fyrir árið 2008 hafði til að mynda einungis um þriðjungi reikninga verið skilað inn í byrjun október árið eftir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir skilin vissu- lega vera að batna en að þau þurfi að batna enn frekar. „Það sem við teljum skynsamlegt er að leysa upp félög sem skila ekki ársreikningi. Við lögðum fram tillögu um það en það var lítil lukka með hana. Þáverandi viðskiptaráðherra og Samtök atvinnulífsins töldu farsælla að sekta meira. En sekt ein og sér hefur í raun engan tilgang. Í umferðarlögunum er þetta til dæmis þannig að ef þú keyrir of hratt færðu sekt. Ef þú keyrir oft of hratt ertu sviptur ökuréttindum.“ Ætluðu í stríð gegn slöku viðskiptasiðferði Kennitöluflakk og leynimakk með fjármál fyrirtækja hefur þótt nánast sjálfsagt í íslenskum atvinnurekstri. Stór rekstrar félög með milljarða króna veltu hafa komist upp með að skila ekki ársreikningum árum saman án þess að yfirvöld hafi gert mikið í því. Í fyrra ákvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að skila tillögum að aðgerðum til að taka á þessum vanda. Í hópnum sátu fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Viðskiptaráði, Fjármála eftirlitinu, Ríkisskattstjóra, Hagstofu Íslands og Sérstökum saksóknara. Í verklýsingu hópsins kom fram að á meðal meginviðfangsefna hans væri að skila tillögum um breytingar á heimildum skattayfirvalda til að afskrá og slíta StjórnSýSla Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.