Kjarninn - 03.10.2013, Síða 29
02/05 kjarninn Efnahagsmál
það gjald, sem er hækkað töluvert á milli ára, mun líka ná
til fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Þau munu borga 11,3
milljarða króna af þessari upphæð.
Þannig er ríkisstjórnin byrjuð að nýta sér „svigrúmið“
margumtalaða, með því að leysa til sín íslenskar krónu-
eignir þrotabúa Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, til
að brúa fjárlagagatið. Það svigrúm á einnig að nýtast til að
borga fyrir þær skuldaniðurfellingar sem ríkisstjórnin hefur
lofað, og talið er að kosti að minnsta kosti á annað hundrað
milljarða, og til að lækka skuldir ríkissjóðs. Áætlaður
vaxtakostnaður ríkissjóðs vegna skulda hans er áætlaður
85 milljarðar króna á þessu ári. Nýja frumvarpið gerir ráð
fyrir að hann lækki en verði samt 76 milljarðar króna. Það
eru um þrettán prósent af öllum útgjöldum hans á næsta ári.
Bjarni hefur sagt að það verði forgangsatriði og meginþáttur
í fjármála stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka skuldir ríkisins
og draga með því úr vaxtabyrði.
Nýjar tekjur
Tekjur ríkissjóðs voru áætlaðar 579,4 milljarðar króna í fjár-
lögum fyrir árið í ár. Úttekt nýju ríkisstjórnarinnar á þeim
sýndi reyndar að þær verða um 32 milljörðum krónum minni
og halli ríkissjóðs á þessu ári því 31,1 milljarður króna. Alls
þurfa tekjur ríkissjóðs því að hækka um rúmlega 40 milljarða
króna til að markmið fjárlaga fyrir árið 2014, að tekjur verði
587,6 milljarðar króna, standist.
Helsta aukningin kemur til vegna þess að tryggingagjald
skilar 3,6 milljörðum krónum meira í ríkissjóð og skattar
á tekjur og hagnað aukast um 8,4 milljarða króna. Þessi
hækkun er fyrst og síðast vegna þess að frumvarpið gerir ráð
fyrir hagvexti upp á 2,7 prósent. Það þykir mjög bjartsýn spá
og aðilar vinnumarkaðarins hafa dregið raunhæfni hennar í
efa.
Stærsti hluti nýrra tekna verður hins vegar vegna þess að
bankaskattur var hækkaður úr 0,041 prósenti í 0,145 prósent.
Þá mun skatturinn einnig ná til þrotabúa gömlu bankanna og
annarra fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Þetta mun skila