Kjarninn - 03.10.2013, Page 34
02/04 kjarninn Kenía
T
alið er að minnsta kosti 67 manns hafi látið
lífið í harmleiknum í Kenía laugardaginn 21.
september síðastliðinn. Hryðjuverkasamtökin
Al-Shabab lýsti ábyrgðinni á hendur sér og
sagði árásina vera hefndarverk vegna fram-
göngu keníska hersins í Sómalíu.
Árásin hófst á hádegi, á háannatíma í Westgate-
verslunarmiðstöðinni. Fólk var í hádegismat, að sækja
tíma hjá læknum, á leiðinni í kvikmyndahús, að taka þátt
í matreiðslukeppni barna sem fram fór í bílastæðahúsinu
eða einfaldlega að versla.
Umsátrið um verslunarmiðstöðina stóð hátt í fjóra
daga. Árásarmennirnir drápu fólk þegar þeir komu inn og
héldu sumu fólki sem gíslum. Þeir notuðu hand sprengjur
og hríðskotabyssur og í dag er talið að þeir hafi leigt sér
verslunarrými til þess að geyma þar vopn og skotfæri.
Sérstök hryðjuverka- og gíslatökusveit keníska hersins
fór gegn árásarmönnunum, í sitt fyrsta verkefni, og hand-
samaði tíu þeirra en talið er að fimm þeirra hafi fallið í
umsátrinu.
Leyniþjónusta keníska ríkisins varaði yfirvöld við
mögulegum aðgerðum Al-Shabab fyrir allt að einu ári.
Fyrir stuttu hafði síðan sérstaklega verið varað við
árásum í september og gáfu upplýsingar frá ísraelsku
leyni þjónustunni til kynna að árásir væru mögulegar
á húsnæði eða fyrirtæki í eigu Ísraela – sem Westgate-
verslunarmiðstöðin var að hluta til. Yfirvöld í Kenía
segjast engu að síður ekki hafa hunsað viðvaranir
leyniþjónustunnar og að komið hafi verið í veg fyrir fjöl-
margar árásartilraunir. Það mun væntanlega koma í ljós í
væntanlegri rannsókn þingsins á málinu.
Í kjölfar harmleiksins búast Keníabúar við aðgerðum
gegn spillingu – en talið er að árásarmennirnir hafi greitt
mútur til ýmissa aðila til olnbogarýmis við undirbúning
árásarinnar – og auknum öryggisaðgerðum. Þá hefur
Uhuru Kenyatta, forseti landsins, lýst því yfir að Kenía
muni ekki draga herlið sitt út úr Sómalíu.
Kenía
Jónas Haraldsson
Höfundur er
sérfræðingur í afrískum
stjórnmálum
Smelltu til
að lesa um
al-Shabab