Kjarninn - 03.10.2013, Síða 46
03/11 kjarninn Viðmælandi Vikunnar
Auk friðar hefur einnig ríkt mikil þverpólitísk samstaða
um ýmis mál innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það vakti til
að mynda mikla athygli þegar nýtt aðalskipulag var sam-
þykkt af fulltrúum allra flokka og með þrettán af fimm tán
greiddum atkvæðum. Einungis Kjartan Magnússon og Júlíus
Vífill Ingvarsson, tveir af fimm borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins, sátu hjá. Jón segir að samstarfið við minnihlutann
hafi að mestu gengið vonum framar. „Samvinna og samræð-
ur í fagráðum borgarinnar hafa gengið alveg gríðarlega vel.
Þetta hafa verið, að mestu leyti, mjög ánægjuleg og heilbrigð
samskipti, sem er ekki sjálfgefið í stjórnmálum. Það sjá-
um við til dæmis á Alþingi. Samskiptin þar virðast hvorki
vera ánægjuleg né heilbrigð. Við höfum sýnt fólki í öðrum
flokkum, eða allavega reynt að sýna, virðingu. Með því sem
við höfum gert og staðið fyrir á kjörtímabilinu höfum við
sömuleiðis áunnið okkur traust og virðingu þess. Líkt og við
vorum mjög opinská með fyrir kosningar nálgumst við þetta
verkefni full af trausti. Við treystum því að fólk innan kerf-
isins, embættis menn og stjórnmálamenn, sé þangað komið
til að vinna vinnuna sína og við treystum því að allir séu að
reyna að gera sitt besta. Við göngum út frá því þangað til
eitthvað bendir til annars.“
Vond stjórnsýsla
Jón hefur verið bæði harðlega gagnrýndur og honum hælt
fyrir að útvista verkefnum til sérfræðinga innan
jón gnarr um einelti
„Ég sagði einhvern tímann frá því að ég hefði
upp lifað ofbeldi og einelti á fundi í Grafarvogi.
um daginn sagði ég frá því á Facebook að ég væri
þeirrar skoðunar að pabbi minn hefði orðið fyrir
ákveðinni tegund af einelti. Í bæði skiptin hef ég
verið sakaður um að gengisfella hugtakið einelti. En
hvað fær fólk til að skilgreina einelti sem hugtak?
Einelti er bara ofbeldi á sama hátt og nauðgun. Það
er ekki til neitt nauðgunarhugtak. Ef manneskja
telur að sér hafi verið nauðgað þá er ekki talað
um að hún sé að gengisfella nauðgunarhugtakið.
Þetta er bara kjaftæði. Ef ég upplifi einelti þá ber
að skoða það, en ekki að fara bara að þvaðra um
gengisfellingar. Þetta er ákveðin leið til þöggunar
og málsbóta sem er röng og við megum ekki kaupa
svona bull. Ef einhver telur sig hafa orðið fyrir
ofbeldi ber okkur að skoða það en ekki að gera
lítið úr því. Slíkt leiðir okkur yfirleitt í ógöngur með
óþarflega miklum sársauka fyrir mjög marga.“