Kjarninn - 03.10.2013, Page 26

Kjarninn - 03.10.2013, Page 26
04/04 kjarninn Langflest einkahlutafélög á Íslandi er stofnuð utan um eignaumsýslu. Þau hafa því hvorki rekstrartekjur né marga starfsmenn. Einu viðurlögin sem hægt er að beita slík félög eru allt að 500 þúsund króna sekt árlega. Skili félagið árs- reikningi innan 60 daga frá tilkynningu sektarfjárhæðarinn- ar er ársreikningaskrá heimilt að lækka að lækka sektarfjár- hæðina um 60 prósent. Augljóst hefur verið af slælegum skilum margra áður fyrirferðarmikilla einkahlutafélaga, sem mörg hver skulduðu milljarða króna eftir bankahrunið og voru augljóslega orðin ógreiðslufær, að eigendur þeirra hafa frekar kosið að greiða sektina en að skila ársreikningum og upplýsa þannig um raunverulega stöðu félaganna. Fjárhagslegir hagsmunir þeirra af slíkum feluleik hafa verið miklir. Bráðabirgðaákvæði um riftanir var nefnilega sett inn í lög um gjaldþrotaskipti eftir hrun, sem lengdi hefðbundinn riftunarfrest úr tveimur árum eftir frestdag í fjögur ár. Það ákvæði rann út um síðustu áramót. Þau félög sem náðu að „þrauka“ án þess að fara í þrot en færðu til eignir á árunum 2008, 2009 og 2010 eru því í vari með þá gerninga.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.