Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 32
05/05 kjarninn Efnahagsmál
fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Þessar aðgerðir
munu skila 5,8 milljörðum króna.
Þá verður skorið niður í framlögum til Háskóla Íslands
(730 milljónir króna), til tækjakaupa fyrir Landspítalann (600
milljónir króna) og til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (404
milljónir króna).
Ýmsum embættum sem hafa vaxið mikið eftir hrun er
gert að draga skarpt saman seglin. Þar ber að nefna Sér-
stakan saksóknara (290 milljóna króna niðurskurður),
Fjármálaeftirlitið (236 milljónir króna) og Umboðsmann
skuldara (lækka um 600 milljónir króna). Þá verður embætti
Talsmanns neytenda, sem Gísli Tryggvason hefur gegnt um
árabil, sameinað Neytendastofu.
Framlög til niðurgreiðslu húshitunar á landsbyggðinni
munu auk þess lækka um 74 milljónir króna á milli ára.
Aukinn kostnaður
Það er ekki bara niðurskurður á nýju fjárlögunum. Ýmsir fá
meira en þeir fengu áður. Niðurgreiðslur til mjólkur-, sauð-
fjár- og grænmetisframleiðslu verða til að mynda 11,8 millj-
arðar króna á næsta ári og hækka um tæpar 500 milljónir
króna á milli ára. Framlög til Bændasamtakanna hækka líka
um 6,1 milljón króna og verða 491,1 milljón króna árið 2014.
Þjóðkirkjan kemur líka út í plús. Bein framlög til reksturs
hennar, í kirkjumálasjóð, kirkjugarða, jöfnunarsjóð sókna
og innheimt sóknargjöld, fara úr því að vera 4,9 milljarðar
króna í 5,1 milljarð króna. Þá fær Hagstofan 233 milljónum
krónum meira en í ár, sem er aukning upp á 36 prósent milli
ára.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær aukna fjárveitingu
upp á 163 milljónir króna, sendiráð Íslands á erlendri grundu
fá rúma þrjá milljarða króna, sem er aukning upp á um 200
milljónir króna, og Íbúðalánasjóður heldur áfram að kosta ís-
lenska ríkið stórfé; á næsta ári mun hann þurfa 4,9 milljarða
króna vegna afleitrar fjárhagsstöðu sinnar.
m
yn
di
r:
an
to
n
Br
in
k