Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 34

Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 34
02/04 kjarninn Kenía T alið er að minnsta kosti 67 manns hafi látið lífið í harmleiknum í Kenía laugardaginn 21. september síðastliðinn. Hryðjuverkasamtökin Al-Shabab lýsti ábyrgðinni á hendur sér og sagði árásina vera hefndarverk vegna fram- göngu keníska hersins í Sómalíu. Árásin hófst á hádegi, á háannatíma í Westgate- verslunarmiðstöðinni. Fólk var í hádegismat, að sækja tíma hjá læknum, á leiðinni í kvikmyndahús, að taka þátt í matreiðslukeppni barna sem fram fór í bílastæðahúsinu eða einfaldlega að versla. Umsátrið um verslunarmiðstöðina stóð hátt í fjóra daga. Árásarmennirnir drápu fólk þegar þeir komu inn og héldu sumu fólki sem gíslum. Þeir notuðu hand sprengjur og hríðskotabyssur og í dag er talið að þeir hafi leigt sér verslunarrými til þess að geyma þar vopn og skotfæri. Sérstök hryðjuverka- og gíslatökusveit keníska hersins fór gegn árásarmönnunum, í sitt fyrsta verkefni, og hand- samaði tíu þeirra en talið er að fimm þeirra hafi fallið í umsátrinu. Leyniþjónusta keníska ríkisins varaði yfirvöld við mögulegum aðgerðum Al-Shabab fyrir allt að einu ári. Fyrir stuttu hafði síðan sérstaklega verið varað við árásum í september og gáfu upplýsingar frá ísraelsku leyni þjónustunni til kynna að árásir væru mögulegar á húsnæði eða fyrirtæki í eigu Ísraela – sem Westgate- verslunarmiðstöðin var að hluta til. Yfirvöld í Kenía segjast engu að síður ekki hafa hunsað viðvaranir leyniþjónustunnar og að komið hafi verið í veg fyrir fjöl- margar árásartilraunir. Það mun væntanlega koma í ljós í væntanlegri rannsókn þingsins á málinu. Í kjölfar harmleiksins búast Keníabúar við aðgerðum gegn spillingu – en talið er að árásarmennirnir hafi greitt mútur til ýmissa aðila til olnbogarýmis við undirbúning árásarinnar – og auknum öryggisaðgerðum. Þá hefur Uhuru Kenyatta, forseti landsins, lýst því yfir að Kenía muni ekki draga herlið sitt út úr Sómalíu. Kenía Jónas Haraldsson Höfundur er sérfræðingur í afrískum stjórnmálum Smelltu til að lesa um al-Shabab
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.