Kjarninn - 03.10.2013, Síða 29

Kjarninn - 03.10.2013, Síða 29
02/05 kjarninn Efnahagsmál það gjald, sem er hækkað töluvert á milli ára, mun líka ná til fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Þau munu borga 11,3 milljarða króna af þessari upphæð. Þannig er ríkisstjórnin byrjuð að nýta sér „svigrúmið“ margumtalaða, með því að leysa til sín íslenskar krónu- eignir þrotabúa Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, til að brúa fjárlagagatið. Það svigrúm á einnig að nýtast til að borga fyrir þær skuldaniðurfellingar sem ríkisstjórnin hefur lofað, og talið er að kosti að minnsta kosti á annað hundrað milljarða, og til að lækka skuldir ríkissjóðs. Áætlaður vaxtakostnaður ríkissjóðs vegna skulda hans er áætlaður 85 milljarðar króna á þessu ári. Nýja frumvarpið gerir ráð fyrir að hann lækki en verði samt 76 milljarðar króna. Það eru um þrettán prósent af öllum útgjöldum hans á næsta ári. Bjarni hefur sagt að það verði forgangsatriði og meginþáttur í fjármála stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka skuldir ríkisins og draga með því úr vaxtabyrði. Nýjar tekjur Tekjur ríkissjóðs voru áætlaðar 579,4 milljarðar króna í fjár- lögum fyrir árið í ár. Úttekt nýju ríkisstjórnarinnar á þeim sýndi reyndar að þær verða um 32 milljörðum krónum minni og halli ríkissjóðs á þessu ári því 31,1 milljarður króna. Alls þurfa tekjur ríkissjóðs því að hækka um rúmlega 40 milljarða króna til að markmið fjárlaga fyrir árið 2014, að tekjur verði 587,6 milljarðar króna, standist. Helsta aukningin kemur til vegna þess að tryggingagjald skilar 3,6 milljörðum krónum meira í ríkissjóð og skattar á tekjur og hagnað aukast um 8,4 milljarða króna. Þessi hækkun er fyrst og síðast vegna þess að frumvarpið gerir ráð fyrir hagvexti upp á 2,7 prósent. Það þykir mjög bjartsýn spá og aðilar vinnumarkaðarins hafa dregið raunhæfni hennar í efa. Stærsti hluti nýrra tekna verður hins vegar vegna þess að bankaskattur var hækkaður úr 0,041 prósenti í 0,145 prósent. Þá mun skatturinn einnig ná til þrotabúa gömlu bankanna og annarra fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Þetta mun skila
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.